Samfélagsmiðlar

Skammtímaleiga í atvinnuskyni verði ekki leyfð í íbúðarhúsnæði

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra ferðamála, ætlar að leggja til breytingar á reglum um atvinnurekstur í íbúðarhúsnæði.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir á Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar í morgun. MYND: ÓJ

Húsnæðismál Grindvíkinga eru mikið rædd þessa dagana vegna afleiðinga síðasta eldgoss en bærinn verður lokaður um óákveðinn tíma. Stjórnvöld hafa boðað lausnir á húsnæðismálum íbúa bæjarins og beindi FF7 þeirri spurningu til Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, sem fer með málefni ferðaþjónustunnar og Kristúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, hvort til greina komi að takmarka skammtímaleigu til ferðamanna vegna ástandsins.

Um 2.500 íbúðir á suðvesturhorninu voru til leigu hjá Airbnb og álíka miðlurum sl. sumar samkvæmt Mælaborði ferðaþjónustunnar.

Ferðahópur á Þingvöllum
Af þeim gistinóttum sem útlendingar kaupa hér á landi þá er nærri fimmtungur í heimagistingu. MYND: ÓJ

Formaður Samfylkingarinnar sagði í svari sínu til FF7 að staðan á húsnæðismarkaði væri erfið og leita þyrfti leiða til að tryggja húsnæðisöryggi fólks sem hér býr og starfar. „Á tímum sem þessum hlýtur allt að koma til greina. Nú er staðan sú að margir Grindvíkingar búa í sumarbústöðum, atvinnuhúsnæði, híbýlum vina og vandamanna. Á meðan eru þúsundir íbúða teknar frá fyrir skammtímaleigu ferðamanna, jafnvel allan ársins hring,“ svaraði Kristrún og bætti við að Samfylkingin væri til í samtal um herða reglur um heimagistingu eins og farið var yfir hér í gær.

Í svari menningar- og viðskiptaráðuneytis segir að ráðherra telji mjög brýnt að leysa húsnæðismál Grindvíkinga sem allra fyrst með fjölbreyttum úrræðum til viðbótar við það sem þegar hefur verið gert í þeim efnum. Málefni heimagistingar og skammtímaleigu hafi verið til skoðunar í ráðuneytinu nú síðast vegna stöðu mála í Grindavík en áður í tengslum við framboð á húsnæði, kjarasamninga og samkeppnisstöðu á gistimarkaði.

Eingöngu gisting í samþykktu atvinnuhúsnæði en gömlu leyfin gild

Í næsta mánuði er svo von á frumvarpi frá Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um að takmarka úthlutanir á gistileyfum við atvinnuhúsnæði.

„Miðar breytingin að því að binda útgáfu rekstrarleyfis því skilyrði að starfsemin fari fram í samþykktu atvinnuhúsnæði. Slík breyting myndi sjálfkrafa koma í veg fyrir að rekstrarleyfisskyld gististarfsemi færi fram í íbúðarhúsnæði, þrátt fyrir að skipulag sveitarfélags heimilaði atvinnustarfsemi á umræddu svæði. Önnur ákvæði laganna eru jafnframt til skoðunar í þessu samhengi,“ segir í svari frá ráðuneyti Lilju.

Þar er jafnframt bent á að það myndi leiða til bótaábyrgðar ríkisins ef eldri rekstrarleyfi yrðu skert. Þegar aðstoðarkona ráðherra er spurð hvort það þýði að ekki sé hægt að hrófla við þeim gistirekstri sem núna er í íbúðahúsnæði þá segir í svarinu að meginreglan sé sú að lög hafa ekki afturvirk áhrif.

„Þetta er hins vegar eitt af þeim atriðum sem eru til nánari skoðunar og mun skýrast nánar þegar frumvarpið kemur fram í samráðsgátt stjórnvalda á næstu vikum.“

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …