Samfélagsmiðlar

Hvar og hvenær á að gefa þjórfé?

Á að gefa leigubílstjóranum í London þjórfé og hversu mikið á pikkalóinn í París skilið? Hér er yfirlit yfir þær hefðir sem skapast hafa í löndunum í kringum okkur þegar kemur að þjórfé. Þær er gott að þekkja og minnka þannig líkurnar á vandræðalegum augnablikum í næsta ferðalagi.

Bandaríkin

Ferðamenn í ríki Obama ættu ávallt að vera með nokkra litla seðla í veskinu því alls staðar er reiknað með þjórfé. Á kaffihúsum og börum þykir tíu til fimmtán prósent af upphæðinni viðeigandi framlag á meðan veitingahúsagestir borga aðeins meira eða allt að fimmtung. Leigubílstjórar fá sína tíund og fyrir hverja tösku sem þeir setja í skottið bætist einn dollari við.

Á hótelum er ekki óeðlilegt að gefa þernunum einn til fimm dollara á dag og töskuberinn fær það sama fyrir sitt framlag. Þeir sem gista í lúxus margfalda þessar upphæðir.

Gist ódýrt en með stæl í New York

Bretland

Á flestum veitingastöðum er þjónustugjald hluti af reikningnum. Það er samt vissara að ganga úr skugga um að svo sé áður en farið er frá borðinu svo þjónninn sé ekki skilinn eftir með sárt ennið. Á hótelum er tíu til tólf prósentum sjálfkrafa bætt við reikninginn og því óþarfi að gefa aukalega. Í leigubílum er til siðs að námunda upp að næsta pundi en óþarfi að gefa meira en það.

Ódýrustu hótelin í London

Frakkland

Lög í landinu kveða á um að ekki megi rukka sérstaklega fyrir afgreiðsluna og er hún því innifalinn í verðinu. Frakkar skilja hins vegar eftir smá upphæð ef þeir fara ánægðir frá borði. Í hádeginu námundar fólk upp að heilli evru en á kvöldin gefa mettir matargestir fimm til tíu prósent. Þetta er hins vegar ekki nauðsynlegt. Á kaffihúsum, börum og í leigubílum er námundað upp að hálfri eða heilli evru þegar gert er upp. Pikkalóinn á hins vegar þrjár til fimm evrur skilið fyrir að halda á töskunum þínum en annars er óþarfi að gefa starfsfólki á hótelinu eitthvað aukalega.

Mýrin hefur margt að bjóða

Ítalía

Þeir sem eru ánægðir með það sem þeir hafa fengið bæta tíund við reikninginn en annars námundar fólk bara upp að næstu evru. Á kaffihúsum skilur fólk svo eftir nokkra smápeninga. Þeir sem sjá um að þrífa herbergin á hótelinu eiga líka skilið að fá eina eða tvær evrur fyrir sinn snúð.

Kaffið er betra í Róm en Mílanó

Mið-Evrópa

Ekki er ætlast til að túristar í til dæmis Hollandi eða Þýskalandi borgi aukalega fyrir þjónustuna en ef þeir vilja þá er ágætt að miða við tíund. Ef reikningurinn hljóðar upp á 12 evrur er hægt að borga fimmtán en biðja um að fá eina evru tilbaka.

Norðurlönd

Gullna reglan hjá frændþjóðum okkar er sú að fastagestir gefa þjórfé eða drikkepenge eins og danskurinn kallar það. Oftast er um að ræða nokkrar krónur sem settar eru í glas við afgreiðsluborðið. Fyrir ferðamenn þýðir þetta einfaldlega að ekki er reiknað með að þeir láti klink af hendi rakna að lokinni máltíð, leigubílaferð eða á hótelinu. Laun þjónustufólks í þessum löndum eru ekki miðuð við að þjórfé hífi þau uppí mannsæmandi kjör. Svíar eru reyndar aðeins suðrænni í háttum en nágrannaþjóðirnar og sýna ánægju sína í verki að lokinni velheppnaðri kvöldmáltíð og gefa litla upphæð. Leigubílstjórar þar í landi fá líka nokkrar krónur fyrir viðvikið.

Vegvísir: Kaupmannahöfn og GautaborgNýir danskir veitingastaðir í ódýrari kantinum

Pólland

Í Póllandi er hefð fyrir því að greiða þjónustufólki sérstaklega. Upphæðin nemur þá tíu til fimmtán prósentum sem til dæmis er greitt með skiptimyntinni sem þjónninn kemur með þegar reikningurinn er gerður upp.

Skíðaferð til útlanda á gamla genginu

Spánn

Þrátt fyrir að afgreiðslugjaldið sé hluti af verðinu þá er ekki úr vegi að rétta þjóninum reiðufé sem nemur allt að tíund af reikningsupphæðinni og tryggja þannig að peningurinn renni í vasa hans en ekki veitingamannsins. Starfsfólkið á tapasbörunum reiknar ekki með þjórfé en það er ekki úr vegi að skilja örfáar evrur eftir ef maður er ánægður með matinn. Það er nóg að námunda upp að næstu evru þegar gert er upp við leigubílstjórann.

Vegvísir: Barcelona

Tékkland

Það er engin kvöð um þjórfé í Tékklandi en algengt að náumundað sé upp í næstu krónu (koruna) eða einum tíunda bætt við upphæðina á kreditkortanótunni. Það er hins vegar ekki til siðs að skilja klink eftir á borðinu. 

Ungverjaland

Innfæddir og ferðamenn gefa í flestum tilvikum tíu prósent eða námunda upp að næstu forint. Líkt og í Tékklandi þá gerir maður upp við þjónninn og skilur ekki eftir pening á borðinu.

 Heimildir: Tripadvisor, Times online, Tgt.

Share |

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Þess hefur verið beðið að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti um refsitolla á innflutning kínverskra rafbíla. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlilega mikinn ríkisstuðning við innlenda framleiðendur og var þetta meðal umræðuefna í Evrópuferð forseta Kína nýverið. Ný tollheimta myndi þýða milljarða evra aukalegar álögur á kínverska rafbílaframleiðendur.  Xi-Jingping, forseti Kína - MYND: Britta Pedersen/dpa-Zentralbild/dpa/Alamy Nú …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …