Samfélagsmiðlar

Ekki svo einfalt með Easy Jet

Farþegar breska lággjaldaflugfélagsins þurfa að ferðast út á Luton flugvöll um miðja nótt til að ná fluginu til Keflavíkur.

Íslenskir flugfarþegar eru vanir því að vakna um miðja nótt til að ná flugi út í heim því meirihluti brottfara frá Keflavík er árla dags. Sem betur fer eru morgunflug til Íslands sjaldgæf því það getur verið flókið að ferðast um erlenda stórborg um miðja nótt til að komast út á flugvöll. Farþegar Easy Jet á leið til Íslands þurfa þó að búa sig undir þess háttar næturbrölt því vélar félagsins frá London-Luton flugvelli fara í loftið klukkan tuttugu mínútur í sjö þriðjudaga og fimmtudaga en korter yfir sjö á sunnudögum.

Rúta, leigubíll eða lest

Líkt og hjá öðrum flugfélögum hefst innritun í flug Easy Jet tveimur tímum fyrir brottför. Farþegar þurfa því að vera komnir á flugvöllinn uppúr klukkan hálf fimm.

Þeir sem gista í London hafa úr nokkrum kostum að velja til að ná út á völl í tíma. Sá þægilegasti en jafnframt sá dýrasti er að taka leigubíl og tekur túrinn frá miðborg Lundúna um klukkutíma og kostar á bilinu 80 til 100 pund (15 til 19 þúsund íslenskar). Flugrútur ganga alla nóttina og bjóða nokkur fyrirtæki uppá þá þjónustu, þar á meðal flugfélagið sjálft undir heitinu Easy bus. Vagnar þess keyra frá nokkrum stöðum í London og eru ódýrstu fargjöldin á tvö pund. Það er þó raunhæft að reikna með að farið kosti að lágmarki 25 pund (um 4600 íslenskar). Leið 757 hjá Green Line strætisvögnunum er ódýrari kostur en ferðalagið tekur um einn og hálfan tíma frá miðborginni. Að lokum er það lestin sem fer á klukkutíma fresti á nóttinni frá London Pancras stöðinni og kostar farið 12,5 pund (um 2300 krónur). Sú sem fer átta mínútur í fjögur frá London rennir í hlað á Luton Airport Parkway stöðinni  þremur korterum síðar. Þaðan ganga rútur út á flugvöll á frá klukkan fimm á morgnana. Þessi kostur er því ekki heppilegur fyrir aðra en þá sem hafa bókað sig inn á netinu og eru aðeins með handfarangur. Þeir þurfa nefnilega ekki að vera komnir út á völl tveimur tímum fyrir brottför.

Margir eyða nóttinni í flugstöðinni

Eins og sést á þessari upptalningu þá er ekki auðvelt að komast frá London og út til Luton um miðja nótt og samkvæmt fjölmiðlafulltrúa flugvallarins er alltaf hópur af farþegum sem eyðir nóttinni á göngum flugstöðvarinnar. Þar eru kaffihús opin allan sólarhringinn. Flugvallahótel eru sennilega heppilegasti kosturinn fyrir þá sem millilenda í Luton á leiðinni heim til Íslands.

Flug Easy Jet leggja oft snemma í hann og miðað við hversu stórt félagið er þá er greinilegt að margir láta næturferðalag út á Luton flugvöll ekki stoppa sig. En hvort íslenskir túristar eru til í að byrja og enda utanlandsferðina á því að vakna um miðja nótt á eftir að koma í ljós.

Á heimasíðu Luton-London flugvallar er að finna nánari upplýsingar um hvernig komast má út á völl. Sjá hér.

TENGDAR GREINAR: Easy Jet eykur framboðið um eitt prósentÓdýrast leiðin til og frá tíu flugvöllum
NÝJAR GREINAR: Meirihlutinn vildi morgunmat og nú er hann ókeypis

Mynd: Easy Jet

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …