Samfélagsmiðlar

Breyta áætluninni svo verkföll „eyðileggi ekki jólin“ fyrir farþegum

Play hefur líkt og Icelandair gerir breytingar á flugáætlun næstu viku vegna komandi verkfalla flugumferðarstjóra.

Flugstjórnarmiðstöð Isavia ANS

Flugstjórnarmiðstöð Isavia ANS. MYND: ISAVIA

Flugfélagið Play þarf að gera tímabundnar breytingar á tengileiðakerfi sínu vegna verkfalla flugumferðarstjóra á mánudag og miðvikudag í næstu viku. Langflestar komur og brottfarir íslensku flugfélaganna eru á þeim tíma sem aðgerðir flugumferðarstjóra standa yfir.

Play þarf því að að seinka komum á Norður Ameríku-flugi félagsins til Íslands um sex tíma eða til klukkan 10 á mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Sömuleiðis munu brottfarir til evrópskra borga seinka um sex klukkustundir á mánudag, þriðjudag og miðvikudag.  Farþegar sem eiga bókaða ferð með flugfélaginu á fimmtudag gætu orðið fyrir minniháttar röskunum meðan leiðakerfið er rétt aftur við að því segir í tilkynningu.

„Starfsfólk Play hefur unnið hörðum höndum að því að finna leiðir til að farþegar okkar verði fyrir sem minnstu raski af völdum vinnustöðvunar flugumferðastjóra. Okkar frábæra teymi fagfólks hefur nú fundið lausn svo að langflestir farþegar Play komist á sinn áfangastað í næstu viku, þó að vissulega verði um að ræða einhverjar tafir og raskanir. Það að breyta flugtímum, fá nýjar lendingarheimildir og stilla leiðarkerfi upp á nýtt á svo skömmum tíma, og það rétt fyrir jól, er algjört afrek og ég vil þakka öllu mínu frábæra samstarfsfólki, öllum okkar samstarfsaðilum og flugvöllum víða um heim sem hafa fært himin og jörð til að þessar aðgerðir eyðileggi ekki jólin fyrir okkar farþegum og allir komist á leiðarenda fyrir hátíðarnar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play í tilkynningu.

Hann bætir því við að flugrekstur og ferðaþjónusta hér á landi hafi „fengið þungt högg á eftirspurn“ í kjölfar jarðhræringanna á Reykjanesi og nú verður önnur meirihátttar truflun á einu stærsta ferðatímabili ársins í aðdraganda jóla.

„Kostnaðurinn sem fellur á flugrekendur og ferðaþjónustuna er mjög mikill og tekjutap þjóðarbúsins er gríðarlegt í formi færri ferðamanna. Mjög margir ferðalangar sitja einnig uppi með sárt ennið vegna allskyns kostnaðar sem fellur á þá vegna þessara aðgerða og það verður að teljast mjög ósanngjarnt enda eru allir ofangreindir aðilar ekki aðilar að þessari deilu.“

Við teljum að með þessum breytingum á leiðarkerfi okkar náum við að lágmarka þann fjárhagslega skaða sem PLAY verður fyrir vegna þessara aðgerða og, það sem meiru máli skiptir, að farþegar PLAY komist allir á áfangastaði sína fyrir jólin.“

Nýtt efni

Árið 1952 kom út bók á Ítalíu sem bar þann fallega titil Allir okkar liðnu dagar. Í rauninni heitir bókin á ítalska frummálinu Tutti i nostri ieri, sem í beinni þýðingu væri: Allir okkar gærdagar. Bókin sem var skrifuð af ítalska rithöfundinum Natalia Ginzburg var meira eða minna gleymd af heiminum. Árið 2023 gekk bókin skyndilega og …

Amalfiströndin eða Costiera Amalfitana í Campania-héraði er talin meðal mest heillandi ferðamannaslóða Ítalíu. Ströndin snýr að Salernoflóa og Tyrrenahafi, litríkir bæirnir kúra undir bröttum hlíðum Sorrentine-skaga og hafa laðað til sín gesti víða að frá 18. öld, fyrst fína fólkið en síðan fjölbreyttari mannflóru. Yfirvöld vilja fá enn fleiri gesti og unnið er að því …

„Lítil umferð kemur sér vel. En ef bílum fjölgar mikið þá verður þetta verra því vegirnir eru ekki hannaðir fyrir bæði bíla og hjól,“ segir Tyler Wacker hjá fyrirtækinu „Cycling Westfjords“ á Ísafirði, sem bæði býður upp á þjónustu fyrir hjólreiðafólk og heldur úti „Arna Westfjords Way Challenge“, 960 kílómetra hjólreiðakeppni eftir Vestfjarðaleiðinni svokallaðri. „En …

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …