Samfélagsmiðlar

Menn drekka og konur stunda kynlíf í fríinu

Ólíkt hafast kynin að í fríinu. Ný könnun sýnir að drykkja karlmanna eykst þegar þeir ferðast á meðan konur hafa samfarir oftar en venjulega.

Á meðan að meirihluti karla situr á hótelbarnum eru fleiri konur en ella uppi á herbergi að njóta ásta. Þetta eru niðurstöður könnunar meðal viðskiptavina dönsku ferðaskrifstofunnar Star tour. Þar kemur fram að rúmlega annar hver karlmaður drekkur meira áfengi í fríinu en heima hjá sér. Það sama gildir um fjörtíu prósent kvenna. Hins vegar segir tíunda hver kona að kynlífið sé mun blómlegra í utanlandsferðum en heimafyrir. Undir það taka aðeins þrír af hverjum hundrað körlum.

Rómó að deila flösku

Danskir karlar og konur hafa líka mismunandi hugmyndir um hvað sé rómantískt og það skýrir kannski að hluta til afhverju ástarlíf sumra karla tekur ekki kipp í fríinu. Tæplega sjötíu prósent þeirra þykir nefnilega fátt rómantískara en að deila flösku með frúnni og horfa á sólina setjast. Þriðju hverri konu finnst hins vegar huggulegast af öllu að ganga hönd í hönd með sínum heittelskaða á ströndinni.

Fitna í fríinu

Þessi mikla drykkja karlpeningsins hefur þær afleiðingar að þeir bæta á sig tveimur til fimm kílóum í fríinu. Enda kjósa flestir að svala þorstanum með bjór á meðan konurnar panta sér hvítvín og þyngjast að meðaltali um tvö kíló. Haft er eftir markaðsstjóra Star tour í Jótlandspóstinum að karlar leyfi sér óhollari lífsstíl í utanlandsreisum en konur. Þeir borði meira af feitum mat á meðan konurnar passi sig og borða til dæmis ávexti í stað snakks.

NÝJAR GREINAR: Góðar nektarstrendur við MiðjarðarhafÍ hvaða borg er best að búa?

TILBOÐ: 10% afsláttur af gistingu í Kaupmannahöfn í júlí.


Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …