Samfélagsmiðlar

Næturlestin gengur á ný á milli Berlínar og Parísar

Fyrstu 14 tíma áætlunarferð endurvakinnar næturlestar á milli höfuðborga Þýskalands og Frakklands lauk í París í gær. Til að byrja með verða farnar þrjár ferðir í viku frá Berlín til Parísar en frá næsta hausti verða daglegar ferðir.

Það er austurríska ÖBB sem starfrækir næturlestina í samstarfi við franska SNCF og Deutsche Bahn - MYND: OÖBB

Vaxandi þrýstingur hefur verið á ríkisstjórnir í Evrópu að stuðla að bættum lestarsamgöngum, ekki síst á næturna, á milli höfuðborga álfunnar og bregðast þannig við ákalli um að dregið sé úr flugi og meðfylgjandi loftmengun. Ráðist hefur verið í miklar fjárfestingar til að örva lestarsamgöngur í álfunni. Mikilvægt skref í þessum efnum er að bjóða upp á slíkar ferðir að nýju á nóttunni milli Berlínar og Parísar. Á brautarpallinum í Berlín á mánudagskvöld var fjöldi ráðamanna frá báðum löndum mættur til að fagna jómfrúarferðinni.

Níu ár eru síðan næturlestarferðir á milli Berlínar og Parísar lögðust af. Ekki var talinn rekstrargrundvöllur fyrir þeim í samkeppni við ódýrar flugferðir. Það hefur ekki breyst en endurvakinn er viljinn til að veita meiri opinberan stuðning – niðurgreiða reksturinn.

„Nýtt skeið í nætursamgöngum er hafið,“ sagði þýski samgönguráðherrann Volker Wessing á brautarpallinum á aðalbrautarstöðinni í Berlín á mánudagkvöld. Lestin lagði af stað 10 mínútum á eftir áætlun klukkan 20.28 að staðartíma og renndi í hlað á Gare de L´Est-stöðinni í París klukkan 10.39 í gærmorgun – 15 mínútum á eftir áætlun. Franski samgönguráðherrann Clement Beune fór með lestinni og sagði að ferðin hefði verið „stórkostleg“ og bætti við: „Þessi tenging á milli Berlínar og Parísar er tákn fyrir það sem við þurfum á að halda í dag. Við þurfum fleiri jákvæð og umhverfisvæn evrópsk verkefni.“

Engin daglest gengur sem stendur beint og óslitið á milli Parísar og Berlínar en ef farþegar láta sig hafa það að skipta einu sinni um lest þá komast þeir þessa leið á tæpum átta og hálfum tíma. Vonir eru bundnar við að næturlestarferðirnar verði vinsælar. Lestir ÖBB fara þrisvar á viku milli höfuðborga Frakklands og Þýskalands en frá október á næsta ári er stefnt að því að slík ferð verði í boði daglega.

Farþegar geta valið á milli venjulegra sæta, vagna með sex kojurúmum eða sérstakra einkavagna sem rúmum fyrir einn til þrjá farþega. Lægsta miðaverð er aðeins tæplega 30 evrur (ISK 4.400) og vonast menn til að þetta lága verð örvi áhuga á lestarferðunum.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …