Samfélagsmiðlar

Vinsælir jólamarkaðir í Evrópu

Um helgina fyllast miðbæir evrópskra borga af sölutjöldum, kórum og jólaskrauti. Það er löng hefð fyrir jólamörkuðum á meginlandinu og vinsældir þeirra hafa ekki dvínað þrátt fyrir tilkomu verslunarmiðstöðva. Enda þykir sennilega flestum jólalegra að ganga um fallega skreytta miðborg en risavaxið verslunarhús. Túristi vísar veginn að nokkrum klassískum evrópskum jólamörkuðum:

Berlín

Í Þýskalandi finnst varla byggt ból þar sem ekki er jólamarkaður í desember. Höfuðborgin er þar engin undantekning og nokkrir markaðir í boði. Weihnachts Zauber auf dem Gendarmenmarkt hefur skapað sér sérstöðu vegna góðgætisins sem þar eru til sölu. Við hið fallega Gendarmenmarkt torg rís hvít tjaldbúð þar sem alls kyns matur og drykkur er til sölu en einnig hefðbundin varningur eins og jólaskraut. Markaðurinn fer fram á Gendarmenmarkt og er opinn frá klukkan klukkan ellefu á morgnana og fram til klukkan tíu á kvöldin. 

Brussel

Á þriðja hundruð sölutjöld rísa í nágrenni við La Bourse í miðborg Brussel í jólamánuðinum. Gestir Plaisirs d’Hiver markaðarins geta þar skoðað ýmsan varning, skellt sér á skauta eða í Parísarhjól. Veitingarnar eru örugglega ekki af lakara taginu enda Brussel rómuð fyrir góðan mat og framúrskarandi bjór. Á hverju ári sækir markaðurinn innblástur í menningu eins lands og í ár varð Mongólía fyrir valinu. Opið alla daga fram til 3. janúar. Frá hádegi fram til klukkan níu á virkum dögum en til kl. 22 um helgar.

London

Á Borough markaðinum er maturinn í hávegum hafður. Í desember fyllast sölubásarnir af fyrsta flokks hátíðarmat sem narta má í á staðnum eða taka með sér heim. Samlokur með jólaskinku og heimalöguðu chutney eru dæmi um það lostæti sem borið er á borð þessum markaði. Þar er einnig á til sölu sýnishorn af hátíðarréttum víðsvegar að og geta þeir sem vilja krydda jólahaldið hér heima tekið með sér krukkur og dósir. Borough markaðurinn er opinn fimmtudaga til laugardaga. Frá hádegi til kl. 17 á fimmtud. en til 18 á föstudögum. Á laugardögum frá átta til klukkan fimm.

TENGT EFNI: Vegvísir – London

Kaupmannahöfn

Tívolí í Kaupmannahöfn hýsir vinsælasta jólamarkað Dana. Litlir huggulegir kofar eru á víð og dreif um garðinn þar sem seldar eru bolsíur, lakkrís og alls kyns jóladót. Leiktækin eru einnig flest hver á fleygiferð og auðvitað er eins mikið af jólaglöggi og eplaskífum og gestirnir geta í sig látið.
Jólamarkaðurinn í Kristjaníu er líka vinsæll meðal borgarbúa enda er varningurinn sem þar er til sölu þar ekki eins hefðbundinn og í Tívolí.
Það er opið í Tívolí frá morgni og fram til tíu og ellefu á kvöldin. Þangað kostar 95 danskar krónur inn en 45 fyrir börn.

TENGT EFNI: Vegvísir – Kaupmannahöfn

Malmö

Svíar standa nágrönnum sínum hinum megin við Eyrarsundið mun framar þegar kemur að jólastemmingu. Í Malmö hefst gleðin á fyrsta sunnudegi í aðventu og stendur yfir fram á Þorláksmessu. Miðbærinn er fallega skreyttur og út á torgum standa tjöld og kofar þar sem selt er bakkelsi og smáréttir sem koma heimamönnum í jólaskap. Á stöku stað má líka finna glaseygða eldri menn í voldugum pelsum sem bjóða gestum og uppá jólaglögg. Þann þrettánda desember leggur Lúsíu hátíðin undir sig götur og torg borgarinnar.
Opið frá ellefu til kl. 18 alla daga aðventunnar.

París

Við hinn nýja sigurboga, La Defense, í París bjóða jólakaupmenn borgarinnar til sölu jólagjafir og skraut. Dúkkuleikhús, jólasveinn og snjókarlar sjá um skemmtiatriðin fyrir börnin.
Markaðurinn er opinn fram yfir jól frá klukkan ellefu til hálf átta á kvöldin nema til kl. 21 á föstudögum og laugardögum.

TENGT EFNI: Vegvísir – París


Vínarborg

Þeir eru hámenningarlegir Vínarbúar þegar kemur að jólamarkaðinum eins og Christkindklmarkt er til vitnis um. Risavaxinn aðventukrans er á ráðhústorginu miðju og þar í kring er margvíslegt fínerí til sölu sem nota má til að skreyta heima fyrir eða borða á staðnum. Börnin geta valið á milli þess að fara á bak á smáhestum eða láta hreindýr draga sig áfram í vagni.
Opið frá 14.nóvember og fram til jóla. Opið til frá kl. 10 til hálf tíu alla daga nema föstudag og laugardaga þegar opið er til kl. 22.

Hamborg

Það eru 2500 jólamarkaðir haldnir í Þýskalandi en Der Hamburger Weihnachtsmarkt er sá stærsti í norðurhluta landsins. Þar eru grillaðar bratwurstpylsur yfir opnum eldi og „lebkuchen“, þýskar hungangskökur ,seljast eins og heitar lummur. Auðvitað er líka hægt að kaupa jólaskraut og gjafir á svæðinu enda fjöldinn allur af sölutjöldum. Opið frá kl. 11 til níu á kvöldin (til kl. 22 um helgar) alla daga fram til 23. desember.

 

MEIRA: Bestu krárnar í London

 

Bookmark and Share

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …