Samfélagsmiðlar

Hvað kostar að nota snjallsíma í Evrópureisunni?

Það getur kostað nærri þrjátíu sinnum meira að nota netið í farsímanum á ferðalagi í Bandaríkjunum en í Evrópu. Það er útlit fyrir að munurinn verði enn meiri á næsta ári.

Íslenskur ferðamaður í Bretlandi borgar 447 krónur fyrir að skoða netið í 10 mínútur í símanum sínum. Sá sem er staddur í Bandaríkjunum gæti hins vegar þurft að greiða rúmar þrettán þúsund krónur fyrir. Helsta ástæðan fyrir þessum gífurlega mun er sú staðreynd að Evrópusambandið lækkar árlega það hámarksverð sem símafyrirtækin mega rukka fyrir notkun farsíma á Evrópska efnahagssvæðinu. Verðskrár allra íslensku fjarskiptafyrirtækjanna byggja á þessu hámarksverði sem Póst- og fjarskipastofnun gefur út.

Hins vegar er mikill munur á þóknun þeirra þegar kemur að símnotkun vestanhafs eins og kom fram hér nýverið.

Dýrt að horfa á sjónvarpið

Fréttaþyrstir ferðalangar ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir horfa á sjónvarpsfréttir í símanum sínum í gegnum 3G net í Evrópu. Það gæti nefnilega kostað um átta þúsund krónur eða því sem nemur þakinu sem símafyrirtækin eru með á niðurhali í útlöndum

Kostnaður við að nota netið í íslenskum síma á meginlandi Evrópu:

Gagnanotkun*Hámarksverð ESB
Netið: 10 mínútur5 Mb447 kr.
Facebook: 6 mínútur2 Mb179 kr.
Tölvupóstur: 20 stk án viðhengja0,5 Mb45 kr.
You Tube: 4 mín11 Mb982 kr.
Instagram: 5 myndir1 Mb89 kr.
Google Maps: 10 mín6 Mb536 kr.
Sjónvarp: 30 mín90 Mb8.027 kr.
 
*fjöldi megabæta er byggður á upplýsingum af heimasíðum nokkurra erlendra símafyrirtækja. Þau setja öll fyrirvara við útreikningana og segja þá aðeins til viðmiðunar.

Afsláttarpakkar

Þeir sem eru í viðskiptum við Símann eða Vodafone geta lækkað símakostnaðinn á ferðalagi innan EES-svæðisins töluvert með því að skrá sig skrá sig fyrir sérstökum þjónustum sem fyrirtækin bjóða upp á. Í Ferðapakka Símans kostar hvert megabæti 35 krónur í stað 88,5 króna og þeir sem eru með EuroTraveller hjá Vodafone borga 90 krónur fyrir hver 15 megabæti. Daggjaldið fyrir þessa þjónustu er 490 krónur hjá Símanum en 690 hjá Vodafone. Ferðalangar sem sjá til dæmis fram á að nota netið í um tíu mínútur á dag og styðjast við Google Maps af og til lækka símreikningin með því að nota þessa þjónustur. Einnig sendir fólk frí SMS, borgar ekkert fyrir að svara í símann og hringir ódýrara heim.

Lækkar um meira en helming á næsta ári

Frá því að Evrópusambandið hóf að setja þak á símakostnað innan Evrópska efnahafssvæðisins hefur gjaldið fyrir gagnanotkun erlendis lækkað um 91 prósent samkvæmt því sem segir á heimasíðu ESB. 1. júlí á næsta ári lækkar hámarksverðið enn frekar en í dag er það 89,3 krónur fyrir hver á megabæti. Næsta sumar gæti það farið niður fyrir fjörtíu krónur en gengi íslensku krónunar spilar hins vegar inn í og því ekki víst hvar hámarkið verður. Það er þó ljóst að það mun lækka töluvert.

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …