Samfélagsmiðlar

Tekjur á hvern farþega WOW jukust um 1.407 krónur

Hver farþegi WOW air skilar núna meiru í kassann nú en áður en skýringuna er þó ekki að finna í hækkandi farmiðaverði að mati forstjóra og eiganda félagsins.

wowair freyja

Fyrstu þrjá mánuðina í fyrra námu tekjur WOW air á hvern farþega 19.318 krónum. Þær hækkuðu hins vegar um rúmlega sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs eða upp í 20.725 krónur samkvæmt útreikningum Túrista sem byggðir eru á upplýsingum úr fréttatilkynningum WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir lengri flugleiðir skýra muninn og bendir á að á fyrsta ársfjórðungi í fyrra hafi félagið ekki flogið til Bandaríkjanna né til Kanaríeyja. Þangað hafa þotur félagsins hins vegar farið oft í viku allt þetta ár. Skúli fullyrðir að verð á flugi til flestra áfangastaða hafi farið lækkandi í ár og skýringuna á auknum tekjum per farþega er því ekki að finna í hækkandi fargjöldum.

Tölurnar hækka hratt

Mikill viðsnúningar varð á rekstri WOW air á fyrsta ársfjórðungi og skilaði félagið 400 milljón króna hagnaði en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra nam tapið 280 milljónum. Flugáætlun félagsins ríflega tvöfaldaðist á tímabilinu, veltan jókst ennþá meira og farþegafjöldinn fór úr 88 þúsundum í 193 þúsund samkvæmt tilkynningu frá WOW air. Hagnaðurinn á tímabilinu er meðal annars áhugaverður fyrir þær sakir að flugfélög skila oftar en ekki tapi þessa fyrstu mánuði ársins þegar færri eru á ferðinni. Þannig hefur rekstur Icelandair Group vanalega verið í mínus fyrstu þrjá mánuði ársins og svo var einnig í ár. Þar með er ekki sagt að flugrekstur félagsins hafi skilað tapi en þar sem fyrirtækjasamsteypan gerir upp alla sína starfsemi í einu þá er ekki opinbert hver afkoma flugfélagsins Icelandair var ein og sér. Hins vegar sést í uppgjöri Icelandair Group, fyrir fyrsta ársfjórðung, að farþegatekjur Icelandair og Flugfélags Íslands jukust um rúmlega tíund frá því í fyrra.

37 prósent hærri tekjur hjá WOW

Vegna samsetningar Icelandair Group þá liggur beinna við að bera saman afkomu WOW air og hins norska Norwegian. Þessi tvö fyrirtæki eru nefnilega sambærileg að mörgu leyti, bæði eru þau t.a.m. norræn lággjaldaflugfélög sem bjóða upp á flug yfir hafið. Flugfloti beggja er líka nýlegur og þar með eyðslugrannur í samanburði við félög með eldri flugvélar. Norwegian var sem fyrr rekið með tapi á fyrsta ársfjórðungi en félagið skilar samt sem áður oftast hagnaði þegar allt árið er gert upp. Farþegum Norwegian hefur fjölgað verulega í ár, líkt og hjá WOW, en tekjur á hvern farþega norska félagsins eru tæpar 13 þúsund krónur eða 37 prósent lægri en hjá WOW air eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Megin skýringin á þessum muni er líklegast sú að Norwegian er mjög umsvifamikið í innanlandsflugi í Skandinavíu og svo stutt flug skila minni tekjum þó þau geti verið ábatasöm.

Þakkar starfsfólkinu

Aðspurður um þessa jákvæðu afkomu í byrjun árs segir Skúli að arðsemi af rekstrinum sé í augnablikinu ekki aðalatriði hjá sér heldur frekar að búa félagið undir áframhaldandi vöxt. Hann segist þó vera mjög ánægður að sjá að viðskiptamódelið gangi upp yfir vetrarmánuðina og það sé merkilegt að sætanýtingin sé 88 prósent á sama tíma og umsvifin hafi tvöfaldist. „Síðast en ekki síst erum við komin með frábært teymi sem veit hvert það er að fara og hvernig á að komast þangað,” bætir Skúli við.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …