Samfélagsmiðlar

Skammtímaleiga í atvinnuskyni verði ekki leyfð í íbúðarhúsnæði

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, ætlar að leggja til breytingar á reglum um atvinnurekstur í íbúðarhúsnæði.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir á Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar í morgun. MYND: ÓJ

Húsnæðismál Grindvíkinga eru mikið rædd þessa dagana vegna afleiðinga síðasta eldgoss en bærinn verður lokaður um óákveðinn tíma. Stjórnvöld hafa boðað lausnir á húsnæðismálum íbúa bæjarins og beindi FF7 þeirri spurningu til Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, sem fer með málefni ferðaþjónustunnar og Kristúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, hvort til greina komi að takmarka skammtímaleigu til ferðamanna vegna ástandsins.

Um 2.500 íbúðir á suðvesturhorninu voru til leigu hjá Airbnb og álíka miðlurum sl. sumar samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar.

Ferðahópur á Þingvöllum
Af þeim gistinóttum sem útlendingar kaupa hér á landi þá er nærri fimmtungur í heimagistingu. MYND: ÓJ

Formaður Samfylkingarinnar sagði í svari sínu til FF7 að staðan á húsnæðismarkaði væri erfið og leita þyrfti leiða til að tryggja húsnæðisöryggi fólks sem hér býr og starfar. „Á tímum sem þessum hlýtur allt að koma til greina. Nú er staðan sú að margir Grindvíkingar búa í sumarbústöðum, atvinnuhúsnæði, híbýlum vina og vandamanna. Á meðan eru þúsundir íbúða teknar frá fyrir skammtímaleigu ferðamanna, jafnvel allan ársins hring,“ svaraði Kristrún og bætti við að Samfylkingin væri til í samtal um herða reglur um heimagistingu eins og farið var yfir hér í gær.

Í svari menningar- og viðskiptaráðuneytis segir að ráðherra telji mjög brýnt að leysa húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst með fjölbreyttum úrræðum til viðbótar við það sem þegar hefur verið gert í þeim efnum. Málefni heimagistingar og skammtímaleigu hafi verið til skoðunar í ráðuneytinu nú síðast vegna stöðu mála í Grindavík en áður í tengslum við framboð á húsnæði, kjarasamninga og samkeppnisstöðu á gistimarkaði.

Eingöngu gisting í samþykktu atvinnuhúsnæði en gömlu leyfin gild

Í næsta mánuði er svo von á frumvarpi frá Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um að takmarka úthlutanir á gistileyfum við atvinnuhúsnæði.

„Miðar breytingin að því að binda útgáfu rekstrarleyfis því skilyrði að starfsemin fari fram í samþykktu atvinnuhúsnæði. Slík breyting myndi sjálfkrafa koma í veg fyrir að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi færi fram í íbúðarhúsnæði, þrátt fyrir að skipulag sveitarfélags heimilaði atvinnustarfsemi á umræddu svæði. Önnur ákvæði laganna eru jafnframt til skoðunar í þessu samhengi,“ segir í svari frá ráðuneyti Lilju.

Þar er jafnframt bent á að það myndi leiða til bótaábyrgðar ríkisins ef eldri rekstrarleyfi yrðu skert. Þegar aðstoðarkona ráðherra er spurð hvort það þýði að ekki sé hægt að hrófla við þeim gistirekstri sem núna er í íbúðahúsnæði þá segir í svarinu að meginreglan sé sú að lög hafa ekki afturvirk áhrif.

„Þetta er hins vegar eitt af þeim atriðum sem eru til nánari skoðunar og mun skýrast nánar þegar frumvarpið kemur fram í samráðsgátt stjórnvalda á næstu vikum.“

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …