Samfélagsmiðlar

Skerjagarðurinn er innan seilingar

skerjagardurinn Henrik Trygg

Það er fjör við ferjuhafnirnar í Stokkhólmi því margir vilja út í hinn rómaða Skerjagarð. Túristi sigldi út í eyjarnar sem raða sér svo fallega fyrir utan borgina.

Eystrasalt teygir anga sína inn í Stokkhólm og setur svo sterkan svip á byggðina að borgin er stundum kölluð Feneyjar norðursins. Ferjurnar sem flytja heimamenn og túrista út í eyjarnar í Skerjagarðinum sækja farþegana því eiginlega heim að dyrum. Þeir lesendur sem ætla að verja tíma í Stokkhólmi í sumar ættu að nýta sér þessar góður samgöngur og sigla út í hinn stórkostlega Skerjagarð og eyða þar dagsparti eða jafnvel nokkrum dögum.

Rækjubátur um borð

Ferjurnar leggja í hann frá þremur mismunandi stöðum í miðborginni og það er vissara að panta miða með með fyrirvara og mæta tímanlega til að finna réttan ferju. Það myndast líka löng röð við bátana því fólk vill tryggja sér sætin nálægt veitingasölunni þar sem kardemommubollur, pylsur og dýrindis rækjulokur seljast eins og heitar lummur. Það er líka í góðu lagi að taka með sér nesti og spara sér ferð í sjoppuna.

Það er ekki svo dýrt að fá far með út í Skerjagarðinn. Klukkutíma sigling út í Vaxholm, eina vinsælustu eyjuna, kostar til að mynda um 1400 krónur (75 sænskar) með Vaxholmsbolaget. Þar er svo hægt að verja deginum í að skoða bæinn, stóru húsin og borða klassískan „hússmannsmat“ á hótelinu og horfa út á hafið.

Ógnandi kafbátar

Ein vinsælasta eyjan er Sändhamn en þangað fer enginn í dagsferð frá Stokkhólmi því báturinn er rúma þrjá tíma á leiðinni. Hin sjarmerandi Finnhamn er aðeins nær borginni og má mæla sérstaklega með heimsókn þangað fyrir þá sem vilja eyða smá tíma á kyrrlátri eyju með fallegum skógi og fögrum víkum. Á Finnhamn er gist á á farfuglaheimili eða í einföldum bústöðum. Á sumum eyjum eru líka hótel, til dæmis á Utö þar sem fólk ver deginum í að stinga sér ofan í sjóinn af klöppunum við norðurströndina eða sólar sig í sandinum í suðurhlutanum. Utö hefur verið í byggð síðan á sjöttu öld en Rússar léku eyjaskeggja grátt á þeirri átjándu. Það er því ekki að undra að óttinn við innrás frá Sovétríkjunum var landlægur á þessum slóðum lengi. Eyjan Siaröfortet ber þess heldur betur merki því stór hluti hennar er virki sem nota átti til að verjast sóveskum kafbátum á Kaldastríðsárunum. Það er þó afskaplega friðsælt við farfuglaheimili eyjunnar þar sem boðið er upp á einfalda gistingu, fínar veitingar og gufubað í flæðamálinu.

Ferðafélag Svíþjóðar sér um gistinguna á flestum eyjunum og kostar nóttin á farfuglaheimilum um 20 þúsund með morgunmat.

TENGDAR GREINAR: Vegvísir Stokkhólmur

Mynd: Ola Ericsson

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …