Samfélagsmiðlar

Í hvaða borg er best að búa?

Er betra að búa í Berlín en Barcelona og hvað með Honolulu og Hamborg? 

Þar sem vel fer um heimamenn ættu ferðamenn að geta notið sín líka. Og ef marka má lista tímaritsins Monocle yfir þær tuttugu og fimm borgir í heiminum þar sem best er að búa þá er heimavöllur hins ógurlega bjórfestivals í október staðurinn til að heimsækja við fyrsta tækifæri. Því München er að mati Monocle sú borg þar sem best fer um íbúana. Kaupmannahöfn er í öðru sæti og Zürich í Sviss fær bronsið. 

Borgirnar eru meðal annars dæmdar út frá gæðum almenningssamgangna og heilbrigðisþjónustunnar og einnig er mikilvægt að nóg sé af grænum svæðum í borgarbyggðinni. Flóra veitingastaða og verslana skal vera fjölbreytt og glæpatíðnin lág. Fólk á líka að geta búið sómasamlega án þess að vera sterkefnað og það þykir mikill kostur ef skrifræðið er lítið og aðkomufólk geti auðveldlega komið sér inn í kerfið. Ekki skemmir fyrir að íbúarnir séu myndarlegir og vel til hafðir en því skal haldið til haga að Monocle hefur soldinn snobb stimpil á sér.

Höfuðstaður Bæjaralands, München, er sú borg sem best uppfyllir þessi skilyrði og til marks um það hversu heimamenn eru hamingjusamir þá er fæðingartíðnin í borginni óvenju há samkvæmt grein Monocle. Okkar gamla höfuðborg, Kaupmannahöfn, er svo í öðru sæti og þykir hjólamenningin þar til mikillar fyrirmyndar. 

Athygli vekur að allar höfuðborgir Norðurlanda komast á listann nema Reykjavik. Þrjár borgir í Þýskalandi og Japan komast þar að á meðan Bandaríkin, Kanada, Ástralía og Spánn eiga tvo fulltrúa.

Svona lítur listinn út yfir 25 bestu borgirnar að búa í samkvæmt Monocle:

  1. München
  2. Kaupmannahöfn
  3. Zürich
  4. Tókýó
  5. Helsinki
  6. Stokkhólmur
  7. París
  8. Vínarborg
  9. Melbourne
  10. Madrid
  11. Berlín
  12. Sydney
  13. Honolulu
  14. Fukuoka
  15. Genf
  16. Vancouver
  17. Barcelona
  18. Osló
  19. Montreal
  20. Auckland
  21. Singapúr
  22. Portland
  23. Kyoto
  24. Hamborg
  25. Lissabon

TENGDAR GREINAR: Fallegustu baðstrendur í EvrópuFlottustu flugstöðvarnar
NÝJAR GREINAR: Djassgeggjun í KaupmannahöfnSpá methita á Spáni

Mynd: Ferðamálaráð Þýskalands 

 

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …