Samfélagsmiðlar

Ekki svo einfalt með Easy Jet

Farþegar breska lággjaldaflugfélagsins þurfa að ferðast út á Luton flugvöll um miðja nótt til að ná fluginu til Keflavíkur.

Íslenskir flugfarþegar eru vanir því að vakna um miðja nótt til að ná flugi út í heim því meirihluti brottfara frá Keflavík er árla dags. Sem betur fer eru morgunflug til Íslands sjaldgæf því það getur verið flókið að ferðast um erlenda stórborg um miðja nótt til að komast út á flugvöll. Farþegar Easy Jet á leið til Íslands þurfa þó að búa sig undir þess háttar næturbrölt því vélar félagsins frá London-Luton flugvelli fara í loftið klukkan tuttugu mínútur í sjö þriðjudaga og fimmtudaga en korter yfir sjö á sunnudögum.

Rúta, leigubíll eða lest

Líkt og hjá öðrum flugfélögum hefst innritun í flug Easy Jet tveimur tímum fyrir brottför. Farþegar þurfa því að vera komnir á flugvöllinn uppúr klukkan hálf fimm.

Þeir sem gista í London hafa úr nokkrum kostum að velja til að ná út á völl í tíma. Sá þægilegasti en jafnframt sá dýrasti er að taka leigubíl og tekur túrinn frá miðborg Lundúna um klukkutíma og kostar á bilinu 80 til 100 pund (15 til 19 þúsund íslenskar). Flugrútur ganga alla nóttina og bjóða nokkur fyrirtæki uppá þá þjónustu, þar á meðal flugfélagið sjálft undir heitinu Easy bus. Vagnar þess keyra frá nokkrum stöðum í London og eru ódýrstu fargjöldin á tvö pund. Það er þó raunhæft að reikna með að farið kosti að lágmarki 25 pund (um 4600 íslenskar). Leið 757 hjá Green Line strætisvögnunum er ódýrari kostur en ferðalagið tekur um einn og hálfan tíma frá miðborginni. Að lokum er það lestin sem fer á klukkutíma fresti á nóttinni frá London Pancras stöðinni og kostar farið 12,5 pund (um 2300 krónur). Sú sem fer átta mínútur í fjögur frá London rennir í hlað á Luton Airport Parkway stöðinni  þremur korterum síðar. Þaðan ganga rútur út á flugvöll á frá klukkan fimm á morgnana. Þessi kostur er því ekki heppilegur fyrir aðra en þá sem hafa bókað sig inn á netinu og eru aðeins með handfarangur. Þeir þurfa nefnilega ekki að vera komnir út á völl tveimur tímum fyrir brottför.

Margir eyða nóttinni í flugstöðinni

Eins og sést á þessari upptalningu þá er ekki auðvelt að komast frá London og út til Luton um miðja nótt og samkvæmt fjölmiðlafulltrúa flugvallarins er alltaf hópur af farþegum sem eyðir nóttinni á göngum flugstöðvarinnar. Þar eru kaffihús opin allan sólarhringinn. Flugvallahótel eru sennilega heppilegasti kosturinn fyrir þá sem millilenda í Luton á leiðinni heim til Íslands.

Flug Easy Jet leggja oft snemma í hann og miðað við hversu stórt félagið er þá er greinilegt að margir láta næturferðalag út á Luton flugvöll ekki stoppa sig. En hvort íslenskir túristar eru til í að byrja og enda utanlandsferðina á því að vakna um miðja nótt á eftir að koma í ljós.

Á heimasíðu Luton-London flugvallar er að finna nánari upplýsingar um hvernig komast má út á völl. Sjá hér.

TENGDAR GREINAR: Easy Jet eykur framboðið um eitt prósentÓdýrast leiðin til og frá tíu flugvöllum
NÝJAR GREINAR: Meirihlutinn vildi morgunmat og nú er hann ókeypis

Mynd: Easy Jet

Nýtt efni

„Við erum á lokametrunum í undirbúningi og opnum vonandi í september," segir Inga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Flóra hotels, um nýtt íbúðahótel á vegum Reykjavik Residence við Vatnsstíg. Á nýja hótelinu verða 26 íbúðir í nýuppgerðum fasteignum milli Laugavegs og Hverfisgötu en Reykjavik Residence rekur íbúðahótel á nokkrum stöðum í miðborginni. Flóra hotels, móðurfélag Reykjavík Residence, rekur …

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …