Samfélagsmiðlar

Ríkasta eina prósentið er með stærra kolefnisspor en tveir þriðju hlutar mannkyns

Þau ofurríku voru ábyrg fyrir um 16 prósentum af kolefnislosun ársins 2019. Hjálparsamtökin Oxfam segir að það hlutfall dugi til að valda dauða 1,3 milljóna manna vegna hita. Skýrsla samtakanna er birt í aðdraganda COP28 í Dúbæ.

Fundarstaður COP28 í Dúbæ

Skýrsla samtakanna er birt í aðdraganda Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í Dúbæ í Sameinuðu arabísku furstadæmunum,. og hefur vakið töluverða athygli. Vafalaust eiga einhverjir eftir að draga í efa þá aðferðafræði sem beitt beitt er og þá ekki síður þær ályktanir sem dregnar eru af niðurstöðum.

COP28 hefst 30.nóvember og stendur til 12. desember.

Megin niðurstöður skýrslu Oxfam eru sláandi – og umhugsunarverðar: 

  • 77 milljónir ofurríkra, tekjuhæsta eina prósentið, voru ábyrgir fyrir 16 prósentum af allri neyslutengdri kolefnislosun árið 2019, sem er meira en svarar til allrar losunar frá bílum í heiminum. Ríkustu 10 prósentin voru ábyrg fyrir 50 prósentum af losuninni.
  • Það tæki um 1.500 ár fyrir einhvern þeirra sem telst til hinna 99 prósentanna að losa jafn mikið og einn milljarðamæringur í eins-prósents-hópnum gerir á einu ári. 
  • Frá 1990 hefur ríkasta eina prósentið losað tvisvar sinnum meira af kolefni en fátækari helmingur jarðarbúa. 
  • Kolefnislosun ríkasta eina prósentsins stefnir í að verða 22 sinnum meiri en samrýmanleg er markmiðum um að hitastig hækki ekki meira en um 1,5 gráður fyrir 2030, eins og kveður á um í Parísarsamkomulaginu. Öfugt við þetta, þá stefnir í að losun fátækari helmings jarðarbúa verði hlutfallslega aðeins fimmtungur af þeirri losun sem una má við til að tryggja að hlýnun fari ekki fram úr 1,5 gráðu viðmiðinu.  
  • Árleg kolefnislosun ríkasta eina prósentsins gerir að engu umhverfislegan ávinning af vistvænni orkuöflun með nærri einni milljón vindmylla. 
  • Fórnarlömb flóða eru sjö sinnum fleiri í löndum þar sem ójafnrétti er mest heldur en þar sem tyekjur eru jafnari. 

Einhver gæti freistast til að gera lítið úr þessum niðurstöðum í ljósi þess hver birtir þær. Orðspor Oxfam er auðvitað laskað eftir hneykslismál síðari ára, þar sem flett var ofan af kynferðisbrotum starfsmanna samtakanna gagnvart skjólstæðingum í neyð á Haití og víðar. Margir stjórnendur og ábyrgðaraðilar voru látnir fjúka og unnið var að ýmsum endurbótum til að reisa við nafn þessara víðfeðmu hjálparsamtaka.

Ljót saga um misbeitingu valds, kynferðisofbeldi, yfirhylmingu og spillingu hindraði hinsvegar ekki marga virta fjölmiðla að birta niðurstöður þessarar skýrslu Oxfam um kolefnislosun og ábyrgð ríka fólksins á henni. Nægir þar að nefna The Guardian, Le Monde, Washington Post og CNBC. Þessir fjölmiðlar og aðrir hafa birt og lagt út af þessum niðurstöðum og þær eru vissulega umhugsunarverðar í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP28 í Dúbæ. Þar er nóg af milljarðamæringum sem skilja eftir sig risastórt vistspor. Það á eftir að koma í ljós hvort olíufurstar og aðrir ofurríkir taki skilaboðin til sín.

Forseti COP28, Ahmed Al Jaber, tækni- og iðnaðarráðherra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum – MYND: COP28 UAE

Í skýrslunni er byggt á rannsóknum sænsku umhverfismálastofnunarinnar SEI (Stockholm Environment Institute). Sérfræðingar SEI hafa áætlað neyslutengda losun ólíkra tekjuhópa fólks í heiminum og leiðir sú athugun í ljós gríðarlegan mun á vistspori þeirra ofurríku – og allra hinna. Lífsstíll hinna ofurríku felur í sér ferðalög í einkaþotum og þyrlum – en líka fjárfestingar í starfsemi sem ábyrg er fyrir stærstum hluta þeirrar kolefnislosunar sem stuðlar að loftslagsbreytingum. 

Ráðstefnugestir á COP28 eru hvattir til að nota „almenningssamgöngur“ – MYND: COP28 UAE

Rannsókn SEI sýnir líka hversu misjafnlega loftslagsbreytingar leika ólíka hópa fólks. Þau sem búa við fátækt, konur sérstaklega, frumbyggjar, og samfélög sem nánast engri losun skila, verða verst úti og hafa fæst ráð til að bregðast við ytri ógnum – eða að ná sér aftur á strik eftir umhverfisáföll.  

Með hlýnandi andrúmslofti blasir við að dauðsföllum mun fjölga mjög vegna ofurhitans – sérstaklega í fátækari löndum heims. Í skýrslunni kemur fram að óhófleg losun ríka eina prósentsins muni hafa í för með sér að 1,3 milljónir manna látist af völdum hita á þessum áratug, eða sem svarar íbúafjöldanum í Dublin. 

Nú er spurningin hvort ráðandi öflum í heiminum tekst á elleftu stundu að gera jörðina lífvænlegri fyrir 99 prósent jarðarbúa – og þá vonandi að einhverju leyti á kostnað eina prósentsins ofurríka.

Kona og barn sem tilheyra 99 prósentum jarðarbúa gróðursetja – MYND: COP28 UAE

Nýtt efni

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …