Samfélagsmiðlar

Margverðlaunuð fríhöfn

Annað árið í röð þykir Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vera sú fremsta í Evrópu að mati rits viðskiptaferðalanga.

 

Annað árið í röð þykir Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vera sú fremsta í Evrópu að mati rits viðskiptaferðalanga.

Árlega verðlaunar tímaritið Business Destinations þær fríhafnir í heiminum sem þykja skara fram úr á sínu svæði. Í ár, líkt og í fyrra, er það Fríhöfnin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem þykir fremst í Evrópu. Í tilkynningu frá Fríhöfnininni segir að sigurvegarar séu valdir með kosningu fjölmenns hóps áhrifamanna á sviði viðskiptaferðalaga og að yfirlýst markmið með veitingu verðlaunanna sé að vekja athygli á þeim aðilum sem hafa náð athyglisverðum árangri í rekstri og eða nýsköpun og snjöllum lausnum á hinum ólíku sviðum ferðaþjónustunnar. Dómnefndin er skipuð stórum og fjölbreytilegum hópi sérfræðinga úr viðskiptalífinu, m.a. stjórnendum viðskiptaferðalaga hjá fimm hundruð stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, félagsmönnum í Samtökum stjórnenda viðskiptaferðalaga og fleiri lykilmönnum á sviði viðskiptaferðalaga.

Þær fríhafnir sem unnu til verðlaun í ár eru:

Evrópa: Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli

Norður-Ameríka: Duty Free Los Angeles International Airport

Suður-Ameríka: Rio de Janeiro Galeao Duty Free

Mið-Austurlönd: Dubai Duty Free

Afríka: Dufry Sharm el-Sheikh Airport

Eyjaálfa: SYD Airport Tax & Duty Free

 

Nýtt efni

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …

Það styttist í að Strætó geti boðið farþegum upp á að greiða með bankakortum á snertilausan hátt í vögnum sínum. „Loksins!“ segja vafalaust margir óreglulegir notendur þjónustunnar, sem hafa pirrað sig á því hversu flókið og fráhrindandi greiðslukerfi Strætó er - að þurfa að hlaða niður Klapp-appinu (smáforriti), kaupa sérstaka passa með fyrirframgreiddum fargjöldum og …