Samfélagsmiðlar

„Trampólín fyrir hagkerfið á Íslandi“

Alþjóðleg kynning er að hefjast á uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll. „Þetta er örugglega eitt metnaðarfyllsta og áhugaverðasta þróunaráætlun og svæði sem við þekkjum til," segir Anouk Kuitenbrouwer, arkitekt og eigandi KCAP. Fjármálaráðherra, vonast til að svæðið verði „trampólín fyrir hagkerfið á Íslandi"

Kadeco

Yfirlitsmynd af flugvallarsvæðinu

Þegar bandaríski herinn hvarf á brott frá Miðnesheiði árið 2006 eftir 55 ára veru þar blöstu erfiðleikar við Suðurnesjamönnum sem mjög höfðu reitt sig á atvinnutækifærin í kringum veru hersins. En fljótlega varð til ný stoð í atvinnulífinu. Erlendum ferðamönnum sem komu til Íslands fjölgaði jafnt og þétt og árið 2011 voru öll fyrri met slegin. Ísland var orðið ferðamannaland og hliðið inn í landið var Keflavíkurflugvöllur.

Ríkið setti á fót Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, árið 2006, til að nýta þau tækifæri sem fólust í nálægt við alþjóðaflugvöllinn og til að hafa umsjón með og selja eignir sem Bandaríkin afhentu Íslendingum við brottför hersins.

Fyrirhugaðar samgönguleiðir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar – MYND: Kadeco/KCAP

Nú er komin mynd á það hvert Kadeco vill stefna í þróun svæðisins, sem Túristi hefur áður fjallað um. Fyrir liggur áætlun sem unnin var í samráði við sveitarfélögin á Suðurnesjum, Isavia og aðra hagsmunaaðila. Valin var til samstarfs eftir alþjóðlega samkeppni arkitekta- og skipulagsstofan KCAP, sem vann í samstarfi við Kadeco þá þróunaráætlun sem kynnt var í höfuðstöðvum Kadeco í Ásbrú í dag.

Framtíðarmiðja svæðisins verður byggð upp á þessum slóðum – MYND: ÓJ

Áætlunin beinist að fjórum kjörnum á svæðinu: Flugstöðvarsvæðinu, Aðalgötu, Ásbrú og Helguvík / Bergvík. Er áætluninni lýst á nýrri heimasíðu verkefnisins sem hlotið hefur heitið K64 með vísan til þess á hvaða breiddargráðu Keflavíkurflugvöllur er.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á kynningarfundi Kadeco – MYND: ÓJ

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, flutti ávarp á kynningarfundi Kadeco og sagði að það hefði verið mikilvægt í upphafi að leiða saman krafta sveitarfélaga á svæðinu og Kadeco. Nú væri búið að leggja grunn að framtíð með mjög spennandi atvinnutækifærum í tengslum við flugvöllinn og aðra lykilinnviði, eins og höfnina í Helguvík. Fjármálaráðherra telur að þarna geti orðið til mjög öflugt og útflutningsdrifið hagkerfi. Hann sagði daginn marka tímamót og væri vonandi upphafið að spennandi framtíð fyrir sveitarfélögin og fólkið á Suðurnesjum og verkefnið verði þar með eins og „trampólín fyrir hagkerfið á Íslandi í heild sinni.“

Fjármálaráðherra og í baksýn er þríhyrningurinn, táknmynd verkefnisins – MYND: ÓJ

Vinnu við þróunaráætlunina síðustu tvö árin hefur Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, leitt. Hann rakti á kynningarfundinum þau tækifæri sem byðust vegna nálægðar við flugvöllinn: hvernig bæta mætti almenningssamgöngur, styrkja fragtflutninga, auka nýsköpun, veita þeim sem koma til landsins og íbúunum grænni upplifun, auka aðdráttarafl Reykjanesskagans í gegnum UNESCO-jarðvanginn, leggja hjóla- og göngustíga og margt fleira. Pálmi sagði líka áskorun felast í því að hafa einn stóran atvinnuveitanda í bakgarðinum – flugvöllinn. Vissulega væru mikil tækifæri en jafnframt fylgdi honum hætta á miklum sveiflum – atvinnumarkaðurinn væri einsleitur. Þess vegna væri mikilvægt að fjölga tækifærum tengdum fluginu.

Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco – MYND: ÓJ

Eitt af stóru verkefnunum sem bent er á í þróunaráætlun fyrir svæðið í kringum Keflavíkurflugvöll er að bæta úr almenningssamgöngum, einkabíllinn er ráðandi samgöngumáti til og frá svæðinu. Við Aðalgötu verður til ný miðja sem tengir saman öll sveitarfélögin. Þar verður byggð upp þjónustumiðstöð, verslana- og skrifstofuklasi og tengistöð fyrir almenningssamgöngur. Þarna verður þó ekki endastöð fyrir farþega en mikilvæg samgöngumiðstöð fyrir alla þá fjölmörgu sem starfa á vellinum. Ráðuneyti samgöngumála hefur sett á laggir vinnuhóp til að gera tillögur um úrbætur í almenningsamgöngum milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins og á Kadeco fulltrúa í hópnum.

Samgöngumiðstöð við Aðalgötu – MYND: Kadeco/KCAP

Pálmi Freyr segir að með þróunaráætluninni fáist betra skipulag á þeim þáttum sem snúa að ferðafólki og þörfum ferðaþjónustufyrirtækja.

„Þá erum við að tala um hótelin og aðstöðu fyrir bílaleigur, lagningu einkabíla. Ýmislegt hér hefur verið upp í loft. Við höfum kortlagt hvernig þessu öllu verði betur fyrir komið á svæðinu – þannig að þjónusta við ferðamanninn verði miklu betri. Það þarf að bæta það sem hann þarfnast við komuna og líka sjálfa upplifunina. Þegar ferðamaðurinn tekur bílaleigubíl þarf að verða greiðari leið í burtu en svo þarf að stórbæta almenningssamgöngur. Það blasir við að það verður að gera.“

Nú er stoppistöð Strætó töluverðan spöl frá flugstöðinni – MYND: ÓJ

Þau sem nú ganga út úr flugstöðinni lenda inn á bílastæðum og malbikuðum plönum. Þið viljið bæta upplifun þeirra sem ferðast til og frá flugvellinum.

„Við viljum að ferðamaðurinn uppgötvi hvert hann er kominn – hann lendi ekki í því að ráfa eitthvert. Það hefur verið áhugavert að vinna með erlendum ráðgjöfum sem segja frá því að þeir hafi lent í því að ganga einhverja leið af því að þeir fundu engan leigubíl.“

Núverandi aðstaða flugrúranna – MYND: ÓJ

Það er ekki nægilega vel tekið utan um gesti þegar þeir koma til landsins.

„Það hefur ekki verið nægilegur fókus á því hvað tekur við fyrir utan flugstöðina. Bílaleigurnar eru á einum stað og rúturnar á öðrum. Segja má að það hafi verið eðlilegt að þetta færi í dálítinn graut vegna hraðrar uppbyggingar en það er hægt að laga þetta.“

Anouk Kuitenbrouwer, arkitekt og eigendi KCAP – MYND: ÓJ

Ráðgjafarnir sem Pálmi Freyr nefndi eru starfsmenn alþjóðlegu arkitekta- og skipulagsstofunnar KCAP, sem unnu samkeppni með tillögu sinni um þróun flugvallarsvæðisins. Eigandi stofunnar, Anouk Kuitenbrouwer, arkitekt, ávarpaði kynningarfundinn í Ásbrú og lýsti því hversu spennt hennar fólk hefði verið fyrir þessu verkefni. „Þetta er örugglega eitt metnaðarfyllsta og áhugaverðasta þróunaráætlun og svæði sem við þekkjum til,“ sagði Kuitenbrouwer og bætti við að starfsfólk á 10 stofum í 8 borgum hefðu unnið að verkefninu. Það sem geri þróunaráætlunina einstaka sé hversu snemma í ferlinu hafi verið leitað eftir skipulagsvinnu og hvernig verkið hafi verið unnið í mikilli samvinnu við heimafólk. „Hér er mikið landrými og pláss. Þetta snýst um að einblína á það sem sameinar í stað þess sem sundrar, nota það sem er til staðar eins vel og hægt er, bæði út frá hagrænu sjónarmiði og nýtingu landrýmis.“

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …