Samfélagsmiðlar

Miklu fleiri sólarlandaferðir

Flugfélögin og ferðaskrifstofurnar eru byrjaðar að auglýsa sumarferðirnar og af úrvalinu að dæma þá er gert ráð fyrir áframhaldandi ferðagleði Íslendinga.

 

 

Flugfélögin og ferðaskrifstofurnar eru byrjaðar að auglýsa sumarferðirnar og af úrvalinu að dæma þá er gert ráð fyrir áframhaldandi ferðagleði Íslendinga.

Það flugu ríflega 117 þúsund Íslendingar til útlanda í sumar samkvæmt talningu Ferðamálastofu og fjölgaði ferðum landans um tíund frá sama tíma árið 2013. Hversu stór hluti þessara farþega var á leið til suðurhluta Evrópu er ekki vitað en í ljósi þess hver framboð af sólarlandaferðum er mikið má gera ráð fyrir að tugir þúsunda Íslendinga heimsæki strendur Miðjarðarhafsins á sumrin.

Þrjár ferðir í vikur til Mallorca og Tenerife

Forsvarsmenn ferðaskrifstofanna hafa sagt að síðasta sumar hafi gengið vel og það ríkir greinilega bjartsýni á að næsta ár verði ennþá betra. Sem dæmi um það ætla Heimsferðir, Úrval-Útsýn og Vita allar bjóða upp á reglulegar ferðir til Mallorca næsta sumar. Oft sameinast þessar stærstu ferðaskrifstofur landsins um leiguflug til sólarstranda en svo verður ekki með ferðirnar til Mallorca. Það verður því flogið þrisvar í viku frá Keflavík til Palma næsta sumar en síðustu ár hefur framboð á ferðum til sólareyjunnar verið mjög takmarkað. Það stefnir líka í að íslenskum ferðamönnum á Tenerife yfir sumartímann fjölgi umstalsvert því frá og með vorinu verða ferðir þangað þrefalt tíðari en síðasta sumar.

Fleiri ítalskar borgir

Ítalir hafa ekki farið sömu leið í uppbyggingu ferðaþjónustunnar og til dæmis Spánverjar og Grikkir hafa gert. Ítölsku strandhótelin eru til að mynda oft minni og ekki alltaf með sundlaugar. Þeir sem halda til Ítalíuskaga yfir sumarmánuðina eru því ekki alltaf á leið í klassíska sólarlandaferð. Undanfarin sumur hefur hins vegar aðeins verið hægt að fljúga beint héðan til Mílanó en á næsta ári bætist við áætlunarflug Primera Air til Bologna og WOW air og spænska flugfélagið Vueling munu fljúga til Rómar.

Tyrkland og Grikkland inni

Á meðan Spánn hefur verið fastur liður á sumardagskrá ferðaskrifstofanna í áratugi þá hafa önnur lönd í suðurhluta Evrópu dottið inn og út af lista. Í hittifyrra komst gríska eyjan Krít á kortið á ný og í fyrra var töluvert úrval af ferðum til Tyrklands. Ferðunum fjölgar til tyrkneskra sólarstranda á næsta ári og mun ferðaskrifstofan Nazar til að mynda bjóða upp á flug þangað frá Akureyri í haust. Einnig verður hægt að fljúga beint til suðurhluta Portúgals með Vita.

Það er ekki útilokað að fleiri borgir og jafnvel lönd eigi eftir að bætast við úrvalið á næstunni. Þeir sem ætla ekki að treysta á gott veður hér heima hafa því úr nægum ferðum að velja til suðurhluta Evrópu næsta sumar.

 

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …