Samfélagsmiðlar

Nýliði ársins

Valskan á jólahlaðborði - MYND: ÓJ

Ýmislegt hefur komið bókaáhugamönnum skemmtilega á óvart í yfirstandandi bókaflóði og má nefna mikinn sigur Bjarts-Veraldar á metsölulistum landsmanna. Fjórar bækur útgáfufyrirtækisins  (Frýs í æðum blóð, Yrsa Sigurðardóttir, Snjór í Paradís, Ólafur Jóhann Ólafsson, Hvítalogn, Ragnar Jónasson og Heim fyrir myrkur, Eva Björg Ægisdóttir) eru í efstu sex sætum skáldverkalistans.  Sigurganga Eiríks Arnar Norðdahl með Náttúrulögmálin hefur vakið athygli, einnig árangur bókaforlagsins Benedikts í bóksalaverðlaununum (allar tilnefndar bækur í skáldsagnaflokknum koma frá Benedikt: Duft, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, Deus, Sigríður Hagalín og DJ Bambi, Auður Ava Ólafsdóttir).  En kannski er allra athyglisverðast að fylgjast með nýliðanum á skáldsagnabrautinni, Nönnu Rögnvaldardóttur. Bók hennar, Valska,  hefur vakið sterk viðbrögð lesenda og fjölmiðla.

Strax í byrjun október var tóninn sleginn; bókin Valska kom út á undan flestum öðrum jólabókum og fjölmiðlar brugðust hratt við. Nanna og bók hennar urðu strax áberandi og vakti það aðdáun með hversu öflugum hætti höfundurinn kom bókinni á kortið. Í  skáldsögunni skrifar Nanna um ævintýralegt lífshlaup formóður sinnar, Valgerðar Skaftadóttur, konu sem lifði móðuharðindin og var um margt langt á undan sinni samtíð. Bókin fékk ekki bara fína kynningu heldur voru ritdómarar á einu máli um að Nanna væri sérlega vel ritfær og bókin athyglisverð.

Nanna Rögnvaldardóttir – MYND: Forlagið/Gassi

Nanna hefur unnið með bækur í  þrjátíu og sex ár; sem ritstjóri og matreiðslubókahöfundur en að eigin sögn hefur hún aldrei gengið með skáldsagnadrauma í maganum. Þegar Nanna byrjaði að vinna að bókinni ætlaði hún að skrifa hefðbundna ævisögu um formóður sína  en sá fljótlega að bókin yrði mun skemmtilegri ef hún nýtti sér frekar aðferðir skáldskaparins. Sagan þykir æði krassandi, sorgleg en líka spennandi. Sjálfur hefur höfundur í gamni kallað bókina torfbæjarerótík.

„Sjálfur hefur höfundur í gamni kallað bókina torfbæjarrómantík“ – MYND: ÓJ

Til marks um mikinn fjölmiðlaþokka Nönnu mátti í byrjun desember lesa óvenjulega frétt í Morgunblaðinu þar sem sagt frá því í löngu máli að búið væri að panta annað upplag af Völsku hjá útlendum prentara bókarinnar. Hingað til hefur ekki þótt sérlega fréttnæmt að fyrsta upplag bókar sé uppselt í desember og ákveðið að prenta aftur. Hvert ár eru margar jólabækur prentaðar í fleiri en einu upplagi jól án þess að það þyki fréttnæmt.

Fyrsta bókin í Harry Potter bókaflokknum var til dæmis prentuð átta sinnum í desember án þess að fjölmiðlar landsins tækju eftir því. Sennilega er þetta í fyrsta sinn sem Morgunblaðið hefur ákveðið að skrifa sérstaka frétt um annað prentupplag skáldsögu fyrir jól. Hvort það var menningarfréttamaður Morgunblaðsins, Kolbrún Bergþórsdóttir, sem var svo upprifin yfir nýliðanum á skáldsagnamarkaðinum og þessari ákvörðun framleiðsludeildar Forlagsins að prenta aftur eða hvort fréttatilkynning útgefandans var svo krassandi að ekki var annað hægt en að birta hana er ekki vitað. Skrif Morgunblaðsins um annað upplag Völsku vakti að minnsta kosti nokkra gleði hjá bókaunnendum landsins.

Nanna hefur nefnt það í fjölmiðlaviðtölum að hún sé þegar farin að huga að næstu skáldsögu enda sé hún dellukona. Þegar hún fái áhuga fyrir einhverju fari hún á bólakaf í viðfangsefni áhuga síns. Í þetta sinn er það skáldsagnagerð.

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …