Samfélagsmiðlar

Banna ríkisstyrki til flugvalla

Rekstur flugvalla á Evrópska efnahagssvæðinu á að standa undir sér og setja á strangari reglur um styrki til flugfélaga. Að öllu óbreyttu munu breytingarnar hafa áhrif á starfsemi flugvallanna á Akureyri og í Reykjavík.

Ef meira en tvö hundruð þúsund farþegar á ári fara um ákveðinn flugvöll þá má ekki fjármagna rekstur hans með almannafé. Þetta kemur fram í nýjum drögum framkvæmdaráðs Evrópusambandsins um starfsemi flugvalla á Evrópska efnahagssvæðinu. Reglurnar myndu ná til starfsemi flugvallanna í Keflavík, Reykjavík og Akureyri en aðrir vellir hér á landi uppfylla ekki kröfur um lágmarks farþegafjölda.

Koma í veg fyrir óþarfa styrkveitingar

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia, sem rekur flugvellina hér á landi, er markmið nýju reglnanna að beina styrkveitingum að markaðsbrestum og um leið að koma í veg fyrir óþarfa styrkveitingar og eyðslu á almannafé. Núverandi drög að ríkisstyrkjareglunum útiloka nánast stuðning við flugvelli með meira en fimm milljónir farþega á ári og takmarka styrki til flugvalla með þrjár til fimm milljónir farþega. Á síðasta ári fóru um tvær og hálf milljón farþega um Keflavíkurflugvöll og í svari Isavia til Túrista kemur fram að nýju reglurnar muni hafa óveruleg áhrif á Keflavíkurflugvöll þar sem hann er fjármagnaður með notendagjöldum. Hins vegar er ekki búið að greina hver áhrifin verða á rekstur flugvallanna á Akureyri og í Reykjavík.

Notendur greiða lágt hlutfall

Á þessu ári er gert ráð fyrir að rekstur Akureyrarflugvallar kosti 441 milljón og þar af eru tekjur af notendagjöldum 77 milljónir eða 17,5 prósent af kostnaði. Rekstrarkostnaður Reykjavíkurflugvallar er áætlaður 659 milljónir í ár og notendagjöldin dekka 58 prósent af þeirri upphæð samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Íslenska ríkinu yrði því væntanlega bannað að veita styrkjum til þessara tveggja flugvalla ef reglurnar verða samþykktar innan ESB. Í Noregi er talið að átta flugvellir muni missa ríkisstyrki vegna breytinganna samkvæmt frétt á vef Nationen. Nýju reglurnar eiga að ganga í gildi eftir tíu ár.

Skerða möguleikana á niðurfellingu lendingagjalda

Eitt af því sem forsvarsmenn flugvalla nota til að laða til sín ný flugfélög og fjölga áfangastöðum er að bjóða afslátt af lendinga- og farþegagjöldum. Hér á landi njóta félög til að mynda styrkja í þrjú ár þegar þau hefja flug inn á nýjan markað frá Keflavík. Í tillögum framkvæmdastjórnarinnar er gert ráð fyrir að aðeins flugvellir með færri en þrjár milljónir farþega á ári megi veit þannig styrki og aðeins til tveggja ára.

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTTUR Á GÓÐU HÓTELI Í KAUPMANNAHÖFN
BÍLALEIGA: RENTALCARS LOFAR LÆGSTA VERÐINU

Mynd: Isavia

 

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …