Samfélagsmiðlar

Ný flugstefna veldur titringi

Tillaga um nýja flugstefnu í Noregi fær kuldalegar viðtökur atvinnurekenda, sem óttast að miklir umhverfisskattar og kröfur um kolefnishlutleysi sligi flugstarfsemina á erfiðum tímum.

Samgönguráðherra Noregs, Jon-Ivar Nygård, kynnti fyrir helgi tillögu að nýrri flugstefnu, sem lögð hefur verið fyrir Stórþingið. Núgildandi flugstefna er frá árinu 2008. Ráðherra segir að sjálfbærni og öryggi í flugi felist í því að taka tillit til loftslags- og umhverfismála, hagsmuna þeirra sem starfa í flugi og farþeganna sem nýta þjónustuna um allan Noreg. Það verði jafnframt að vera rekstrarlegar forsendur fyrir því að virkja alla hagaðila í starfsgreininni á krefjandi tímum. 

Jon-Ivar Nygård, samgönguráðherra Noregs – MYND: Norska Stórþingið

Norska ríkisstjórnin stefnir að því að hraða uppbyggingu kolefnishlutlausra flugsamgangna, þar sem bæði er horft til vetnisknúinna flugvéla og rafmagnsflugvéla. Jon-Ivar Nygård segir að stuttar flugleiðir innanlands henti einmitt vel í þessari þróunarvinnu. Stefnt er að því að vistvænar flugvélar fljúgi á öllum ríkisstyrktum flugleiðum í norðan- og vestanverðum Noregi ekki seinna en 2028-2029. Þá tekur ríkisstjórnin fram í greinargerð til Stórþingsins með nýju flugstefnunni að hún vilji stuðla að lækkun flugfargjalda á öllum þeim leiðum innanlands þar sem ríkið hefur þegar skuldbundið sig um að tryggja flugsamgöngur.  

Markmið norsku ríkisstjórnafinnar er að fólk í öllum landshlutum hafi aðgang að góðum flugsamgöngum. Verður áfram unnið að uppbyggingu og þróun flugvalla. Nýr flugvöllur verður lagður í Mo i Rana og lokið við gerð flugvallarins í Bodø.

Mo I Rana – MYND: Unsplash / Karoline Vargdal

Margt þarf að ganga upp til að metnaðarfullt markmið stjórnvalda um vistvænt flug í Noregi innan fárra ára náist. Vonir eru ekki síst bundnar við níu sæta rafmagnsvél sem Rolls Royce-verksmiðjurnar og ítalski flugvélaframleiðandinn Tecnam eru að þróa og vonir standa til að henti á stuttum flugleiðum innanlands í Noregi. Flugfélagið Widerøe hefur sagst stefna að því að stór hluti flugflota félagsins verði rafmagnsvélar árið 2030 og er í gildi samningur við Rolls Royce um þróun vistvænnar flugvélar. En allar þessar umbreytingar verða mjög kostnaðarsamar og leggjast ofan á þau gjöld sem fyrir eru.

Innanlandsflugvél Widerøe – MYND: Unsplash / Robin Mikalsen

Óhætt er að segja að tillögum ríkisstjórnarinnar um nýja flugstefnu hafi verið kuldalega tekið af flugsviði norsku atvinnulífssamtakanna, NHO. Fullyrt er að nýja flugstefnan myndi veikja norskan flugrekstur. Stefnan feli í raun í sér að draga eigi úr flugsamgöngum. Horft sé framhjá því að flugreksturinn standi þegar höllum fæti vegna aukins rekstrarkostnaðar. Nú eigi að velta enn meiri kostnaði af aðlögun að nýjum umhverfiskröfum á flugrekendur. Aukinn tilkostnaður leiði til minni þjónustu og fækkunar starfa.

Flugsvið NHO áætlar að kostnaður vegna nýrra krafna Evrópusambandsins og norskra stjórnvalda í loftslags- og umhverfismálum hækki úr 4,4 milljörðum norskra króna 2023 í 7,1 milljarð árið 2030. Að stærstum hluta séu þetta gjöld sem lögð eru á innanlands bæði á fargjöld og vegna kolefnislosunar. Þessi gjaldtaka bætist ofan á hærri losunargjöld sem krafist verður af öllum flugrekendum í Evrópu á næstu árum. Ókeypis losunarkvóti flugfélaga verði afnuminn 2026 og kröfur gerðar um meiri notkun sjálfbærs eldsneytis (SAF). 

Það á eftir að koma í ljós hvort norsku ríkisstjórninni teksta að laða flugrekendur til samstarfs um að hrinda í framkvæmd þeirri metnaðarfullu flugstefnu sem boðuð var fyrir helgi. Þó að ríkisstjórnin sé tilbúin að auka hallarekstur á ríkisreknum flugleiðum innanlands dugar það ekki til. Rekstrargrundvöllur þarf að vera fyrir sjálfstæðan rekstur í greininni.

Nýtt efni

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …

Suður-kóreski rafhlöðuframleiðandinn LG Energy Solution (LGES) á í viðræðum við þrjá ónefnda kínverska birgja um að framleiða ódýrar bílarafhlöður fyrir Evrópumarkað og bregðast þannig við hærri verndartollum Evrópusambandsins á rafbíla frá Kína.  Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum heimildarmanni innan LGES, sem er í hópi stærstu rafhlöðuframleiðenda heims ásamt CATL í Kína, Panasonic í Japan og …

Þó margir njóti guðaveiga í sumarfríinu þá er hásumarið rólegur tími í heimi vínviðskipta. Það er löngu búið að ganga frá sölu á framleiðslu liðins árs en beðið tíðinda af næstu vínuppskeru. Þegar horft er á heildina þá hefur dregið úr vínsölu vegna efnahagsþrenginga og breyttra neysluhátta. En loftslagsbreytingar valda vínbændum víða erfiðleikum og hafa …

Það kemur skýrt fram í afkomutölum rafbílaframleiðandans Tesla að hægt hefur á orkuskiptum í bílasamgöngum. Á fyrri helmingi ársins hefur Tesla selt um 831 þúsund rafbíla en Elon Musk hafði spáð því að á árinu öllu myndu seljast um 1,8 milljónir bíla. Það vantar því enn mikið upp á að sú spá rætist. Sala Tesla …

Áður en Play fór í loftið sumarið 2021 var efnt til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Umsjón með útboðinu höfðu Arctica Finance og Arion banki en þessi tvö fjármálafyrirtæki komu einnig að fjármögnun Wow Air á sínum tíma. Í útboði meðal almennings reyndist umframeftirspurnin áttföld. Í kynningarefni sem fylgdi hlutafjárútboðinu var aðeins ein …

„Okkur er ánægja að tilkynna um fjölgun A350-900-véla í utanlandsflugi og A321neo í innanlandsflugi,“ segir Yukio Nakagawa, innkaupastjóri Japan Airlines, í tilkynningu félagsins um samninga við Airbus um kaup á nýjum þotum. „Með því að flýta því að taka í notkun nýjustu og sparneytnustu flugvélarnar viljum við veita viðskiptavinum okkar besta hugsanlegu þjónustu um leið …