Samfélagsmiðlar

Ertu gulur, fjólublár eða blár flugfarþegi?

Ný leið til að stytta biðina í öryggishliðinu.

Svona verður vopnaleitin í Leifsstöð kannski innan fárra ára.
Með tilkomu sjálfsafgreiðsluvéla og netinnritunnar er orðið auðveldara að tékka sig inn í flug þó biðraðirnar við afgreiðsluborðin geti ennþá verið óskaplega langar.

Við öryggishliðið hefur tæknin hins vegar ekki stytt biðina og ennþá þurfa farþegar að setja vökva ofan í poka, taka tölvur upp úr töskum, losa beltið og jafnvel fara úr skónum. Upphaf á ferðalagsins getur því reynt á þolinmæði farþeganna og því vilja alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, breyta.

Nýlega hófust prófanir á nýjum vopnaleitartækjum sem samtökin hafa látið þróa og vonast til að muni stytta biðina við öryggishliðin.

Þar eiga þeir sem ferðast oft að ganga inn um blátt öryggishlið, hefðbundnir farþegar fara um fjólubláa hliðið en þeir sem taldir eru grunsamlegir þurfa að fara í gegnum það gula.

Síðan ganga allir í gegn án þess þó að þurfa fara út skóm, taka af sér belti eða setja vökva í poka því á leiðinni eru nokkrir skannar sem leita að grunsamlegum hlutum á farþeganum og í handfarangri.

Framkvæmdastjóri IATA segir í viðtali við AP fréttaveituna að í dag fari alltof langur tími í vopnaleit á 99,9 prósent farþega og með því að bæta tæknina og nota þær upplýsingar sem til eru um farþegana þá megi stytta afgreiðslutímann töluvert.

Nýja kerfið er nú til prufu á flugvöllum í Dallas og Miami en markmiðið er að á næstu þremur til sjö árum verði þessi tæki kominn í gagnið út um allan heim.

Hér er myndband sem sýnir hvernig vopnaleit framtíðarinnar fer fram:

http://www.youtube.com/watch?v=uie1Ijyr8DE

TENGDAR GREINAR: Við skoðum skó betur en aðrir
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á ódýru hóteli í Kaupmannahöfn

Myndir og myndband: IATA

Nýtt efni

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …