Samfélagsmiðlar

„Ég er eiginlega orðlaus!“ Næsti íslenski nóbelsverðlaunahafinn?

„Nú er svo komið að aðeins einn miðill hefur afgerandi áhrif á sölu bóka fyrir jól og það er sjónvarpsþátturinn Kiljan undir stjórn Egils Helgasonar. Á tveimur mínútum getur skáldsaga annaðhvort dáið með öllu eða fengið nýtt líf," segir Snæbjörn Arngrímsson í frásögn af viðbrögðum við lofsamlegum dómum um DJ Bamba.

Ingibjörg Iða Auðunardóttir, gagnrýnandi í Kiljunni - MYND: Kiljan/RÚV

Íslenskur bókamarkaður hefur nokkra sérstöðu á heimsvísu þar sem um það bil 80 prósent af allri bóksölu fer fram á þrjátíu dögum; frá 24. nóvember til 24 desember. Þetta hefur sína kosti og sína galla. Mikil bókastemmning getur skapast fyrir jólin þar sem þorri almennings verður var við bókaiðnaðinn; bókaauglýsingar eru áberandi, rithöfundar keppast við að vekja athygli á bókum sínum á samfélagsmiðlum, vinnustaðir og bókasöfn skipuleggja upplestra úr nýjum bókum. Þessi óvenjulegu læti í kringum bóksöluna vekja meira að segja athygli út fyrir landssteinana. Bandaríkjamenn hafa til dæmis uppgötvað orðið „jólabókaflóð“ og nota það sjálfir svo óspart að sjónvarpsstöðin CNN hafði samband við formann íslenskra bókaútgefanda í vikunni til að fá nánari skýringar á þessu fyrirbæri.

Þessi stutti sölutími bóka gerir það að verkum að margar bækur týnast gersamlega í flóðinu, fara á bólakaf og koma aldrei upp á yfirborðið, höfundinum til sárrar gremju. Íslenskir útgefendur verða því að vera á tánum og nota milljónir í auglýsingar til að vekja athygli á bókum sínum og halda á lofti þeim verkum sem þeir telja sig geta selt bókaþjóðinni.

Mun minna fer fyrir bókmenntagagnrýni hin síðari ár, dagblöðum fækkar og plássið sem fjölmiðlar gefa bókadómum verður nokkuð minna. Eins hefur þeim ritdómurum sem hafa veruleg áhrif og þyngd fækkað. Nú er svo komið að aðeins einn miðill hefur afgerandi áhrif á sölu bóka fyrir jól og það er sjónvarpsþátturinn Kiljan undir stjórn Egils Helgasonar. Á tveimur mínútum getur skáldsaga annaðhvort dáið með öllu eða fengið nýtt líf. Á þessum stutta tíma sem Kilju-gagnrýnendurnir hafa til að koma boðskap sínum á framfæri er eins gott fyrir þá að vera afgerandi í framsetningu sinni og helst koma með staðhæfingar sem vekja áhorfendur upp frá blundi sínum í sjónvarpssófanum.

Auður Ava Ólafsdóttir – MYND: Benedikt bókaútgáfa

Í Kiljuþættinum á miðvikudaginn var bók Auðar Övu Ólafsdóttur, DJ Bambi,  tekin fyrir. Gengi bókarinnar hefur verið mjög gott enda Auður Ava vinsæll höfundur. Sala nýju skáldsögunnar hefur þó verið nokkuð minni en á síðustu bókum höfundar. Til dæmis var bókin öllum að óvörum ekki inni á síðasta heildarbóksölulista FÍBÚT sem er sá víðtækasti af öllum sölulistum sem birtast. Veltu áhugamenn um bókamarkaðinn  fyrir sér hvað gæti orsakað þetta hik í sölu bókarinnar. Sumir nefndu að titilinn DJ Bambi væri of óvenjulegur, aðrir töldu að óvenju skammt liði á milli útgáfu bóka Auðar í þetta sinn (eitt ár í stað tveggja) og þriðji hópurinn taldi að kannski truflaði viðfangsefni sögunnar bókakaupendur. Annar ritdómarinn í Kiljunni  Ingibjörg Iða Auðunardóttir, orðaði þessar efasemdir svo: „ …en maður er samt með varnagla þegar Auður Ava fer að skrifa bók um transkonu.“

En hrifningin fór ekki á milli mála. „Ég er eiginlega orðlaus,“ sagði gagnrýnandinn Ingibjörg Iða og menningarblaðamaðurinn Kolbrún Bergþórsdóttir bætti um betur. „Þetta er algjörlega frábær skáldsaga … meistaraverk.“ Og það var ekki nóg að kalla bókina meistaraverk heldur spilaði  Kolbrún Bergþórsdóttir út sínu hæsta trompi í ár og benti á að Auður Ava Ólafsdóttir ætti að verða næsti Nóbels-verðlaunahöfundur Íslendinga.

Áhrifin létu ekki á sér standa. Strax daginn eftir útsendingu Kiljunnar var nánast gert áhlaup á bókabúðir landsins. Bókaunnendur streymdu að bóksölustöðum til að kaupa DJ Bamba-bók Auðar Övu Ólafsdóttur og áttu starfsmenn bókabúða fullt í fangi með að bæta á stæður bókarinnar á búðarborðunum. „Ég hef sjaldan lent í öðru eins,“ sagði starfsmaður Eymundsson með jólasveinahúfu á kollinum sem var að fylla á bókastæðurnar þegar blaðamann FF7 bar að garði. „Það eru bara allir að kaupa bókina hennar Auðar Övu. Fólk kemur  inn í búðina og án þess að líta til hægri eða vinstri, stormar það að bókaborðinu til að finna þessa bók, DJ Bamba, og svo beint að búðarkassanum til að borga uppsett verð. Það er ekkert hik. Það er bara DJ Bambi sem fólk vill næla sér í.“

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …