Samfélagsmiðlar

Ný flugstefna veldur titringi

Tillaga um nýja flugstefnu í Noregi fær kuldalegar viðtökur atvinnurekenda, sem óttast að miklir umhverfisskattar og kröfur um kolefnishlutleysi sligi flugstarfsemina á erfiðum tímum.

Samgönguráðherra Noregs, Jon-Ivar Nygård, kynnti fyrir helgi tillögu að nýrri flugstefnu, sem lögð hefur verið fyrir Stórþingið. Núgildandi flugstefna er frá árinu 2008. Ráðherra segir að sjálfbærni og öryggi í flugi felist í því að taka tillit til loftslags- og umhverfismála, hagsmuna þeirra sem starfa í flugi og farþeganna sem nýta þjónustuna um allan Noreg. Það verði jafnframt að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að virkja alla hagaðila í starfsgreininni á krefjandi tímum. 

Jon-Ivar Nygård, samgönguráðherra Noregs – MYND: Norska Stórþingið

Norska ríkisstjórnin stefnir að því að hraða uppbyggingu kolefnishlutlausra flugsamgangna, þar sem bæði er horft til vetnisknúinna flugvéla og rafmagnsflugvéla. Jon-Ivar Nygård segir að stuttar flugleiðir innanlands henti einmitt vel í þessari þróunarvinnu. Stefnt er að því að vistvænar flugvélar fljúgi á öllum ríkisstyrktum flugleiðum í norðan- og vestanverðum Noregi ekki seinna en 2028-2029. Þá tekur ríkisstjórnin fram í greinargerð til Stórþingsins með nýju flugstefnunni að hún vilji stuðla að lækkun flugfargjalda á öllum þeim leiðum innanlands þar sem ríkið hefur þegar skuldbundið sig um að tryggja flugsamgöngur.  

Markmið norsku ríkisstjórnafinnar er að fólk í öllum landshlutum hafi aðgang að góðum flugsamgöngum. Verður áfram unnið að uppbyggingu og þróun flugvalla. Nýr flugvöllur verður lagður í Mo i Rana og lokið við gerð flugvallarins í Bodø.

Mo I Rana – MYND: Unsplash / Karoline Vargdal

Margt þarf að ganga upp til að metnaðarfullt markmið stjórnvalda um vistvænt flug í Noregi innan fárra ára náist. Vonir eru ekki síst bundnar við níu sæta rafmagnsvél sem Rolls Royce-verksmiðjurnar og ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam eru að þróa og vonir standa til að henti á stuttum flugleiðum innanlands í Noregi. Flugfélagið Widerøe hefur sagst stefna að því að stór hluti flugflota félagsins verði rafmagnsvélar árið 2030 og er í gildi samningur við Rolls Royce um þróun vistvænnar flugvélar. En allar þessar umbreytingar verða mjög kostnaðarsamar og leggjast ofan á þau gjöld sem fyrir eru.

Innanlandsflugvél Widerøe – MYND: Unsplash / Robin Mikalsen

Óhætt er að segja að tillögum ríkisstjórnarinnar um nýja flugstefnu hafi verið kuldalega tekið af flugsviði norsku atvinnulífssamtakanna, NHO. Fullyrt er að nýja flugstefnan myndi veikja norskan flugrekstur. Stefnan feli í raun í sér að draga eigi úr flugsamgöngum. Horft sé framhjá því að flugreksturinn standi þegar höllum fæti vegna aukins rekstrarkostnaðar. Nú eigi að velta enn meiri kostnaði af aðlögun að nýjum umhverfiskröfum á flugrekendur. Aukinn tilkostnaður leiði til minni þjónustu og fækkunar starfa.

Flugsvið NHO áætlar að kostnaður vegna nýrra krafna Evrópusambandsins og norskra stjórnvalda í loftslags- og umhverfismálum hækki úr 4,4 milljörðum norskra króna 2023 í 7,1 milljarð árið 2030. Að stærstum hluta séu þetta gjöld sem lögð eru á innanlands bæði á fargjöld og vegna kolefnislosunar. Þessi gjaldtaka bætist ofan á hærri losunargjöld sem krafist verður af öllum flugrekendum í Evrópu á næstu árum. Ókeypis losunarkvóti flugfélaga verði afnuminn 2026 og kröfur gerðar um meiri notkun sjálfbærs eldsneytis (SAF). 

Það á eftir að koma í ljós hvort norsku ríkisstjórninni teksta að laða flugrekendur til samstarfs um að hrinda í framkvæmd þeirri metnaðarfullu flugstefnu sem boðuð var fyrir helgi. Þó að ríkisstjórnin sé tilbúin að auka hallarekstur á ríkisreknum flugleiðum innanlands dugar það ekki til. Rekstrargrundvöllur þarf að vera fyrir sjálfstæðan rekstur í greininni.

Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …