Samfélagsmiðlar

Telja nægt rými til vaxtar

Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. MYND: AÐSEND

„Við erum stærsta hótelkeðja landsins sem rekur 18 hótel hringinn í kringum Ísland, í sterkustu útflutningsgrein Íslands og í raun getum við sagt að við séum jafnframt fasteignafélag, enda eigum við 16 af 18 hótelfasteignum,” segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, í tilkynningu en í dag hefst almennt útboð á hlutabréfum félagsins.

Ólafur D. Torfason, stofnandi og stærsti hluthafi Íslandshótela, heldur eftir 49 prósent hlut í fyrirtækinu og lífeyrissjóðirnir Gildi, Stapi og Birta munu samanlagt fara fyrir 8,8 prósent hlut eftir útboðið. Til viðbótar fá 632 fastráðnir starfsmenn Íslandshótela samtals 0,49 prósent eignarhlut „sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf“ að því segir í fjárfestakynningu.

Stærð útboðsins nemur 12,9 milljörðum króna að lágmarki en miðað við það er markaðsvirði Íslandshótel metið á um 31 milljarð króna.

Til samanburðar er virði hlutafjár Icelandair 41 milljarður króna og virði Play er tæpir 8 milljarðar króna en flugfélögin tvö eru í dag einu íslensku ferðaþjónustufyrirtækin sem skráð eru á hlutabréfamarkað. Þann 30. maí bætast Íslandshótel við þann hóp.

Með fimmtungs hlutdeild á höfuðborgarsvæðinu

Af þeim 18 hótelum sem Íslandshótel reka eru 11 á landsbyggðinni og nam markaðshlutdeild fyrirtækisins 17 prósentum í nýliðnum mars samkvæmt því sem segir í fjárfestakynningu. Þar er jafnframt fullyrt að á markaðnum sé „nægt rými til vaxtar.“

Á það er bent að fyrirtækið sé með fimmtungshlutdeild á höfuðborgarsvæðinu og 13 prósent á Suðurlandi en þessir tveir landshlutar njóta mesta vinsælda hjá ferðafólki. Íslandshótel eru með uppi áform um opnun tveggja hótela á Norðurlandi eystra, bæði við Skógarböðin við Akureyri og á Sjallareitnum í miðbæ Akureyrar.

Á höfuðborgarsvæðinu er unnið að stækkun Hótel Reykjavík Grand en Íslandshótel eru ekki með neinn gististað á Suðurnesjum eða Norðurlandi vestra.

Um 2 þúsund hótelherbergi eru í dag á hótelum Íslandshótela eða um 400 fleiri en á hótelum Berjaya Iceland Hotels sem er næststærsta hótelfyrirtæki landsins.

Herbergi á Fosshótel Fáskrúðsfirði en stefnt er að því að öll hótel Íslandshótela verði með Green Key vottun sumarið 2024 enda séu „neytendur farnir að gera ríkari kröfur um sjálfbærni.“ MYND. FOSSHÓTEL

Veltan jókst um hálfan milljarð í ársbyrjun

Í tengslum við hlutafjárútboðið hafa Íslandshótel birt árshlutareikning fyrir fyrsta ársfjórðung 2024. Þar kemur fram að tekjurnar hafi numið 3 milljörðum á tímabilinu sem var viðbót um hálfan milljarð frá sama tíma í fyrra. Þá var EBITDA-afkoman 202,7 milljónir króna samanborið við 47 milljónir króna fyrir sama tímabil 2023 og er það í „takt við áætlun félagsins og í samræmi við hefðbundna árstíðarsveiflu greinarinnar,“ að því segir í tilkynningu.

„Rekstur félagsins er góður eins og uppgjör fyrsta ársfjórðungs sýnir. Framundan eru sterkustu mánuðirnir í ferðaþjónustunni og við munum sjá ferðamönnum fjölga nú þegar sumarið nálgast.  Útlitið er gott í þessari sívaxandi atvinnugrein og við horfum því björtum augum til framtíðarinnar,” segir Davíð Torfi.

Nýtt efni

Aspasinn fyrirfinnst í þremur litbrigðum – hvítur, grænn og fjólublár. Hér er í raun um að ræða sömu plöntuna en afbrigðin hafa ólíka eiginleika og ræðst liturinn af því ásamt hlutfalli sólarljóss við ræktunina. Þetta næringarríka grænmeti er ein þeirra matjurta sem maðurinn hóf fyrst að rækta en elstu heimildir um aspasræktun eru um 2.000 …

Það voru vísbendingar um offramboð á flugi héðan til London og Frankfurt síðastliðinn vetur að mati stjórnenda Icelandair. Nú er hins vegar útlit fyrir nokkru færri brottfarir til beggja þessara borga á komandi vetri. Þannig hefur Wizz Air ekki lengur á boðstólum flug til Íslands frá London og þar með dregst framboð á flugi hingað …

Ferðaskrifstofur sem selja Íslandsferðir horfa nú í auknum mæli á eftir viðskipavinunum til Noregs þar sem verðlagið er skárra. Norskir ferðafrömuðir eru líka brattir í viðtölum þessa dagana og almennt sammála um að nýliðinn vetur hafi gengið vel og sumarið verði „dúndurgott" eins og það síðasta. Og opinberar tölur sýna að veturinn gekk vel í …

Þrotabú Wow Air hefur höfðað 11 riftunarmál vegna greiðslna til kröfuhafa flugfélagsins fyrir gjaldþrot þess í mars 2019. Fyrrum forstjóra flugfélagsins og eigenda, Skúla Mogensen, er stefnt til greiðslu skaðabóta í öllum þessum málum. Auk þess er farið fram á skaðabætur frá fyrrum stjórn fyrirtækisins í níu málum. Í stjórninni sátu Liv Bergþórsdóttir, sem var …

Þingmennirnir Jóhann Páll Jóhannsson (S) og Óli Björn Kárason (D) eru ekki bjartsýnir á að Alþingi nái að afgreiða þingsályktuntillögu Lilju Alfreðsdóttur (B), ráðherra ferðamála, um nýja ferðamálastefnu til ársins 2030. Þetta kom fram í máli þingmannanna í pallborðsumræðum á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í fyrradag. Ráðherrann tók líka þátt í pallborðinu og átti þar lokaorðin. …

Verðlag í evrópskum matvöruverslunum var almennt hærra í nýliðnum apríl en það var á sama tíma í fyrra. Íbúar í Tékklandi, Litháen, Ungverjalandi, Slóveníu og Finnlandi borga þó minna í dag fyrir mat og drykk en þeir gerðu á fyrra samkvæmt nýrri verðmælingu á vegum Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat. Í Tyrklandi hækkar verðlag hratt og fór …

Samkeppnisstofnun Evrópusambandsins hefur sektað bandaríska sælgætisrisann Mondelez um 337,5 milljónir evra eða 47 milljarða íslenskra króna fyrir óeðlilega viðskiptahætti. Er Mondelez fellt fyrir að hafa skipt evrópska markaðnum upp og takmarkað flutning á vörum sínum milli landa á árunum 2015 til 2019. Tilgangurinn var að halda vöruverði uppi að því segir í tilkynningu frá Framkvæmdastjórn …

Spænska lágfargjaldaflugfélagið Vueling heldur áfram að fækka ferðum til Íslands en þotur þess flugu hingað þrisvar í viku frá Barcelona síðastliðið sumar og svo eina til tvær ferðir í viku yfir nýliðinn vetur. Sumaráætlun Vueling í ár gerir aðeins ráð fyrir brottförum frá Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldum frá 23. júní til 8. september. Eftir þann tíma …