Samfélagsmiðlar

Nýliði ársins

Valskan á jólahlaðborði - MYND: ÓJ

Ýmislegt hefur komið bókaáhugamönnum skemmtilega á óvart í yfirstandandi bókaflóði og má nefna mikinn sigur Bjarts-Veraldar á metsölulistum landsmanna. Fjórar bækur útgáfufyrirtækisins  (Frýs í æðum blóð, Yrsa Sigurðardóttir, Snjór í Paradís, Ólafur Jóhann Ólafsson, Hvítalogn, Ragnar Jónasson og Heim fyrir myrkur, Eva Björg Ægisdóttir) eru í efstu sex sætum skáldverkalistans.  Sigurganga Eiríks Arnar Norðdahl með Náttúrulögmálin hefur vakið athygli, einnig árangur bókaforlagsins Benedikts í bóksalaverðlaununum (allar tilnefndar bækur í skáldsagnaflokknum koma frá Benedikt: Duft, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Deus, Sigríður Hagalín og DJ Bambi, Auður Ava Ólafsdóttir).  En kannski er allra athyglisverðast að fylgjast með nýliðanum á skáldsagnabrautinni, Nönnu Rögnvaldardóttur. Bók hennar, Valska,  hefur vakið sterk viðbrögð lesenda og fjölmiðla.

Strax í byrjun október var tóninn sleginn; bókin Valska kom út á undan flestum öðrum jólabókum og fjölmiðlar brugðust hratt við. Nanna og bók hennar urðu strax áberandi og vakti það aðdáun með hversu öflugum hætti höfundurinn kom bókinni á kortið. Í  skáldsögunni skrifar Nanna um ævintýralegt lífshlaup formóður sinnar, Valgerðar Skaftadóttur, konu sem lifði móðuharðindin og var um margt langt á undan sinni samtíð. Bókin fékk ekki bara fína kynningu heldur voru ritdómarar á einu máli um að Nanna væri sérlega vel ritfær og bókin athyglisverð.

Nanna Rögnvaldardóttir – MYND: Forlagið/Gassi

Nanna hefur unnið með bækur í  þrjátíu og sex ár; sem ritstjóri og matreiðslubókahöfundur en að eigin sögn hefur hún aldrei gengið með skáldsagnadrauma í maganum. Þegar Nanna byrjaði að vinna að bókinni ætlaði hún að skrifa hefðbundna ævisögu um formóður sína  en sá fljótlega að bókin yrði mun skemmtilegri ef hún nýtti sér frekar aðferðir skáldskaparins. Sagan þykir æði krassandi, sorgleg en líka spennandi. Sjálfur hefur höfundur í gamni kallað bókina torfbæjarerótík.

„Sjálfur hefur höfundur í gamni kallað bókina torfbæjarrómantík“ – MYND: ÓJ

Til marks um mikinn fjölmiðlaþokka Nönnu mátti í byrjun desember lesa óvenjulega frétt í Morgunblaðinu þar sem sagt frá því í löngu máli að búið væri að panta annað upplag af Völsku hjá útlendum prentara bókarinnar. Hingað til hefur ekki þótt sérlega fréttnæmt að fyrsta upplag bókar sé uppselt í desember og ákveðið að prenta aftur. Hvert ár eru margar jólabækur prentaðar í fleiri en einu upplagi jól án þess að það þyki fréttnæmt.

Fyrsta bókin í Harry Potter bókaflokknum var til dæmis prentuð átta sinnum í desember án þess að fjölmiðlar landsins tækju eftir því. Sennilega er þetta í fyrsta sinn sem Morgunblaðið hefur ákveðið að skrifa sérstaka frétt um annað prentupplag skáldsögu fyrir jól. Hvort það var menningarfréttamaður Morgunblaðsins, Kolbrún Bergþórsdóttir, sem var svo upprifin yfir nýliðanum á skáldsagnamarkaðinum og þessari ákvörðun framleiðsludeildar Forlagsins að prenta aftur eða hvort fréttatilkynning útgefandans var svo krassandi að ekki var annað hægt en að birta hana er ekki vitað. Skrif Morgunblaðsins um annað upplag Völsku vakti að minnsta kosti nokkra gleði hjá bókaunnendum landsins.

Nanna hefur nefnt það í fjölmiðlaviðtölum að hún sé þegar farin að huga að næstu skáldsögu enda sé hún dellukona. Þegar hún fái áhuga fyrir einhverju fari hún á bólakaf í viðfangsefni áhuga síns. Í þetta sinn er það skáldsagnagerð.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …