Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Teits Þorkelssonar

Teitur Þorkelsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, kann að meta löng ferðalög og hefur farið í þau nokkur. Hann tekur ávallt köfunarskírteini með sér í fríið.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:

Fyrsta ferðalag mitt til útlanda var þegar ég var fimm ára og fór með mömmu til að búa með pabba sem var að læra íþróttafræði í Svíþjóð. Fátt man ég frá þeirri ferð annað en að ég fékk grænan plastvagn með gulum dekkjum sem gaman var að draga á eftir sér í sandkassa.

Man líka að konan á efri hæðinni sem við leigðum hjá bannaði að við sturtuðum niður á nóttinni af því að hundurinn hennar gæti vaknað og byrjað að gelta. Loks lenti eldri bróðir minn í lögreglunni eftir að eldri konur héldu fyrir misskilning að hann væri að leita að mat í ruslatunnu og það hlyti að vera af því að íslenska fjölskyldan væri svo blönk og það varð lögreglumál. Þessi lögregluafskipti og reglur um klósettsturt hafa litað upplifun mína af Svíum og landi þeirra æ síðan.

Samkvæmt minni skilgreiningu á ferðalögum var þó fyrsta ferðalagið fjögurra mánaða ferð um Frakkland, Spán og Karíbahafið þegar ég var tvítugur og nýútskrifaður úr Versló. París, Alparnir og Barcelóna, lestarferðalög, kaffihús, hvítlaukspasta, rauðvín og náttúra á sögufrægum slóðum voru ekkert slor.

Það besta tók svo við þegar ég kom yfir í Karíbahafið þar sem ég ferðaðist low budget í fyrsta sinn, húkkaði far á skútum með höfrunga allt í kring og leigði herbergi hjá gömlum kellingum fyrir tvöþúsund kall á mánuði. Margar snilldareyjar frá Guadeloupe suður til St Vincent and the Grenadines og margar bjartar minningar þaðan.

Best heppnaða utanlandsferðin:

Átta mánaða reisa í kringum hnöttinn 1992-1993. Eftir hálft ár í Asíu, Ástralíu og á Kyrrahafseyjum var maður orðinn svo ægilega afslappaður að ég hef aldrei upplifað annað eins. Einskonar Nirvana ástand náðist með sólbrúnum líkama og sérstaklega góðu fólki á ströndinni á Oahu Hawaii.

Þar á eftir kemur sigling á 43 feta skútu undan Grikklandsströndum þar sem ég og Gummi vinur minn vorum skipstjórar með sjö manns um borð. Vindurinn bar mann áfram á daginn, kúrað var í káetu um nætur og ný höfn á hverju kvöldi. Gott að borða, sjór, sól og og sæla. Öldurnar vagga manni í svefn. Snilldarferðamáti. Vantaði bara harmónikku um borð til að fullkomna augnablikið.

Verst heppnaða utanlandsferðin:

Ég man nú bara ekki eftir henni. Mínar utanlandsferðir hafa bara alltaf verið svo ljómandi vel heppnaðar. Kannski þó nýleg jólaferð til Vínarborgar þar sem konan mín, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, svaf yfir sig í flugið og ég þurfti að borga brúsann af því að Icelandair heimtaði fulla greiðslu fyrir ófarna ferð. Í þokkabót voru tengdó of sein á flugvöllinn í Vínarborg og þurftu þau að borga heilt fargjald til viðbótar til að komast heim með Express. Þetta var dýrt jólafrí.

Tek alltaf með í fríið:

Konan, passi, seðlar, kort, sundskýla og köfunarskírteini.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:

Þegar ég var rændur í heimagistingu á glæpaeyjunni miklu St Lucia. 200 USD down the drain, beint úr varasjóðnum í farangrinum. Heimilisfaðirinn og ræninginn hafði þó manndóm í sér til að byrja á nauðsynlegum framkvæmdum við húsið fyrir peninginn svo ég var sáttur.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:

Besti maturinn er án efa No name á Ko Tao í Thailandi sem samanstóð af afgöngum veitingastaðarins í ómelettu, svo ekki sé talað um Big No name sem var það sama með hressilegu áleggi.

Besti versti var náttúrulega hrár kjúklingaborgari á Katmandu Guesthouse í Nepal. Át bleikt og óeldað kjúklingakjöt í brauði í þróunarlandi og hugsaði um allar pestir sem gætu komið úr því. Fékk sem betur fer 50% afslátt af því að ég borðaði bara hálfan borgarann. Svo eru djúpsteiktar kjúklingalappir í Kuala Lumpur í Malasíu klukkan 05:00 að morgni líka í flokknum Bestu verstu.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Indónesía eins og hún leggur sig með öllum sínum 400.000 eyjum. Nánar tiltekið eyjan Kadidiri í Togean eyjaklasanum á Sulawesi í Indónesíu. Ódýrir pálmakofar á ströndinni, fuglasöngur, frábært sjávarlíf og frumskógur fyrir aftan. + Bjór á 200 kall og súkkulaði á 100 kr.

Draumafríið:

Sigla í kringum hnöttinn á minni eigin skútu, gæti tekið 1-3 ár eða svo. Kann að meta löng ferðalög. Hlakka til.

TENGDAR GREINAR: Ferðaminningar Einars SchevingFerðaminningar Steinars BragaFerðaminningar Arnar Úlfars Sævarssonar

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …