Samfélagsmiðlar

Sólveig Jónsdóttir

HöfundurSólveig Jónsdóttir
Sólveig Jónsdóttir

Sólveig Jónsdóttir

Sólveig Jónsdóttir, stjórnmálafræðingur, rithöfundur, blaðamaður, býr í Reykjavík en á rætur í íslenskri sveit og skrifar einkum um mat og matarmenningu, sem auðvitað er ríkur þáttur í ferðaþjónustu í heiminum.

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

„Ég hef alltaf verið skapandi og er sífellt að tileinka mér nýja tækni og nálganir,“ útskýrir Christalena sem upprunalega kemur frá Bandaríkjunum. „Ég kem frá Lancaster í Pensylvaníu, þar sem Amish fólkið settist fyrst að, en þó svo að ég komi ekki úr því samfélagi þá hefur hugmyndin um sjálfbæran lífstíl haft áhrif á uppvöxtinn …

Skýrslan Policy tools for sustainable and healthy eating - Enabling a food transition in the Nordic countries er unnin í kjölfar útgáfu Norrænna næringarráðleggina (Nordic Nutrition Recommendations) árið 2023 sem var afrakstur fimm ára vinnu hundruða sérfræðinga um ráðlagðar matarvenjur og næringu fólks á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Sú útgáfa hlaut mikla athygli enda í …

„Ég er alinn upp á höfuðborgarsvæðinu en var sendur í sveit á sumrin sem unglingur. Eftir stúdentspróf lá leiðin í Bændaskólann á Hvanneyri og síðar í Háskóla Íslands. Ég réði mig í fullt starf til Bændasamtakanna árið 2002 og var þar í 19 ár í útgáfu- og kynningarmálum, stýrði meðal annars útgáfu Bændablaðsins og vann …

Erla Þóra útskrifaðist sem kokkur árið 2017 og matreiðslumeistari þremur árum síðar. Hún er 27 ára, uppalin í Laugardalnum og var snemma harðákveðin í að verða kokkur. „Ég byrjaði að vinna á veitingastöðum þegar ég var bara unglingur. Fyrst á Tapasbarnum þegar ég var 13 ára og svo í mörg ár í þeirri keðju, Apótekinu …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …

Fyrstu þekktu heimildir um eiginlega viskígerð er að finna í Skotlandi frá árinu 1494. Heitið kemur sömuleiðis úr gelísku, uisge beatha, sem líkt og latínan aqua vitae þýðir „vatn lífsins“. Skotland deilir um 150 kílómetra löngum landamærum að Englandi í suðaustri en er annars umlukt sjó þar sem því tilheyra yfir 790 eyjar og smáeyjar, …

„Ég var svo sem ekki mikil sinnepsmanneskja þar til ég kynntist skánska sinnepinu í Svíþjóð. Við tókum eitthvað af því með okkur þegar að við fluttum heim. Svo var það fyrir ein jólin að ekki var til skánskt sinnep á heimilinu. Sinnepið var alveg ómissandi við að glassera jólaskinkuna, svo bóndinn spurði mig hvort ég …

Í lok síðasta árs lést ástralski sjónvarpskokkurinn Bill Granger en hans er ef til vill einna helst minnst sem guðföður morgunverðarins „avókadó á ristuðu brauði“. Sjálfur átti Granger agnarsmátt kaffihús í Melbourne á fyrstu dögum ferilsins þar sem plássleysið gerði það að verkum að ekki var hægt að bjóða upp á flókna matseld. Fljótlega varð …

Í dagblaðinu Palm Beach Post birtist grein árið 1966 þar sem huggulegheitamat (e. comfort food) var lýst sem svo að hann kveikti notalegar minningar úr æsku og hefði þann mátt að hressa og hugga. Það var svo ekki ómerkari manneskja en Liza Minelli sem fjórum árum síðar lét hafa eftir sér í viðtali að “comfort …

„Ég kem úr fjölskyldu þar sem enginn drekkur áfengi, fyrir utan pabba sem fær sér örsjaldan rauðvínsglas. Mamma hefur aldrei drukkið áfengi og af henni lærðum við að velja áfengislausan lífstíl. Sjálf drekk ég hvorki gosdrykki né djúsa, bara vatn og í seinni tíð áfengislausa drykki. Það voru tengdaforeldrar mínir sem færðu okkur einu sinni …

Driffjöðurin á bak við Ostagerðarfélag Önfirðinga er Eyþór Jóvinsson. Félagið á sér langa og merkilega sögu en það var fyrst stofnað árið 1923: „Jón hafði farið út til Frakklands, til Roquefort, að læra ostagerð. Hann kemur svo hingað heim með gerla þaðan og fer að prófa sig áfram. Úr verður hinn íslenski og upprunalegi gráðaostur, …

Æ fleiri kjósa að drekka minna áfengi eða einfaldlega sleppa því, ýmist um tíma eða alfarið. Ástæðurnar að baki eru jafn ólíkar og fólkið sjálft en margar rannsóknir benda til þess að áfengisneysla, í hversu litlu magni sem er, hefur ekki jákvæðar heilsufarslegar afleiðingar. En hvað er þá í boði? Það er gaman að gera …

Úlfar er Íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann verið í fararbroddi matreiðslumenningar hér á landi árum saman. Auk þess að vera manna fróðastur um villibráð er hann líka Íslandsmeistari í grænmetisréttum og gaf nýverið út bókina Veislumatur Landnámsaldar ásamt Kristbirni Helga Björnssyni sagnfræðingi og Karli Petersson ljósmyndara. Höfundar bókarinnar Veislumatur landnámsaldar: Úlfar, Kristbjörn og …

Eins og flestir þekkja er reyking nú á dögum aðferð til að bragðbæta mat með því að láta hann standa í reyk af glóandi taði, mó eða viði í lokuðu rými. Að reykja kjöt er ein elsta verkunar- og geymsluaðferð í sögu mannkyns og sú leið hefur heldur betur staðist tímans tönn. Elstu menjar um …

Tamarind er tré af ertublómaætt sem er upprunnið í Afríku. Á trénu vaxa belgir með ætum fræjum og trefjakenndu innvolsi. Það er mikið notað í matargerð í afrískri, karabískri, mexíkanskri og asískri menningu en er einnig að sækja í sig veðrið á Vesturlöndum og í matargerð þar sem sæt-súr keimur er vinsæll. Bókstafleg þýðing orðins …

Komdu í áskrift

Með áskrift að FF7 færðu aðgang að öllum þeim frásögnum og fréttum sem við skrifum. Áskrifendur fá einnig reglulega sent fréttabréf.

Nú þegar áskrifandi? Mín síða