Samfélagsmiðlar

WOW er í dag eins og Icelandair í hittifyrra

Á fyrri helmingi ársins flaug Icelandair með rétt um helmingi fleiri farþega en WOW air. Á sama tíma í fyrra var munurinn á íslensku flugfélögunum tveimur nærri þrefaldur.

icelandair wow

Á fyrri helmingi ársins flaug Icelandair með rétt um helmingi fleiri farþega en WOW air. Á sama tíma í fyrra var munurinn á íslensku flugfélögunum tveimur nærri þrefaldur. Fyrstu sex mánuði ársins fjölgaði farþegum WOW air um nærri 650 þúsund á meðan viðbótin hjá Icelandair nam um 200 þúsund farþegum. Stærðarmunurinn á félögunum tveimur minnkar því hratt en á fyrri helmingi ársins sátu 1.748.318 farþegar um borð í þotum Icelandair en 1,2 milljónir flugu með WOW air. Til samanburðar flutti Icelandair um 1,3 milljónir farþega á fyrri helmingi ársins 2015 eða litlu fleiri en WOW air gerði á fyrri helmingi þessa árs. Í farþegum talið er WOW air í dag álíka stórt flugfélag og Icelandair var fyrir tveimur árum síðan.
Bilið á milli þessara tveggja lang umsvifamestu flugfélaganna á Keflavíkurflugvelli hefur minnkað hratt síðustu misseri eða allt frá því að WOW air hóf flug til Bandaríkjanna fyrir 2 árum síðan eins og sjá má á súluritinu hér fyrir neðan.

Nýjar flugvélar hjá báðum félögum

Fyrr í þessum mánuði tók WOW er í gagnið nýja Airbus A321neo flugvél og samkvæmt tilkynningu er flugfélagið það fyrsta til að nota þess háttar þotu í áætlunarflug í Evrópu. Þar með verða þoturnar í flugflota WOW air 17 talsins og samtals rúma þær 3.338 farþega eða 196,4 að jafnaði. Í þeim 30 flugvélum sem Icelandair hefur á að skipa eru 5.805 sæti og meðalsætafjöldinn því 193,5.
Á næsta ári fær Icelandair afhent fyrstu eintökin af Boeing MAX þotunum en félagið gekk frá pöntun á sextán slíkum og á auk þess kauprétt á átta vélum í viðbót. MAX þoturnar eru minni en núverandi þotur og taka annars vegar 153 farþega og hins vegar 172.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …