Samfélagsmiðlar

Svona borgar þú miklu minna fyrir bílaleigubíl

Það getur verið nauðsynlegt að hafa bíl til umráða í utanlandsferðinni en það kostar sitt að leigja einn slíkan. Hér eru þrjú atriði sem lækka leiguna umtalsvert.

vegur gr Aleksandr Kozlovskii

Tryggingar

Kaskótrygging er oftast innifalin í leigunni en sjálfsábyrgð á hefðbundnum bílaleigubíl er vanalega á bilinu 70 til 200 þúsund krónur. Upphæðin er mismunandi eftir leigum og bílategundum. Það er þó hægt að komast hjá sjálfsábyrgðinni með því að kaupa sérstaka tryggingu sem kallast oftast „Super Cover“. Ekki er hægt að bóka hana þegar gengið er frá leigunni á netinu heldur bjóða starfsmenn bílaleiganna trygginguna oftast þegar lyklarnir eru sóttir. Með því að kaupa þessa aukaþjónustu hefur reikningurinn hækkað ríflega því stóru bílaleigurnar rukka alla vega 3000 krónur á dag fyrir trygginguna. Það fæst þó oft smávægilegur afsláttur ef leigutíminn er meira en vika.
Þeir sem leigja bíla í gegnum bókunarsíður eins og Rentalcars geta hins vegar fengið niðurfellingu á sjálfsábyrgð ódýrari þar en hjá leigunum beint. Þannig kostar sú trygging, fyrir bíl af minnstu gerð, um 1800 krónur á dag fyrir leigu í skemmri tíma en um þúsund krónur fyrir lengri leigutímabil. Ókosturinn við að fara þessa leið er sú að ef þú lendir í tjóni þá þarftu að gera það upp við bílaleiguna og svo senda reikning fyrir tjóningu á bókunarfyrirtækið.
Og til að flækja málin þá eru bætur vegna tjóns á hjólabúnaði og rúðum eru ekki alltaf innifaldar í tryggingum bílaleiga og það borgar sig því alltaf að lesa smáa letrið og bera saman kostina sem í boði eru.

Bókunarsíður

Samkvæmt heimasíðum Hertz og Avis kostar ódýrasti bílaleigubíllinn við flugvöllinn í Alicante um páskana (29. mars til 2.apríl) nærri 30 þúsund krónur hjá því síðarnefna en ennþá meira hjá Hertz. Hins vegar finnur bókunarvél Rentalcars sambærilegan bíl á annarri leigu á tæpar 7 þúsund krónur. Það er því hægt að spara sér umtalsverða upphæð með því að nýta þennan millilið. En Túristi mælir með því að fólk skoði líka hversu góða umsögn bílaleigufyrirtækin hafa fengið hjá leigutökum en dómarnir birtast í leitarniðurstöðunum hjá Rentalcars. Og ef þú ætlar að leigja bíl á Spáni þá er víðast hvar ekki mælt með því að fólk taki því boði bílaleigunnar að skila bílnum með tómum tanki gegn ákveðinni þóknun, þ.e. „Full to empty“. Þóknunin er nefnilega nokkru dýrari en fullur tankur kostar.

Bílstólar

Þeir sem ferðast með börn leigja oft barnastóla í stað þess að taka með sína eigin. Bílaleigurnar rukka hins vegar um þúsund krónur á dag fyrir afnot að barnastól  en það getur verið einfalt að spara sér þennan kostnaðarlið. Sérstaklega fyrir þá sem keyra sjálfir út á Keflavíkurflugvöll og eru því hvort eð er með bílstólana í bílnum á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll. Börn eldri en 2 ára mega nefnilega oft innrita farangur og hjá sumum lággjaldaflugfélögum þarf ekki að rukka aukalega fyrir bílstóla. Það getur því verið umtalsverður sparnaður í því fólginn að ferðast með bílstólinn milli landa og kostur að nota stól sem barnið og foreldrarnir þekkja og kunna á.

Þú getur notað þessa leitarvél til að finna bílaleigubíla út um allan heim.

 

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …