Samfélagsmiðlar

Vonast til að minnka kolefnislosun um tíund með sjálfbæru flugvélaeldsneyti

Auður Nanna Baldvinsdóttir forstjóri IðunnarH2, Jón Steinar Garðarsson Mýrdal tæknistjóri IðunnarH2, Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ásdís Ýr Pétursdóttir forstöðumaður samskipta og sjálfbærni hjá Icelandair.

Icelandair og IðunnH2 hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup flugfélagsins á allt að 45 þúsund tonnum á ári af innlendu, sjálfbæru flugvélaeldsneyti frá árinu 2028. Sú notkun myndi jafngilda minnkun útblásturs um allt að 10 prósent úr millilandaflugi Icelandair á ársgrundvelli að því segir í tilkynningu.

Þar segir jafnframt að kolefnishlutlaust rafeldsneyti nýtist til íblöndunar á núverandi flugvélaflota en framboð á þess háttar eldsneyti sé takmarkað á heimvísu.

IðunnH2 vinnur að þróun slíkrar vinnslu í Helguvík til að mæta innlendri eftirspurn en Icelandair hefur sett sér markmið um að draga úr kolefnislosun um helming á hvern tonnkílómetra fyrir árið 2030 miðað við árið 2019 og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í takti við alþjóðleg markmið flugiðnaðarins.

„Framleiðsluaðferðin sem IðunnH2 mun nýta í Helguvík sameinar grænt vetni og endurunnið koldíoxíð. Með endurvinnslu koldíoxíðs helst magn þess í andrúmsloftinu óbreytt en eykst ekki eins og við framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis. Framleiðsluaðferðin er ekki ný en hefur hingað til verið notuð í smærri framleiðslueiningum. Ísland er talið eitt hagkvæmasta svæði Evrópu fyrir slíka flugvélaeldsneytisvinnslu og myndi framleiðslan styðja við markmið stjórnvalda um orkuskipti og nýsköpun og ýta undir sjálfbæran orkubúskap,“ segir í tilkynningu.

„Það er ánægjulegt að fá Icelandair til liðs við okkur til að stuðla að innlendri framleiðslu á sjálfbæru flugvélaeldsneyti. Verkefni okkar í Helguvík leiðir til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda, eykur orkuöryggi og hagsæld, og styður við nærsamfélagið í núverandi mynd. Við höfum unnið ötullega síðustu misseri við að draga hagaðila að borðinu til að meta kosti þess að reisa slíka verksmiðju hér og fögnum því að okkar stærsta flugfélag sé tilbúið að stíga fram og styðja við áformin. Það er erfitt að ofmeta hvað djörf skref nú geta skipt sköpum fyrir íslenskt kolefnishlutleysi til framtíðar, en IðunnH2 vill nýta íslenskt hugvit til að breyta okkar langtímastöðu sem innflutningsþjóð á eldsneyti. Þessi viljayfirlýsing er mikilvægt skref í átt að þeirri vegferð,“ segir Auður Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri IðunnarH2.

Nýtt efni

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …