Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Greta Mjöll í Boston

Greta Mjöll Samúelsdóttir spilar með knattspyrnuliði Northeastern University í Boston. Hún kláraði BA-nám í fjölmiðlafræði við skólann um síðustu jól og er núna í meistaranámi í stafrænni fjölmiðlun. Hún spilar sitt síðasta tímabil með skólaliðinu í vetur.
Greta Mjöll gefur lesendum nokkrar góðar ábendingar um staði sem gaman er að kynna sér í Boston.

„Bostonborg er yndisleg, lítil stórborg sem hefur upp á óteljandi hluti að bjóða. Hverfið mitt Back Bay er mjög miðsvæðis og einkennist af miklu mannlífi og fjölbreytileika. Copley square er aðeins í nokkra mínútna göngufjarlægð og þar er ávallt mikið líf og margt í gangi. Á þriðjudögum og föstudögum er þar „Farmer´s Market“ þar sem seldir eru ferskir ávextir og grænmeti beint frá bændunum. Einnig er á boðstólnum vörur eins og brauð, sultur, sinnep, plöntur og blóm og svo mætti lengi áfram telja.“

Tvær spennandi götur

„Boylston Steet, sem liggur við Copley Square, er skemmtileg gata full af góðum veitingastöðum og verslunum. Newbury street er svo næsta gata við en hún er frægasta göngu- og verslunargata Boston. Eldgamlar, fallegar „brownstone“ byggingar ásamt fallegum trjám gera Newbury street ólíka týpískum verslunargötum. Þar má finna allt frá fínustu merkjunum, Ralph Lauren, Chanel og Armani, til „eðlilegra verslana“ eins og HM, Zara, og Forever 21. Newbury er einnig rík af dásamlegum veitingastöðum, allt frá dýrum flottum og fínum stöðum yfir í skyndibitastaði.“

Huggulegur garður bæði að sumri og vetri

„Við annan enda Newbury street liggur Boston Common, elsti almenningsgarður Bandaríkjanna. Þar er yndislegt að vera. Fólk situr og les, fer í lautarferðir, kastar frísbídiskum eða bara skoðar styttur og fagran gróður. Þarna er ávallt mikið mannlíf og þegar veðrið er gott eru tónlistarmenn út um allan garð að spila og syngja. Á veturna breytist svo Froskatjörnin (Frog Pond) í skautasvell sem er skemmtilegur viðkomustaður og afar vinsæll.

Charles River áin liggur meðfram endilangri Bostonborg. Þangað fer ég mikið hvort sem það er í hjólatúr eða til að skokka. Það er mjög vinsælt meðal borgarbúa að rölta meðfram ánni. Þar má einnig leigja sér kajak eða bát og skella sér í smá siglingu fyrir lítið fé.“

Góður ítalskur og vinsælasta brauðið

„Eitt af best geymdu leyndarmálum Boston er norðurendi borgarinnar eða „North End“. Þar er sagt að Ítalirnir hafi numið land og tekið sér búfestu. Tvær götur í þessum hluta borgarinnar fljúga með mann alla leið til Ítalíu, Hanover og Salem street. Báðar eru heimsóknarinnar virði og báðar stútfullar af dásamlegum ítölskum veitingastöðum. Það er í raun alveg sama hvar hoppað er inn því ég hef ekki enn orðið fyrir vonbrigðum.

Mínir uppáhaldsstaðir eru Pomodoro og Bricco. Pomodoro er alveg yndislegur, pínulítill staður og maður fær það á tilfinninguna að kokkurinn búi á efri hæðinni og reki staðinn á þeirri neðri. Maturinn er frábær og þjónustan alveg framúrskarandi. Bricco er mjög vinsæll staður og týpískari, ef svo má að orði komast, en býður uppá frábæran mat og drykk.

Beint á móti Pomodoro er svo vinsælasta bakarí Boston, Mike´s Pastry, það er svo sannarlega þess virði að heimsækja þó svo að röðin nái oft langt fram eftir götunni.“

Ódýri ávaxta- og grænmetismarkaðurinn

„Á hverjum föstudegi og laugardegi er haldinn ávaxta- og grænmetismarkaður niðri við Faneuil Hall í Boston, Quincy Market. Þar eru ávextir og grænmeti selt mjög ódýrt og mikil læti og fjör. Markaðurinn er starfræktur allan ársins hring. Faneuil Hall svæðið lifnar allt saman við þegar veðrið er gott, þá er þar fjörugt götulíf.“

TENGDAR GREINAR: Margrét í KaupmannahöfnBjörgvin Ingi í Chicago

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …