Samfélagsmiðlar

Taka í notkun rafdrifnar hópbifreiðar

Rafdrifin hópbifreið sem tengja mun BSÍ við hótelin í miðborg Reykjavíkur.

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, vinna að undirbúningi að orkuskiptum í reksti sínum með innleiðingu rafdrifinna hópbifreiða í sinn flota. Á síðasta ári tók félagið í notkun rafdrifna hópbifreið sem sér um akstur viðskiptavina frá Keflavíkurflugvelli að nálægum bílaleigum.

Þar á meðal að bílaleigunni Enterprise-Rent-A-Car sem Kynnisferðir reka en þar geta viðskiptavinir nú leigt Tesla rafbíla því tíu slíkir voru teknir í notkun fyrr á árinu. Þeir eru sérstaklega ætlaðir í leigu til ferðamanna en til að auðvelda þeim hópi ferðalagið um landið á rafbílum eru í boði sérstakir “Self-drive” pakkar þar sem viðskiptavinir fá tilbúna dagskrá fyrir ferðalagið sitt og þar kemur fram hvað þau geti gert á hverjum degi og hvar hægt sé að hlaða bílinn í ferðalaginu.

Rafrúta sem nýtt er til að keyra milli Leifsstöðvar og bílaleigusvæðis. Mynd: Icelandia

Kynnisferðir eiga einnig fyrirtækið Garðaklett ehf. sem sérhæfir sig í rekstri dráttarbíla. Í síðasta mánuði fékk félagið afhentan einn af fyrstu rafdrifnu dráttarbílunum sem komu til landsins og er bíllinn þegar farinn að draga gáma fyrir Eimskip á höfuðborgarsvæðinu. Innflytjendur geta þar með lækkað kolefnissport sitt með þessari nýjung. 

Loks hafa Kynnisferðir fest kaup á tveimur rafdrifnum hópbifreiðum sem munu sinna akstri frá BSÍ og til hótela í miðborginni. Samhliða þessu verður sett upp hraðhleðslustöð á BSÍ fyrir vagnana. Ef bílarnir reynast vel er stefnt að fjölgun þeirra að því segir í tilkynningu. En markmið Kynnisferða er að yfir 80 prósent af þeim bílum sem sinna þessari keyrslu verði orðnir rafdrifnir fyrir lok næsta árs.

„Við höfum séð mjög hraða þróun á undanförnum árum í rafdrifnum fólksbílum. Með nýrri tækni í rafhlöðum sjáum við nú einnig hraða þróun í stærri bílum. Drægni stærri bíla fara bráðlega að nálgast það sem við sjáum í fólksbílum og því er þetta loksins að verða raunverulegu kostur, segir Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, í tilkynningu.

Björn bætir því við að innviðir hér á landi eigi enn mjög langt í land og litlir hvatar hafi verið í boði frá stjórnvöldum fyrir þá sem fjárfesta í rafknúnum ökutækjum þó eitthvað sé að rofa til í þeim málum að hans mati.

„Þessir bílar eru rúmlega tvöfalt dýrari en sambærilegir dísilbílar. Rafmagnstæknin á einnig eftir að sjást í öðrum tækjum eins og fjórhjólum og vélsleðum. Við fylgjumst náið með þessari þróun og ætlum við okkur að vera í fararbroddi í orkuskiptum hvort sem kemur að bílum eða ökutækjum í afþreyingu.“

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …