Samfélagsmiðlar

Miklu fleiri sólarlandaferðir

Flugfélögin og ferðaskrifstofurnar eru byrjaðar að auglýsa sumarferðirnar og af úrvalinu að dæma þá er gert ráð fyrir áframhaldandi ferðagleði Íslendinga.

 

 

Flugfélögin og ferðaskrifstofurnar eru byrjaðar að auglýsa sumarferðirnar og af úrvalinu að dæma þá er gert ráð fyrir áframhaldandi ferðagleði Íslendinga.

Það flugu ríflega 117 þúsund Íslendingar til útlanda í sumar samkvæmt talningu Ferðamálastofu og fjölgaði ferðum landans um tíund frá sama tíma árið 2013. Hversu stór hluti þessara farþega var á leið til suðurhluta Evrópu er ekki vitað en í ljósi þess hver framboð af sólarlandaferðum er mikið má gera ráð fyrir að tugir þúsunda Íslendinga heimsæki strendur Miðjarðarhafsins á sumrin.

Þrjár ferðir í vikur til Mallorca og Tenerife

Forsvarsmenn ferðaskrifstofanna hafa sagt að síðasta sumar hafi gengið vel og það ríkir greinilega bjartsýni á að næsta ár verði ennþá betra. Sem dæmi um það ætla Heimsferðir, Úrval-Útsýn og Vita allar bjóða upp á reglulegar ferðir til Mallorca næsta sumar. Oft sameinast þessar stærstu ferðaskrifstofur landsins um leiguflug til sólarstranda en svo verður ekki með ferðirnar til Mallorca. Það verður því flogið þrisvar í viku frá Keflavík til Palma næsta sumar en síðustu ár hefur framboð á ferðum til sólareyjunnar verið mjög takmarkað. Það stefnir líka í að íslenskum ferðamönnum á Tenerife yfir sumartímann fjölgi umstalsvert því frá og með vorinu verða ferðir þangað þrefalt tíðari en síðasta sumar.

Fleiri ítalskar borgir

Ítalir hafa ekki farið sömu leið í uppbyggingu ferðaþjónustunnar og til dæmis Spánverjar og Grikkir hafa gert. Ítölsku strandhótelin eru til að mynda oft minni og ekki alltaf með sundlaugar. Þeir sem halda til Ítalíuskaga yfir sumarmánuðina eru því ekki alltaf á leið í klassíska sólarlandaferð. Undanfarin sumur hefur hins vegar aðeins verið hægt að fljúga beint héðan til Mílanó en á næsta ári bætist við áætlunarflug Primera Air til Bologna og WOW air og spænska flugfélagið Vueling munu fljúga til Rómar.

Tyrkland og Grikkland inni

Á meðan Spánn hefur verið fastur liður á sumardagskrá ferðaskrifstofanna í áratugi þá hafa önnur lönd í suðurhluta Evrópu dottið inn og út af lista. Í hittifyrra komst gríska eyjan Krít á kortið á ný og í fyrra var töluvert úrval af ferðum til Tyrklands. Ferðunum fjölgar til tyrkneskra sólarstranda á næsta ári og mun ferðaskrifstofan Nazar til að mynda bjóða upp á flug þangað frá Akureyri í haust. Einnig verður hægt að fljúga beint til suðurhluta Portúgals með Vita.

Það er ekki útilokað að fleiri borgir og jafnvel lönd eigi eftir að bætast við úrvalið á næstunni. Þeir sem ætla ekki að treysta á gott veður hér heima hafa því úr nægum ferðum að velja til suðurhluta Evrópu næsta sumar.

 

Nýtt efni

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …