Samfélagsmiðlar

Vonast til að minnka kolefnislosun um tíund með sjálfbæru flugvélaeldsneyti

Auður Nanna Baldvinsdóttir forstjóri IðunnarH2, Jón Steinar Garðarsson Mýrdal tæknistjóri IðunnarH2, Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ásdís Ýr Pétursdóttir forstöðumaður samskipta og sjálfbærni hjá Icelandair.

Icelandair og IðunnH2 hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup flugfélagsins á allt að 45 þúsund tonnum á ári af innlendu, sjálfbæru flugvélaeldsneyti frá árinu 2028. Sú notkun myndi jafngilda minnkun útblásturs um allt að 10 prósent úr millilandaflugi Icelandair á ársgrundvelli að því segir í tilkynningu.

Þar segir jafnframt að kolefnishlutlaust rafeldsneyti nýtist til íblöndunar á núverandi flugvélaflota en framboð á þess háttar eldsneyti sé takmarkað á heimvísu.

IðunnH2 vinnur að þróun slíkrar vinnslu í Helguvík til að mæta innlendri eftirspurn en Icelandair hefur sett sér markmið um að draga úr kolefnislosun um helming á hvern tonnkílómetra fyrir árið 2030 miðað við árið 2019 og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í takti við alþjóðleg markmið flugiðnaðarins.

„Framleiðsluaðferðin sem IðunnH2 mun nýta í Helguvík sameinar grænt vetni og endurunnið koldíoxíð. Með endurvinnslu koldíoxíðs helst magn þess í andrúmsloftinu óbreytt en eykst ekki eins og við framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis. Framleiðsluaðferðin er ekki ný en hefur hingað til verið notuð í smærri framleiðslueiningum. Ísland er talið eitt hagkvæmasta svæði Evrópu fyrir slíka flugvélaeldsneytisvinnslu og myndi framleiðslan styðja við markmið stjórnvalda um orkuskipti og nýsköpun og ýta undir sjálfbæran orkubúskap,“ segir í tilkynningu.

„Það er ánægjulegt að fá Icelandair til liðs við okkur til að stuðla að innlendri framleiðslu á sjálfbæru flugvélaeldsneyti. Verkefni okkar í Helguvík leiðir til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda, eykur orkuöryggi og hagsæld, og styður við nærsamfélagið í núverandi mynd. Við höfum unnið ötullega síðustu misseri við að draga hagaðila að borðinu til að meta kosti þess að reisa slíka verksmiðju hér og fögnum því að okkar stærsta flugfélag sé tilbúið að stíga fram og styðja við áformin. Það er erfitt að ofmeta hvað djörf skref nú geta skipt sköpum fyrir íslenskt kolefnishlutleysi til framtíðar, en IðunnH2 vill nýta íslenskt hugvit til að breyta okkar langtímastöðu sem innflutningsþjóð á eldsneyti. Þessi viljayfirlýsing er mikilvægt skref í átt að þeirri vegferð,“ segir Auður Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri IðunnarH2.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …