Samfélagsmiðlar

Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl

Það getur verið nauðsynlegt að hafa bíl til umráða í utanlandsferðinni en það kostar sitt að leigja einn slíkan. Hér eru þrjú atriði sem lækka leiguna umtalsvert.

vegur gr Aleksandr Kozlovskii

Tryggingar

Kaskótrygging er oftast innifalin í leigunni en sjálfsábyrgð á hefðbundnum bílaleigubíl er vanalega á bilinu 70 til 200 þúsund krónur. Upphæðin er mismunandi eftir leigum og bílategundum. Það er þó hægt að komast hjá sjálfsábyrgðinni með því að kaupa sérstaka tryggingu sem kallast oftast „Super Cover“. Ekki er hægt að bóka hana þegar gengið er frá leigunni á netinu heldur bjóða starfsmenn bílaleiganna trygginguna oftast þegar lyklarnir eru sóttir. Með því að kaupa þessa aukaþjónustu hefur reikningurinn hækkað ríflega því stóru bílaleigurnar rukka alla vega 3000 krónur á dag fyrir trygginguna. Það fæst þó oft smávægilegur afsláttur ef leigutíminn er meira en vika.
Þeir sem leigja bíla í gegnum bókunarsíður eins og Rentalcars geta hins vegar fengið niðurfellingu á sjálfsábyrgð ódýrari þar en hjá leigunum beint. Þannig kostar sú trygging, fyrir bíl af minnstu gerð, um 1800 krónur á dag fyrir leigu í skemmri tíma en um þúsund krónur fyrir lengri leigutímabil. Ókosturinn við að fara þessa leið er sú að ef þú lendir í tjóni þá þarftu að gera það upp við bílaleiguna og svo senda reikning fyrir tjóningu á bókunarfyrirtækið.
Og til að flækja málin þá eru bætur vegna tjóns á hjólabúnaði og rúðum eru ekki alltaf innifaldar í tryggingum bílaleiga og það borgar sig því alltaf að lesa smáa letrið og bera saman kostina sem í boði eru.

Bókunarsíður

Samkvæmt heimasíðum Hertz og Avis kostar ódýrasti bílaleigubíllinn við flugvöllinn í Alicante um páskana (29. mars til 2.apríl) nærri 30 þúsund krónur hjá því síðarnefna en ennþá meira hjá Hertz. Hins vegar finnur bókunarvél Rentalcars sambærilegan bíl á annarri leigu á tæpar 7 þúsund krónur. Það er því hægt að spara sér umtalsverða upphæð með því að nýta þennan millilið. En Túristi mælir með því að fólk skoði líka hversu góða umsögn bílaleigufyrirtækin hafa fengið hjá leigutökum en dómarnir birtast í leitarniðurstöðunum hjá Rentalcars. Og ef þú ætlar að leigja bíl á Spáni þá er víðast hvar ekki mælt með því að fólk taki því boði bílaleigunnar að skila bílnum með tómum tanki gegn ákveðinni þóknun, þ.e. „Full to empty“. Þóknunin er nefnilega nokkru dýrari en fullur tankur kostar.

Bílstólar

Þeir sem ferðast með börn leigja oft barnastóla í stað þess að taka með sína eigin. Bílaleigurnar rukka hins vegar um þúsund krónur á dag fyrir afnot að barnastól  en það getur verið einfalt að spara sér þennan kostnaðarlið. Sérstaklega fyrir þá sem keyra sjálfir út á Keflavíkurflugvöll og eru því hvort eð er með bílstólana í bílnum á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll. Börn eldri en 2 ára mega nefnilega oft innrita farangur og hjá sumum lággjaldaflugfélögum þarf ekki að rukka aukalega fyrir bílstóla. Það getur því verið umtalsverður sparnaður í því fólginn að ferðast með bílstólinn milli landa og kostur að nota stól sem barnið og foreldrarnir þekkja og kunna á.

Þú getur notað þessa leitarvél til að finna bílaleigubíla út um allan heim.

 

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …