Samfélagsmiðlar

Handfarangur tefur flugtak

Starfsmannaskortur og meðfylgjandi tafir á flugvöllum leiða til þess að sífellt fleiri láta duga að taka með sér handfarangur í ferðalagið. Það getur hinsvegar tafið flugtak þegar farþegum gengur illa að koma öllum handfarangrinum fyrir.

Farangurshólf

Troðin farangurshólf

Túristi flaug í gegnum Schiphol-flugvöll á dögunum. Kom sér tímanlega inn í Boeing 737-700 vél KLM og setti handfarangur í hólfið fyrir ofan sætið – tösku af þeirri gerð sem Íslendingar kölluðu einu sinni „flugfreyjutösku“ af því að flugfreyjur voru líklega fyrstar til að vera með svona litla tösku á hjólum. Farþegarnir streymdu um borð hver af öðrum og smám saman tók að bera á því að farþegar gátu ekki komið handfarangrinum fyrir nærri sæti sínu. Upphófst þá mikil rekistefna. Flugfreyjur færðu til töskur frá einum hluta vélarinnar til annars og áhyggjusvipurinn hertist á andlitum þeirra farþega sem sáu á bak töskunni sem hefði verið svo gott að hafa nærri sér. Allt þetta vafstur tafði brottför frá Schiphol. Þetta var síðdegis á fimmtudegi og stór hluti farþega vafalaust á leið í langt helgarfrí. 

Farþegar á leið um borð með handfarangur sinn – MYND: ÓJ

Nokkrum dögum seinna endurtók þetta vafstur sig um borð í Airbus 320-vél SAS í Mílanó. Lengstu samningaviðræðurnar voru við hjón sem sátu fyrir framan Túrista en þau voru mjög ósátt við að geta ekki haft handfarangurinn nærri sér. Taskan var reyndar grunsamlega stór og þung. Þau vildu helst hafa töskuna til fóta en það leyfðu flugfreyjurnar ekki. Á endanum var taskan tekin og komið fyrir annars staðar. Flugvélin tók loks á loft. 

Þessi tilhneiging að láta handfarangur duga í stuttar ferðir hefur þessi áhrif um borð í vélunum. Það tekur lengri tíma en ella að koma öllu á öruggan stað. Flugfélögin eru orðin einbeittari í því að reglur um stærð og þyngd handfarangursins séu virtar. Icelandair og Play gefa upp á vefsíðum sínum leyfilega stærð á handtösku og hún má ekki vega meira en 10 kg. Túristi kannast raunar við að hafa verið boðin gjaldfrjáls innritun fyrir handfarangur. Handtaskan er þá sett í lest og það dregur úr vafstrinu um borð fyrir flugtak.

Handfarangursrými flugvéla eru gjarnan yfirfull – MYND: ÓJ

Einhverjum gæti þótt þetta léttvægt umfjöllunarefni en þegar það er skoðað ofan í kjölinn blasir við stærri mynd:

Vandræði við afgreiðslu á farþegum og farangri þeirra hafa farið vaxandi víða eftir heimsfaraldurinn. Hundruð þúsunda ferðataska misfórust á flugvöllum síðasta sumar og voru þau vandræði rakin til skorts á fólki til að sinna afgreiðslu og öryggiseftirliti. Það hefur enn ekki ræst úr þessu mjög víða. Starfsemi á stórum flugvöllum í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi hefur farið úr skorðum vegna skorts á vinnuafli. Eins og við mátti búast hafa félög þessa starfsfólks farið í verkföll og bent á að hækka verði launin til að bregðast við miklu álagi og auka líkur á að fleiri fáist í störfin. Við fréttum af þessum vandræðum á flugvöllum bregst ferðafólk og ákveður að ferðast með lítinn farangur – lætur duga „flugfreyjutöskuna” og litla skjóðu eða bakpoka. Þá sleppur það við að bíða við færibandið – en gæti lent í vandræðum að koma dótinu fyrir ef það fer seint um borð í vélina.

Loks flugtak frá Malpensa – MYND: ÓJ
Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru mikilvæg tekjulind fjölmiðla allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 starfar samkvæmt íslenskum …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …