Samfélagsmiðlar

Ekki svo einfalt með Easy Jet

Farþegar breska lággjaldaflugfélagsins þurfa að ferðast út á Luton flugvöll um miðja nótt til að ná fluginu til Keflavíkur.

Íslenskir flugfarþegar eru vanir því að vakna um miðja nótt til að ná flugi út í heim því meirihluti brottfara frá Keflavík er árla dags. Sem betur fer eru morgunflug til Íslands sjaldgæf því það getur verið flókið að ferðast um erlenda stórborg um miðja nótt til að komast út á flugvöll. Farþegar Easy Jet á leið til Íslands þurfa þó að búa sig undir þess háttar næturbrölt því vélar félagsins frá London-Luton flugvelli fara í loftið klukkan tuttugu mínútur í sjö þriðjudaga og fimmtudaga en korter yfir sjö á sunnudögum.

Rúta, leigubíll eða lest

Líkt og hjá öðrum flugfélögum hefst innritun í flug Easy Jet tveimur tímum fyrir brottför. Farþegar þurfa því að vera komnir á flugvöllinn uppúr klukkan hálf fimm.

Þeir sem gista í London hafa úr nokkrum kostum að velja til að ná út á völl í tíma. Sá þægilegasti en jafnframt sá dýrasti er að taka leigubíl og tekur túrinn frá miðborg Lundúna um klukkutíma og kostar á bilinu 80 til 100 pund (15 til 19 þúsund íslenskar). Flugrútur ganga alla nóttina og bjóða nokkur fyrirtæki uppá þá þjónustu, þar á meðal flugfélagið sjálft undir heitinu Easy bus. Vagnar þess keyra frá nokkrum stöðum í London og eru ódýrstu fargjöldin á tvö pund. Það er þó raunhæft að reikna með að farið kosti að lágmarki 25 pund (um 4600 íslenskar). Leið 757 hjá Green Line strætisvögnunum er ódýrari kostur en ferðalagið tekur um einn og hálfan tíma frá miðborginni. Að lokum er það lestin sem fer á klukkutíma fresti á nóttinni frá London Pancras stöðinni og kostar farið 12,5 pund (um 2300 krónur). Sú sem fer átta mínútur í fjögur frá London rennir í hlað á Luton Airport Parkway stöðinni  þremur korterum síðar. Þaðan ganga rútur út á flugvöll á frá klukkan fimm á morgnana. Þessi kostur er því ekki heppilegur fyrir aðra en þá sem hafa bókað sig inn á netinu og eru aðeins með handfarangur. Þeir þurfa nefnilega ekki að vera komnir út á völl tveimur tímum fyrir brottför.

Margir eyða nóttinni í flugstöðinni

Eins og sést á þessari upptalningu þá er ekki auðvelt að komast frá London og út til Luton um miðja nótt og samkvæmt fjölmiðlafulltrúa flugvallarins er alltaf hópur af farþegum sem eyðir nóttinni á göngum flugstöðvarinnar. Þar eru kaffihús opin allan sólarhringinn. Flugvallahótel eru sennilega heppilegasti kosturinn fyrir þá sem millilenda í Luton á leiðinni heim til Íslands.

Flug Easy Jet leggja oft snemma í hann og miðað við hversu stórt félagið er þá er greinilegt að margir láta næturferðalag út á Luton flugvöll ekki stoppa sig. En hvort íslenskir túristar eru til í að byrja og enda utanlandsferðina á því að vakna um miðja nótt á eftir að koma í ljós.

Á heimasíðu Luton-London flugvallar er að finna nánari upplýsingar um hvernig komast má út á völl. Sjá hér.

TENGDAR GREINAR: Easy Jet eykur framboðið um eitt prósentÓdýrast leiðin til og frá tíu flugvöllum
NÝJAR GREINAR: Meirihlutinn vildi morgunmat og nú er hann ókeypis

Mynd: Easy Jet

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …