Samfélagsmiðlar

Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl

Það getur verið nauðsynlegt að hafa bíl til umráða í utanlandsferðinni en það kostar sitt að leigja einn slíkan. Hér eru þrjú atriði sem lækka leiguna umtalsvert.

vegur gr Aleksandr Kozlovskii

Tryggingar

Kaskótrygging er oftast innifalin í leigunni en sjálfsábyrgð á hefðbundnum bílaleigubíl er vanalega á bilinu 70 til 200 þúsund krónur. Upphæðin er mismunandi eftir leigum og bílategundum. Það er þó hægt að komast hjá sjálfsábyrgðinni með því að kaupa sérstaka tryggingu sem kallast oftast „Super Cover“. Ekki er hægt að bóka hana þegar gengið er frá leigunni á netinu heldur bjóða starfsmenn bílaleiganna trygginguna oftast þegar lyklarnir eru sóttir. Með því að kaupa þessa aukaþjónustu hefur reikningurinn hækkað ríflega því stóru bílaleigurnar rukka alla vega 3000 krónur á dag fyrir trygginguna. Það fæst þó oft smávægilegur afsláttur ef leigutíminn er meira en vika.
Þeir sem leigja bíla í gegnum bókunarsíður eins og Rentalcars geta hins vegar fengið niðurfellingu á sjálfsábyrgð ódýrari þar en hjá leigunum beint. Þannig kostar sú trygging, fyrir bíl af minnstu gerð, um 1800 krónur á dag fyrir leigu í skemmri tíma en um þúsund krónur fyrir lengri leigutímabil. Ókosturinn við að fara þessa leið er sú að ef þú lendir í tjóni þá þarftu að gera það upp við bílaleiguna og svo senda reikning fyrir tjóningu á bókunarfyrirtækið.
Og til að flækja málin þá eru bætur vegna tjóns á hjólabúnaði og rúðum eru ekki alltaf innifaldar í tryggingum bílaleiga og það borgar sig því alltaf að lesa smáa letrið og bera saman kostina sem í boði eru.

Bókunarsíður

Samkvæmt heimasíðum Hertz og Avis kostar ódýrasti bílaleigubíllinn við flugvöllinn í Alicante um páskana (29. mars til 2.apríl) nærri 30 þúsund krónur hjá því síðarnefna en ennþá meira hjá Hertz. Hins vegar finnur bókunarvél Rentalcars sambærilegan bíl á annarri leigu á tæpar 7 þúsund krónur. Það er því hægt að spara sér umtalsverða upphæð með því að nýta þennan millilið. En Túristi mælir með því að fólk skoði líka hversu góða umsögn bílaleigufyrirtækin hafa fengið hjá leigutökum en dómarnir birtast í leitarniðurstöðunum hjá Rentalcars. Og ef þú ætlar að leigja bíl á Spáni þá er víðast hvar ekki mælt með því að fólk taki því boði bílaleigunnar að skila bílnum með tómum tanki gegn ákveðinni þóknun, þ.e. „Full to empty“. Þóknunin er nefnilega nokkru dýrari en fullur tankur kostar.

Bílstólar

Þeir sem ferðast með börn leigja oft barnastóla í stað þess að taka með sína eigin. Bílaleigurnar rukka hins vegar um þúsund krónur á dag fyrir afnot að barnastól  en það getur verið einfalt að spara sér þennan kostnaðarlið. Sérstaklega fyrir þá sem keyra sjálfir út á Keflavíkurflugvöll og eru því hvort eð er með bílstólana í bílnum á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll. Börn eldri en 2 ára mega nefnilega oft innrita farangur og hjá sumum lággjaldaflugfélögum þarf ekki að rukka aukalega fyrir bílstóla. Það getur því verið umtalsverður sparnaður í því fólginn að ferðast með bílstólinn milli landa og kostur að nota stól sem barnið og foreldrarnir þekkja og kunna á.

Þú getur notað þessa leitarvél til að finna bílaleigubíla út um allan heim.

 

Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …