Samfélagsmiðlar

Leitin að ódýrum flugmiðum

Ennþá er hægt að finna farmiða héðan til útlanda í sumar fyrir rúmar sjö þúsund krónur og framboð á miðum undir tuttugu þúsund er töluvert. Það er þó ekki alltaf svo auðvelt að finna þessi ódýru sæti. MEIRA

 

 

 

Ennþá er hægt að finna farmiða héðan til útlanda í sumar fyrir rúmar sjö þúsund krónur og framboð á miðum undir tuttugu þúsund er töluvert. Það er þó ekki alltaf svo auðvelt að finna þessi ódýru sæti.

Það er vel annan tug flugfélaga sem stunda millilandaflug frá Keflavík yfir sumarmánuðina. Samkeppnin er þar af leiðandi töluverð um þessar mundir og á sumum flugleiðum eru þrjú flugfélög um hituna. WOW air hefur reglulega boðið farmiða á undir tíu þúsund krónur síðustu vikur og framboð á ódýru flugi hjá erlendum flugfélögunum er einnig þó nokkuð.

Hjálp í leitarvélum

Það eru sennilega ekki margir íslenskir ferðalangar með það á hreinu hvaða erlendu félög fljúga hingað, hvaðan þau koma og hvaða vikudaga þau nota fyrir Íslandsflug.

Ein leið til að kanna framboðið er að láta flugleitarvélar eins og Dohop, Momondo og Skyscanner finna fyrir sig hentugt flug frá Keflavík til ákveðinnar borgar.

Fargjöldin sem þessar síður finna á beinu flugi er oft mjög svipað og vísa þær í mörgum tilfellum notandanum beint á heimasíðu viðkomandi flugfélags. Farþeginn bókar þar og er verðið þá oft aðeins hærra en það sem leitarvélin fann því hún tekur ekki alltaf tillit til bókunar- og kreditkortagjalda viðkomandi flugfélags eða ferðaskrifstofu.

Borgar sig að kíkja á heimasíður flugfélaga

Leitarvélarnar eru því fínn kostur til að komast að því hverjir fljúga til borgarinnar sem ferðinni er heitið. Sumar sýna hvernig verðin á flugleiðinni breytast á milli daga og þannig er súlurit dönsku leitarvélarinnar Momondo.com ákaflega gagnlegt fyrir þá sem eru sveigjanlegir. Þeir geta þá smellt á þær súlur sem eru lægstar og sett saman ódýra ferð.

Á heimasíðum flugfélaga eins og easyJet, Flybe, German Wings, Norwegian og Vueling má líka fá yfirlit yfir fargjöld hvers mánaðar og þannig verður auðvelt að fá heildarsýn yfir þá kosti sem í boði eru. Með því að opna þessi dagatöl er oft hægt að finna dagsetningar sem eru miklu ódýrari en aðrar. Þetta á til dæmis reglulega við um flug Norwegian héðan til Oslóar og á heimasíðu easyJet er hægt að kalla upp yfirlit yfir ódýrustu fargjöld ársins. Galli við nokkrar af þessum heimasíðum er sá að það kemur ekki skýrt fram hvert er flogið beint og hvenær þarf að millilenda.

Þó mörg erlendu flugfélaganna stundi aðeins Íslandsflug fram á haust þá eykst framboðið á veturna einnig jafnt og þétt. Sú tíð er því liðin að nóg sé að gera verðsamanburð á íslensku flugfélögunum áður en miðinn út er bókaður. Í vetur munu til að mynda alla vega sex flugfélög halda uppi millilandaflugi héðan og á flestum flugleiðum til Evrópu munu tvö félög keppa um farþegana.

Smelltu til að sjá hverjir fljúga hvert í sumar

Sérvalin hótel í ódýrari kantinum og í milliverðflokki á vegum Tablet Hotels:

París: MayetThe FiveHotel Thérése London: The RockwellThe Mandeville
Kaupmannahöfn: TwentySevenAlexandra New York: AceSmyth
Barcelona: MarketGranados83 Berlín: KuDamm101Sir F.K. Savigny

 

 

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …