Samfélagsmiðlar

Næturlestin gengur á ný á milli Berlínar og Parísar

Fyrstu 14 tíma áætlunarferð endurvakinnar næturlestar á milli höfuðborga Þýskalands og Frakklands lauk í París í gær. Til að byrja með verða farnar þrjár ferðir í viku frá Berlín til Parísar en frá næsta hausti verða daglegar ferðir.

Það er austurríska ÖBB sem starfrækir næturlestina í samstarfi við franska SNCF og Deutsche Bahn - MYND: OÖBB

Vaxandi þrýstingur hefur verið á ríkisstjórnir í Evrópu að stuðla að bættum lestarsamgöngum, ekki síst á næturna, á milli höfuðborga álfunnar og bregðast þannig við ákalli um að dregið sé úr flugi og meðfylgjandi loftmengun. Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar til að örva lestarsamgöngur í álfunni. Mikilvægt skref í þessum efnum er að bjóða upp á slíkar ferðir að nýju á nóttunni milli Berlínar og Parísar. Á brautarpallinum í Berlín á mánudagskvöld var fjöldi ráðamanna frá báðum löndum mættur til að fagna jómfrúarferðinni.

Níu ár eru síðan næturlestarferðir á milli Berlínar og Parísar lögðust af. Ekki var talinn rekstrargrundvöllur fyrir þeim í samkeppni við ódýrar flugferðir. Það hefur ekki breyst en endurvakinn er viljinn til að veita meiri opinberan stuðning – niðurgreiða reksturinn.

„Nýtt skeið í nætursamgöngum er hafið,“ sagði þýski samgönguráðherrann Volker Wessing á brautarpallinum á aðalbrautarstöðinni í Berlín á mánudagkvöld. Lestin lagði af stað 10 mínútum á eftir áætlun klukkan 20.28 að staðartíma og renndi í hlað á Gare de L´Est-stöðinni í París klukkan 10.39 í gærmorgun – 15 mínútum á eftir áætlun. Franski samgönguráðherrann Clement Beune fór með lestinni og sagði að ferðin hefði verið „stórkostleg“ og bætti við: „Þessi tenging á milli Berlínar og Parísar er tákn fyrir það sem við þurfum á að halda í dag. Við þurfum fleiri jákvæð og umhverfisvæn evrópsk verkefni.“

Engin daglest gengur sem stendur beint og óslitið á milli Parísar og Berlínar en ef farþegar láta sig hafa það að skipta einu sinni um lest þá komast þeir þessa leið á tæpum átta og hálfum tíma. Vonir eru bundnar við að næturlestarferðirnar verði vinsælar. Lestir ÖBB fara þrisvar á viku milli höfuðborga Frakklands og Þýskalands en frá október á næsta ári er stefnt að því að slík ferð verði í boði daglega.

Farþegar geta valið á milli venjulegra sæta, vagna með sex kojurúmum eða sérstakra einkavagna sem rúmum fyrir einn til þrjá farþega. Lægsta miðaverð er aðeins tæplega 30 evrur (ISK 4.400) og vonast menn til að þetta lága verð örvi áhuga á lestarferðunum.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …