Samfélagsmiðlar

Svona minnkar þú líkurnar á að veikjast í flugvél

Líkurnar á að smitast af kvefi aukast þegar við fljúgum. Hér eru nokkur ráð til að forðast bakteríur um borð.

Um hátíðarnar eru farþegarými flugvélanna þéttsetinn og ekki ólíklegt að um borð séu einhverjir sem eru tæpir á heilsu eftir kuldakast síðustu vikna. Samkvæmt frétt á heimasíðu Wall Street Journal eru líkurnar á að við fáum flensu fimmtungi hærri í flugvél.

Það gæti því borgað sig að fylgja nokkrum einföldum ráðum sem læknir blaðsins gefur lesendum þess þó það sé næsta víst að þeir sem það gera muni fara eilítið í taugarnar á sessunautum sínum og jafnvel áhöfninni.

8 leiðir til að draga úr hættunni á að veikjast um borð í flugvél:

  1. Drekka nóg af vatni og jafnvel nota saltdropa í nefið til að halda því röku.
  2. Þvo hendurnar reglulega með spritti.
  3. Strjúka yfir sætisborð með sótthreinsiklút áður en það er notað.
  4. Forðast að nota sætisvasana.
  5. Kveikja á loftræstingunni og láta hana blása rétt fyrir framan andlitið til að bægja frá bakteríum. Loftið í kerfinu fer í gegnum síur sem stoppa langflesta gerla.
  6. Reyna að fá nýtt sæti ef sessunauturinn hóstar og hnerrar í sífellu.
  7. Ef lengi er slökkt á loftkælingunni þá er hættara á því að bakteríur berist um farþegarýmið. Því skal láta áhöfnina vita ef loftræstikerfið stöðvast í lengri tíma.
  8. Ekki nota teppi og kodda.

Að lokum mælist blaðið til þess að ferðamenn hafi í huga að boxin sem notuð eru í öryggishliðinum eru líklega full af gerlum, meðal annars vegna þess að skór farþega eru oftar en ekki settir ofan í þau.

NÝJAR GREINAR: 10 ódýrustu lyftukortin í ÖlpunumFerðaminningar Steinars Braga

Mynd: zen/Creative Commons

Nýtt efni

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …

Það styttist í að Strætó geti boðið farþegum upp á að greiða með bankakortum á snertilausan hátt í vögnum sínum. „Loksins!“ segja vafalaust margir óreglulegir notendur þjónustunnar, sem hafa pirrað sig á því hversu flókið og fráhrindandi greiðslukerfi Strætó er - að þurfa að hlaða niður Klapp-appinu (smáforriti), kaupa sérstaka passa með fyrirframgreiddum fargjöldum og …