Samfélagsmiðlar

Fullt af bragði þarna úti

Á völdum stöðum á Austurlandi fást drykkir unnir úr íslenskum jurtum og skógarafurðum. Dagrún Drótt Valgarðsdóttir er stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Könglar og framleiðir drykkina undir því merki ásamt Brynjari Darra Sigurðssyni Kjerúlf. Dagrún segir bragðið í náttúrunni vera allt um kring og því tilvalið að þróa nýjar hugmyndir um hvernig megi nýta það sem mest og best. 


Dagrún Drótt Valgarðsdóttir og Brynjar Darri Sigurðsson Kjerúlf - MYND: © Könglar

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð fyrir valinu þar sem Dagrún fór í bændaskóla á Hvanneyri og þar var mikið gert grín að því að Fljótsdælingar væru með mikinn skóg og jafnvel svolítið horft niður á skógrækt á þeim tíma. Dagrún segist hins vegar alltaf hafa vitað að skógurinn væri auðlind og því tók hún þessu viðurnefni með stolti. Ekki skemmir fyrir að könglar eru auðvitað fræ og því tilvalið nafn á nýsköpunarfyrirtæki. 

Nípa er íste unnið úr túnfíflum – MYND: © Caroline Heinrich

„Að sækja um styrk var hluti af náminu. Þarna var ein stelpa með mér í þessu og hún sótti um í styrk í Matvælasjóð. Við fengum styrkinn og þá fór boltinn að rúlla. Styrkurinn kom í gegn árið 2020, árið eftir fór í þróun og svo byrjuðum við að selja sumarið 2022. Ég vissi ekkert hvernig fólk myndi taka í þetta en viðtökurnar hafa verið mjög góðar og fólk kann vel að meta að þetta sé unnið hér í nærumhverfinu,“ segir Dagrún

Engin þörf á að nota hlutina alltaf í það sama
Hún segir hugsunina um að nýta jurtir og annað úr nánasta umhverfi alltaf hafa fylgt sér:

„Amma og afi voru rosalega virk að tína og prófa. Amma mín notaði til dæmis hvönnina til að búa til hvannarsúpu. Mér finnst þetta bara eðilegt og ég veit að það er fullt af bragði þarna úti sem er ekki nýtt á öðrum vettvangi. Þú þarft nefnilega ekki alltaf að nota hlutina í þetta hefðbunda. Það er gaman að prófa nýjungar og ég er alltaf að þróa eitthvað. Eins og er rúmar húsnæðið okkar ekki allar þessar hugmyndir en þegar það verður komið í betra horf, þá koma fleiri vörur. Mér finnst líklegast að næsta vara verði einhverskonar tónik-útgáfa. Ég veit ekki til þess að verið sé að framleiða tónik hér á landi og ég hef verið að prófa að nota hvannarrætur og fleira í þessari þróun. Ef þetta gengur upp þá er þetta það sem er næst á dagskrá því gin og tónik er vinsæll og góður drykkur.“

Við túnfíflatínslu – MYND: © Könglar

Margþættur menningararfur
Sjálf hefur Dagrún unnið í mörg ár í ferða- og matarþjónustu og hefur því góða tilfinningu fyrir því hvað virkar þegar kemur að mat og drykk. Könglar bjóða nú upp á skessujurtarlímonaðið Ketillaugu, túnfífils-ísteið Nípu, rabarbaragosið Glettu og Tífil sem er jólaglöggssíróp. Matur er menning og menningararfurinn fær fjölþættan sess í framleiðslu Köngla. Drykkirnir draga nafn sitt af vættum úr nágrenninu og virka glerflöskurnar sem miðlunartæki fyrir sagnir af þessum vættum.

„Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur gerði samantekt af sögunum fyrir okkur fyrir betri lesningu og hefur stutt okkur vel í þessu verkefni. Við skrifum brot af sögunum á flöskurnar og svo er hægt að skanna QR kóða sem færir fólk yfir á síðuna okkar þar sem hægt er að lesa söguna í heild sinni. Mig langaði til að hafa útlitið skemmtilegt og heillandi og svolítið meira á bak við það en bara límmiða á flösku. Margir þekkja sögurnar en þarna erum við að gefa betri aðgang að þeim og setja þær þannig fram að þú getur pælt í umhverfinu í kringum þig á meðan þú drekkur drykkinn þinn.“

Gosdrykkurinn Gletta er búinn til úr frískandi rabarbara – MYND: © Könglar

Snarofvirk í hugmyndum
Framtíðarsýn Köngla snýr að áframhaldandi framleiðslu á fjölbreyttum íslenskum drykkjum, gosdrykkjum, bjór og víni og meðal annars náttúrugerjuðu gosi. Dagrún segist enda vera snarofvirk þegar kemur að hugmyndum:

„Ég hef lært að stundum þarf að ég að klára eitt, velja hvað er að virka í alvörunni, í framleiðslu, sölu og þess háttar áður en ég held af stað í næsta verkefni. En það er mun betra að standa ekki einn í þessu og nýta ólíka styrkleika fólks. Ég dró Darra vin minn með mér í þetta og við skiptum þessu á milli okkar. Hann er meira í kynningunum, ég er ekkert eins góð í því. Það er gott að átta sig á því að maður þarf ekki að gera allt sjálfur. Að það er í góðu lagi að kaupa einhverja þjónustu og fá fleiri með sér. Fyrsta skrefið mitt var til dæmis að fá mér manneskju í bókhaldið. Þetta er allt saman svo mikil vinna að þú vilt frekar einbeita þér af því vörunni og að gera hana frábæra í staðinn fyrir að brenna út við að reyna að hafa bókhaldið í toppstandi.“

Dagrún Drótt Valgarðsdóttir, stofnandi Köngla – MYND: © Könglar


Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …