Samfélagsmiðlar

Gengið um Brussel með íslenskum heimamönnum

Brussel gengid

Þau Tinna og Kristinn búa í höfuðborg Belgíu og bjóða ferðafólki upp á gönguferðir um borgina. Þau Tinna Ottesen og Kristinn Guðmundsson voru eitt sinn sveitungar í Kaupmannahöfn en hafa síðustu ár bæði búið í höfuðborg Belgíu. Þau eru bæði að klára listnám en bjóða líka ferðafólki upp á gönguferðir um þessa fallegu borg sem þau segja vera sneisafulla af girnilegum veitingum.
Afhverju að bjóða upp á skoðunarferðir um Brussel? Við höfðum bæði verið með þá hugmynd í maganum að bjóða uppá gönguferðir um borgina eftir að hafa tekið á móti mörgum góðum gestum og Tinna hefur líka skipulagt hópferðir hingað. Viðbrögð fólks eru ávallt mjög jákvæð þegar það uppgötvar að Brussel er langt frá því að standa undir ímyndinni um að vera leiðinleg skrifræðisborg heldur nær því að vera grænt og kaotískt fjölmenningarsamfélag. Nú er Icelandair byrjað að fljúga hingað allt árið og þar með er aðgengið að borginni fyrir Íslendinga auðveldara en eins kemur til okkar í gönguferðir fólk sem býr í öðrum hlutum Brussel og langar í ný sjónarhorn af borginni.

Vorin æðisleg

Er einhver árstími betri fyrir Brusselreisur en annar? Það er yfirleitt betra veður í Brussel en á Ísland svo það er alltaf gott að koma hingað. Það kom okkur svolítið á óvart hvað Brussel er sunnarlega og ef það koma hitabylgjur í ágúst er eiginlega of heitt. Við kunnum alla vega enn ekki alveg að haga okkur í tæplega 40 gráðu hita og 70 prósent raka. Það eru hins vegar nokkrir hápunktar á árinu. Til dæmis eru vorin og sumarbyrjunin æðisleg. Langþráður hitinn mætir á svæðið, kaffihúsin setja upp útiborðin og torg fyllast af fólki. Í maí er jazzfestival og þá eru fríir tónleikar út um allan bæ og Kunstendesart, sem er ein virtasta sviðslistahátíð í heimi. Brussel minnir menningarlega um margt á Reykjavík, þar sem það er alltaf offramboð af tónleikum, dans- og leiksýningum.
Brussel er líka mikil jólaborg, og á St. Catherine torginu er settur upp jólamarkaður með mat og jólagjöfum, heitum vöfflum og bjórum sem er auðvelt að eyða heilli kvöldstund á.

Bjór, súkkulaði og belgískar franskar

Hvað finnst ykkur að ferðamenn verði að smakka í heimsókninni? Brussel er rosaleg matarborg og hér eru víst fleiri Michelin veitingastaðir á fermetra en í París. Það allra mikilvægasta er hins vegar súröl eða lambic bjórar sem eru upprunanlega frá Brussel og bæjunum í kring. Þeir eiga það sameiginlegt að vera bruggaðir í opnum kerjum og eru ekki bruggaðir með hefðbundnu geri því það berst til karsins með andrúmsloftinu. Því skiptir miklu máli hvar þeir eru bruggaðir. Eitt mjög þekkt afbrigði af þeim, Krieg, er bruggað úr súrum kirsuberjum. Þeir geta verið mjög súrir og eru ekki allra en alveg nauðsynlegt að prufa. Þegar minnst er á belgíska bjóra, hugsa flestir fyrst til svokallaðra Trappist bjóra, sem eru bruggaðir í klaustrum með aldagömlum aðferðum og þeir eru rótsterkir en ljúffengir.
Belgía er ekki einungis þekkt fyrir bjór heldur einnig belgískar kartöflur, eða franskar eins og við þekkjum þær. Einn vinsælasti „belgísku-kartöflu-staðurinn“ er Maison Antoine sem er á Place Jourdan. Hann er alveg frábær og sumir tala um bestu kartöflur Belgíu! Gott ráð er að fara kaupa sér belgískar (gæti verið 20 mínútna biðröð en vel þess virði) setjast svo á einhvern barinn í kring og panta sér bjór með.
Brussel er alveg botnlaus af áhugaverðum mat, allt frá þurrkuðum pylsum og æðislegum ostum til þykkra pottrétta sem matreiddir er úr allskyns belgískum bjórum. Belgísk matargerð er ekkert svo fjarlæg þeirri íslensku, uppistaðan er kartöflur og kjöt en bara svo miklu meira „gourmet”. Súkkulaðið hér er náttúrulega alveg æðislegt og það er gaman að kynnast nýrri hugmyndarfræði um súkkulaði. Í Brussel er krökt af handverks súkkulaðibúðum og svo má ekki gleyma heita súkkulaðinu…guð minn góður.

Fjölbreytt hverfi út um alla borg

Eigið þið ykkur uppáhalds hverfi? Brussel er samansafn 19 þorpa og í hverju þorpi er kjarni sem kalla mætti miðbæ. Hvert þorp hefur ólíkt yfirbragð, og innan hvers þorps eru jafnvel nokkur minni hverfi. Þetta gerir Brussel að mjög skemmtilegri borg að búa í því maður hefur á tilfinningunni að það sé endalaust hægt að uppgötva eitthvað nýtt. En það eru auðvitað staðir í borginni þar sem við sækjum endurtekið í og St. Catherine svæðið er eitt af þeim. Það mætti kalla það Austurvöll Brussel og þangað kemur heimafólk til jafns við ferðafólk til að sitja á útiveitingastöðum, á kirkjutröppum eða standa við útiborð sjávarréttastaðanna og fá sér smárétti, freyðivín og belgískan bjór. Parvis í St. Gilles hverfinu er annar skurðpunktur í borginni þar sem er krökt af kaffihúsum, veitingastöðum og fólki sem er ekkert að flýta sér. Eða eins og pabbi myndi segja, þarna er gaman að sitja og fylgjast með mannlífinu. Svæðið hefur orð á sér að vera bóhema hverfi, þar sem listafólk og ungar fjölskyldur setjast að.

Þeir sem vilja slást í för með Tinnu og Kristni, til að mynda í tengslum við vinnuferð til Brussel, fá allar upplýsingar um ferðirnar á heimasíðu þeirra, Gengið í Brussel og Facebooksíðu. Icelandair býður upp á flug til Brussel allt árið um kring.

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …