Samfélagsmiðlar

Nýju norsku flugfélögin stíga á bremsuna

Áhafnir Flyr verða ekki eins önnum kafnar í vetur eins og lagt var upp með.

Hlutabréf í norska flugfélaginu Flyr féllu um ríflega fimmtung í gær eftir að tilkynnt var um verulegan niðurskurð í vetraráætlun félagsins. Stjórnendur Norse ætla líka að draga úr áformum sínum í vetur.

Stuttu eftir að kauphöllinni í Ósló var lokað á þriðjudaginn sendu stjórnendur Flyr frá sér tilkynningu þar sem greint var frá stórfelldum sparnaðaraðgerðum. Þær fela í sér að félagið fækkar ferðunum um nærri helming og þá aðallega innanlands. Með þessu er vonast til að Flyr blæði ekki út ef svo má segja því tapið hefur verið gríðarlegt allt frá því að félagið hóf flugrekstur í lok júní í fyrra.

Síðan þá hefur Flyr efnt til opinna og lokaðra hlutafjárútboða og í heildina safnað um 1,1 milljarði norskra króna sem jafngildir um 15 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði félagsins í dag er rétt um fimmtungur af þessari upphæð. Gengi hlutabréfanna fellur nefnilega hratt og lækkun ársins nemur um þremur fjórðu.

Áfram er ætlunin að sækja fé til norskra auðkýfinga og fjárfestingasjóða en Karin S. Thorburn, prófessor við Viðskiptaháskólann í Ósló, er ekki bjartsýn á að það takist. Sérstaklega ekki í dag þegar fjárfestar eru ekki eins bjartsýnir á stöðu mála og þeir hafa verið undanfarin misseri.

Í flota Flyr eru 12 þotur í dag sem nýttar eru bæði í innanlandsflug og ferðir til Evrópu frá Ósló.

Bíða með Kaliforníu

Norse Atlantic er annað nýtt norskt flugfélag og það fór sína fyrstu ferð nú í sumar. Þar á bæ er gert út á Ameríkuflug frá Ósló, London og Berlín. Og vetraráætlun Norse gerði ráð fyrir tíðum ferðum til Los Angeles en nú hafa stjórnendur félagsins ákveðið að setja þær á ís þar sem horfurnar fyrir komandi vetur hafa versnað.

„Ég tel að fólk í Noregi, Evrópu og Bandaríkjunum sé óöruggara en áður vegna verðbólgu, hærri rafmagnskostnaðar og hækkandi vaxta. Sú mynd sem dregin er upp í fjölmiðlum er dökk og það hefur áhrif á eftirspurnina. Við getum stigið á bremsuna og verið varkár enda borgum við bara leigu af þeim flugvélum sem eru í loftinu,“ segir Bjørn Tore Larsen, forstjóri Flyr, í viðtali við Dagens Næringsliv.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …