Samfélagsmiðlar

Áfengissala í Fríhöfninni dregst saman

frihofnin

Skiptar skoðanir um ágæti breytinga  á tollkvóta ferðamanna. Tollkvóti ferðamanna miðast ekki lengur við lítra heldur áfengiseiningar. Flugfarþegar kaupa því minna af bjór við komuna til landsins og það mun hafa áhrif á íslenska ölframleiðslu að mati framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar.
Þann 17. júní gengu í gildi nýjar reglur um tollfrjálsan innflutning á áfengi. Nú þurfa flugfarþegar ekki lengur að blanda saman sterku áfengi, léttvíni og bjór í samræmi við fimm ólíkar samsetningar líkt og tíðkaðist áður. Í staðinn geta þeir nýtt allan tollinn til kaupa á aðeins sterku áfengi, léttvíni eða bjór og miðast hámarkið við 6 einingar. Ein áfengiseining er þá 3 lítrar af bjór, 0,75cl af léttvíni eða 0,25cl af sterkara áfengi.
Eins lítra flaska af sterku áfengi telst þá vera fjórar einingar en kippa af hálfslítra bjór er 1 eining.

Bjórsala dregst saman

Nú er komin fjögurra mánaða reynsla á þetta fyrirkomulag og að sögn Þorgerðar Þráinsdóttur, framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, er raunin sú að nú kaupir hver viðskiptavinur Fríhafnarinnar færri áfengislítra en fyrir breytingu. Í frumvarpi fjármálaráðherra um nýjan tollkvóta kom hins vegar fram að búast mætti við aukinni sölu í komuverslun Fríhafnarinnar í kjölfar breytinganna. Þorgerður segir ástæðuna fyrir þessari öfugu þróun vera þá að tvær fyrstu leiðirnar í gamla fyrirkomulaginu hafi verið þær vinsælustu hjá flugfarþegum en þær báðar innihalda of margar áfengiseiningar m.v. núverandi reglur (sjá töflu hér fyrir neðan). „Þeir sem notfæra sér aukninguna sem varð ef keyptur er eingöngu bjór eru ekki nógu margir til að vega upp á móti þeim sem kaupa helst minni bjór með sterku og léttu áfengi. Þetta hefur leitt til þess að bjór hefur minnkað nokkuð í magni sem hlutfall af heildarsölu. Sjötíu prósent af þeim bjór sem seldur er í komuverslun Fríhafnarinnar er innlend framleiðsla og því hefur þetta nokkur áhrif á innlenda bjórframleiðendur og mun til lengri tíma geta haft töluverð áhrif á sölu á íslenskum bjór,” bætir Þorgerður við.

Tímafrekara að útskýra nýju reglurnar

Í lagafrumvarpinu um breytingar á tollkvótanum, sem lagt var fyrir Alþingi í vor, kom fram að þáverandi fyrirkomulag hafi verið flókið í framkvæmd og tímafrekt hafi verið að veita leiðbeiningar um það, einkum til ferðamanna. „Með það fyrir augum að einfalda og auka skilvirkni framkvæmdarinnar, þ.e. leiðbeiningagjafar og eftirlits, er lagt til að tekin verði upp ný viðmið um gjaldfrjálsan innflutning ferðamanna, skipverja og flugverja á áfengi,” sagði jafnframt í frumvarpinu. Þetta hefur ekki gengið eftir að sögn Þorgerðar. „Raunin er hins vegar sú að nýja einingakerfið er a.m.k. í fyrstu miklu flóknara því samsetningarmöguleikarnir eru svo margir. Einingarnar miðast við algengar sölueiningar en mjög oft er sölueining t.d. 1,3 eining eða 0,7 eining. Þetta vefst fyrir viðskiptavinum en verður hugsanlega auðveldara þegar meiri reynsla er komin á einingakerfið. Það sem af er hefur vinna Fríhafnarstarfsmanna við að útskýra tollkvótann verið miklu meiri en það sem áður var.”

Þeir óánægðu eru háværari hópur

Í heildina segir Þorgerður að reynslan af nýju reglunum sé bæði jákvæð og neikvæð. Helsti gallinn er sá að tollkvótinn minnkaði miðað við tvær vinsælustu leiðirnar í gamla kerfinu en aftur á móti er almenn ánægja með þann aukna sveigjanleika sem nýja fyrirkomulagið býður upp á. Hún segir þó að óánægja þeirra sem upplifa skerðingu sé miklu meiri og háværari en ánægja þeirra sem nýta sér aukninguna.

Sendu inn tilnefningar til Íslensku ferðaverðlaunanna
Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …