Samfélagsmiðlar

Nýju norsku flugfélögin stíga á bremsuna

Áhafnir Flyr verða ekki eins önnum kafnar í vetur eins og lagt var upp með.

Hlutabréf í norska flugfélaginu Flyr féllu um ríflega fimmtung í gær eftir að tilkynnt var um verulegan niðurskurð í vetraráætlun félagsins. Stjórnendur Norse ætla líka að draga úr áformum sínum í vetur.

Stuttu eftir að kauphöllinni í Ósló var lokað á þriðjudaginn sendu stjórnendur Flyr frá sér tilkynningu þar sem greint var frá stórfelldum sparnaðaraðgerðum. Þær fela í sér að félagið fækkar ferðunum um nærri helming og þá aðallega innanlands. Með þessu er vonast til að Flyr blæði ekki út ef svo má segja því tapið hefur verið gríðarlegt allt frá því að félagið hóf flugrekstur í lok júní í fyrra.

Síðan þá hefur Flyr efnt til opinna og lokaðra hlutafjárútboða og í heildina safnað um 1,1 milljarði norskra króna sem jafngildir um 15 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði félagsins í dag er rétt um fimmtungur af þessari upphæð. Gengi hlutabréfanna fellur nefnilega hratt og lækkun ársins nemur um þremur fjórðu.

Áfram er ætlunin að sækja fé til norskra auðkýfinga og fjárfestingasjóða en Karin S. Thorburn, prófessor við Viðskiptaháskólann í Ósló, er ekki bjartsýn á að það takist. Sérstaklega ekki í dag þegar fjárfestar eru ekki eins bjartsýnir á stöðu mála og þeir hafa verið undanfarin misseri.

Í flota Flyr eru 12 þotur í dag sem nýttar eru bæði í innanlandsflug og ferðir til Evrópu frá Ósló.

Bíða með Kaliforníu

Norse Atlantic er annað nýtt norskt flugfélag og það fór sína fyrstu ferð nú í sumar. Þar á bæ er gert út á Ameríkuflug frá Ósló, London og Berlín. Og vetraráætlun Norse gerði ráð fyrir tíðum ferðum til Los Angeles en nú hafa stjórnendur félagsins ákveðið að setja þær á ís þar sem horfurnar fyrir komandi vetur hafa versnað.

„Ég tel að fólk í Noregi, Evrópu og Bandaríkjunum sé óöruggara en áður vegna verðbólgu, hærri rafmagnskostnaðar og hækkandi vaxta. Sú mynd sem dregin er upp í fjölmiðlum er dökk og það hefur áhrif á eftirspurnina. Við getum stigið á bremsuna og verið varkár enda borgum við bara leigu af þeim flugvélum sem eru í loftinu,“ segir Bjørn Tore Larsen, forstjóri Flyr, í viðtali við Dagens Næringsliv.

Nýtt efni

Starfsfólk í öryggisleit í Leifsstöð og þau sem sinna farþegaflutningum á Keflavíkurflugvelli hafa samþykkt bæði yfirvinnu- og þjálfunarbann og reglulegar vinnustöðvanir frá og með lokum næstu viku. Atkvæðagreiðsla um þessar aðgerðir fór fram í dag og var samþykkt með miklu meirihluta af félagsfólki í Sameyki og Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins. Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann tekur gildi …

Arnar Már Magnússon, einn af stofnendum flugfélagsins Play og fyrsti forstjóri þess, hefur verið gerður að aðstoðarforstjóra. Hann mun áfram sinna stöðu framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs en við þeirri stöðu tók hann á nýjan leik í mars í fyrra. „Það hefur verið einstakt að fylgjast með Play slíta barnsskónum og nú stöndum við á tímamótum þar sem …

„Við erum í raun að velta við öllum steinum á kostnaðarhliðinni og höfum fengið til liðs við okkur alþjóðlega ráðgjafa sem eru fremstir í flokki á þessu sviði og hafa unnið með flugfélögum um allan heim, stórum sem smáum," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í ræðu sinni á ársfundi flugfélagsins í byrjun mars. Ráðgjafafyrirtækið sem vísað …

Það voru 980 nýir fólksbílar skráðir á bílaleigur í nýliðnum mánuði samanborið við 1.017 á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn nam því 3,6 prósentum í apríl en fyrstu þrjá mánuði þessa árs nam hann 69,4 prósentum. Þá komu aðeins 418 nýir bílar á götuna í eigu bílaleiga en höfðu verið 1.364 á fyrsta ársfjórðungi í …

Sjálfbærnifulltrúar fyrirtækja og verkefnisstjórar í umhverfismálum, og aðrir starfsmenn með svipaða starfstitla, sinna sífellt mikilvægari og umfangsmeiri viðfangsefnum, enda eru umhverfismál — með tilheyrandi kolefnisbókhaldi, úrgangstölum og markmiðum um minni sóun —farin að spila stóra rullu í öllum rekstri.  Við stefnum á að taka hús á nokkrum slíkum starfskröftum á íslenskum vinnumarkaði á komandi vikum. …

Það voru í boði áætlunarferðir til um 60 erlendra borga frá Keflavíkurflugvelli í apríl en oftast tóku flugvélarnar stefnuna á London, Kaupmannahöfn eða New York. Voru brottfarirnar um sex á dag til bresku höfuðborgarinnar en um einni færri til hinna tveggja samkvæmt ferðagögnum FF7. Í Kaupmannahöfn búa margfalt færri en í heimsborgunum tveimur en engu …

Næstum allir þeir útlendingar sem hér dvelja stuttan tíma eru í fríi því aðeins 2,4 prósent segjast vera í vinnuferð. Þetta sýna niðurstöður könnunar Ferðamálastofu sem framkvæmd var í fyrra. Árið 2019 sögðust 2,9 prósent ferðamanna hafi komið til landsins til að sitja ráðstefnu, fara á vinnufundi eða gera annað sem flokka mætti sem vinnu …

„Það vantar fleiri loftslagsaktívista,“ segir Finnur Ricart Andrason forseti Ungra umhverfissinna. Ungir umhverfissinnar gáfu á dögunum út Handbók loftslagsaktívista, sneysafulla af fróðleik um loftslagsmál. Handbókin er rafræn og aðgengileg á netinu og er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum.er yfirlit yfir verkefnin sem blasa við í loftslagsmálum, og hvað þarf að gera til þess að …