Samfélagsmiðlar

Fallegustu baðstrendur Evrópu

Fáir staðir eru betur til þess fallnir að gleyma öllu um stöðu þjóðarbúsins og duglitla stjórnmálamenn, en fögur strönd við volgan og kristaltæran sjó. Stutt heimsókn á þannig stað er líklega nóg til koma meðal Íslendingnum í langvarandi gott skap og gera krísuna þolanlegri.

Hér eru þær tuttugu baðstrendur í Evrópu sem breska blaðið Times segir fegurstar. Á þeim öllum er nóg pláss fyrir okkur sem viljum fá að skola af okkur pirringinn  í sjónum og leggjast svo í sandinn og sjá til sólar.

Frakkland

Place Conguel, Bretagne

Við Quiberon hálfeyjuna liggur þessi strönd þar sem hægt er að ganga að fámenninu sem vísu. Inn á milli klettanna eru hvítar sandbreiður sem liggja að Atlantshafinu. Gott tjaldstæði er við ströndina. 

Lac de Mondély, Pýreneafjöllunum

Í franska hluta fjallgarðsins liggur fallegt vatn þar sem fjallasýnin er glæsileg. Stuttan spöl frá er lítill snotur bær sem kallast Foix. Þar er mælt með Hôtel Lons fyrir þá sem vilja verja góðum tíma á svæðinu.

Collioure, Languedoc

Það var hinum fallega bæ, Collioure sem listmálarinn Matisse fann fjölina á nýjan leik í upphafi síðustu aldar. Hann gerði fegurð bæjarins og strandarinnar góð skil í nokkrum verka sinna. Ströndin er klettótt og við hana er fjöldi hótela þar sem gestirnir geta stuðst við stiga til að komast ofan í tæran sjóinn. Bærinn er líka þekktur fyrir góða sjávarréttar veitingastaði og yfir hásumarið fjölmenna franskir matgæðinar á svæðið. Júní og september eru því bestu mánuðirnir til að heimsækja Collioure.

Piemansson ströndin, Carmague

Í sumar er síðasti séns að njóta lífsins við Piemanson ströndina frjálslegur í fasi. Bakpokaferðalangar, bóhemar og berrassaðir ferðamenn hafa hingað til haft þetta svæði út af fyrir sig og tjaldvagnana sína en núna vilja yfirvöld koma skikk á málin við þessa stærðarinnar strönd.

Ille de Porguerolles, Notre Dame

Í lítilli eyju austur frá Marseille má njóta þess að baða sig í sjónum án þess að hafa margt fólk allt í kringum sig. Notre Dame ströndin liggur í um þriggja kílómetra fjarlægð frá þorpinu þaðan sem ferjunar sigla tilbaka til suðurstrandar Frakklands. 

Palombaggi, Korsíku

Líkt og á hinni ítölsku Sardaníu þá eru strendurnar á þessari frönsku eyju mjög fallegar. Sjórinn við Palombaggi mun vera svo tær að annað eins finnst varla í Evrópu. Skógurinn nær niður að ströndinni og þar er fjöldi veitingastaða og kaffihúsa.

Nýtt efni

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …