Samfélagsmiðlar

Sofið í sirkus

Túristi mælir óhikað með Circus hótelinu í Mitte fyrir þá sem vilja eiga fjöruga helgi í Berlín.

Það væri í raun hægt að fara í borgarferð til Mitte í Berlín. Þessi miðpunktur borgarinnar hefur upp á allt að bjóða fyrir þá sem vilja eiga nokkra notalega daga í stórborg.

Við Rosenthaler Platz, eitt af stærri torgum hverfisins, eru tveir gististaðir sem kenndir eru við Circus. Sá ódýrari er gistiheimili og þar kostar nóttin í sérherbergi um 5 þúsund krónur (33 evrur). Verðið lækkar ef fleiri deila herbergi en hækkar ef bókaðar eru vistaverur með baði. Á hótelinu hinum megin við torgið eru eins manns herbergi frá 12 þúsund krónum á nóttina. Þeir sem vilja vera á miðpunkti stórborgarinnar eru vel í sveit settir á hótelum sirkusfólksins. Túristi tók hótelið út nýverið.

Herbergin

Circus hótelið skipar sér í flokk með nýmóðins hótelum þar sem innréttað er á einfaldan en persónulegan hátt. Herbergin eru mörg máluð í björtum litum, með stórum ljósmyndum á veggjum og mubblurnar sennilega keyptar í risastórri sænskri húsgagnabúð. Rúmin eru þó þægileg og sturtan góð, en þessi tvö atriði skipta ferðalanga oft meira máli en hægindastólar og skrifborð. Umferðin um Rosenthaler Platz er jöfn og þétt frá morgni til kvölds og þeir sem gista götumegin verða varir við það. Það gæti því verið sniðugt að fórna útsýninu og biðja um herbergi sem vísar út í bakgarðinn losna þannig við hávaðann frá götunni.

Staðsetningin

Circus stendur á mörkum Mitte og Prenzlauer Berg en það síðarnefnda hefur lengi verið vinsælt með Berlínarbúa. Það er því ógrynni af skemmtilegum veitingastöðum, sérverslunum og skemmtistöðum í kallfæri við hótelið. Það er metróstöð (U-Bahn) við hóteldyrnar og þaðan er auðvelt að taka lestina í allar áttir og komast áleiðis út á Schönefeld flugvöll.

Verðið

Tveggja manna herbergi í ódýrari kantinum kostar tæpar fjórtán þúsund krónur sem skipar Circus í flokk með millidýrum hótelum í Berlín. Verðlagið í höfuðborg Þýskalands er nefnilega ennþá nokkuð lægra en í stórborgunum í vesturhluta Evrópu.

Maturinn

Morgunverðarhlaðborð hótelsins er ljómandi fínt, alls kyns brauð og alvöru kjötálegg. Djúsinn er þó heldur naumt skammtaður. Á hótelinu er líka bar og afslappaður veitingastaður sem virðist líka draga til sín heimamenn. Það eru því ekki bara hótelgestir sem staldra við í Circus byggingunni við Rosenthaler Platz.

Sjá heimasíðu Circus-Berlin.

GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á HÓTELUM Í BERLÍN
VEGVÍSIR: MATUR OG DRYKKUR Í BERLÍN

Myndir: Circus Berlin

Nýtt efni

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …

Það styttist í að Strætó geti boðið farþegum upp á að greiða með bankakortum á snertilausan hátt í vögnum sínum. „Loksins!“ segja vafalaust margir óreglulegir notendur þjónustunnar, sem hafa pirrað sig á því hversu flókið og fráhrindandi greiðslukerfi Strætó er - að þurfa að hlaða niður Klapp-appinu (smáforriti), kaupa sérstaka passa með fyrirframgreiddum fargjöldum og …