Samfélagsmiðlar

Ertu gulur, fjólublár eða blár flugfarþegi?

Ný leið til að stytta biðina í öryggishliðinu.

Svona verður vopnaleitin í Leifsstöð kannski innan fárra ára.
Með tilkomu sjálfsafgreiðsluvéla og netinnritunnar er orðið auðveldara að tékka sig inn í flug þó biðraðirnar við afgreiðsluborðin geti ennþá verið óskaplega langar.

Við öryggishliðið hefur tæknin hins vegar ekki stytt biðina og ennþá þurfa farþegar að setja vökva ofan í poka, taka tölvur upp úr töskum, losa beltið og jafnvel fara úr skónum. Upphaf á ferðalagsins getur því reynt á þolinmæði farþeganna og því vilja alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, breyta.

Nýlega hófust prófanir á nýjum vopnaleitartækjum sem samtökin hafa látið þróa og vonast til að muni stytta biðina við öryggishliðin.

Þar eiga þeir sem ferðast oft að ganga inn um blátt öryggishlið, hefðbundnir farþegar fara um fjólubláa hliðið en þeir sem taldir eru grunsamlegir þurfa að fara í gegnum það gula.

Síðan ganga allir í gegn án þess þó að þurfa fara út skóm, taka af sér belti eða setja vökva í poka því á leiðinni eru nokkrir skannar sem leita að grunsamlegum hlutum á farþeganum og í handfarangri.

Framkvæmdastjóri IATA segir í viðtali við AP fréttaveituna að í dag fari alltof langur tími í vopnaleit á 99,9 prósent farþega og með því að bæta tæknina og nota þær upplýsingar sem til eru um farþegana þá megi stytta afgreiðslutímann töluvert.

Nýja kerfið er nú til prufu á flugvöllum í Dallas og Miami en markmiðið er að á næstu þremur til sjö árum verði þessi tæki kominn í gagnið út um allan heim.

Hér er myndband sem sýnir hvernig vopnaleit framtíðarinnar fer fram:

http://www.youtube.com/watch?v=uie1Ijyr8DE

TENGDAR GREINAR: Við skoðum skó betur en aðrir
TILBOÐ: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á ódýru hóteli í Kaupmannahöfn

Myndir og myndband: IATA

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …