Samfélagsmiðlar

Bjarnheiður býður sig fram til formanns SAF

Forsvarsfólk ferðaþjónustunnar velur sér nýjan formann í næsta mánuði og nú eru tveir frambjóðendur komnir fram.

Bjarnheiður Hallsdóttir

Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Katla DMI, ætlar að sækjast eftir formannsembættinu í Samtökum ferðaþjónustunnar. En Grímur Sæmundsen sem verið hefur forsvari fyrir samtökin síðustu fjögur ár ætlar að láta staðar numið á aðalfundi þeirra sem fer fram eftir rúmar þrjár vikur.

Bjarnheiður segir ástæðuna fyrir framboðinu sínu vera fyrst og fremst þá að hún hafi rekið ferðaþjónustufyrirtæki í rúm 20 ár og að ferðaþjónusta hafi verið hennar aðalstarf og jafnframt hennar helsta áhugamál. „Ég hef fengið tækifæri til að koma að greininni frá mörgum hliðum, meðal annars við stefnumótunarvinnu fyrir landshluta og sveitarfélög, starfa í ýmsum ráðum og nefndum auk kennslu, bæði við Ferðamálaskólann í Kópavogi og við Háskóla Íslands. Ég ber hag þessarar atvinnugreinar mjög fyrir brjósti og langar til að leggja mitt af mörkum á afgerandi hátt á þessum vettvangi atvinnurekenda. Til þess að tryggja veg hennar og vanda í framtíðinni,” segir Bjarnheiður.

Að mati Bjarnheiðar stendur ferðaþjónustan frammi fyrir mörgum stórum úrlausnarefnum um þessar mundir og því mikilvægt að framsýni og  fagmennska séu viðhafðar bæði hjá fyrirtækjum og ríkisvaldinu við allar ákvarðanir.

Aðpurð um stöðu SAF í dag og framtíðarýn hennar fyrir samtökin þá segir Bjarnheiður að forysta SAF hafi undanfarin ár gert margt mjög gott og eftirtektarverkt. „Ég myndi þó vilja efla innra starf samtakanna enn meira, meðal annars með því að gefa fagnefndum miklu meira vægi og auka samstarfið á milli nefndanna og stjórnarinnar. Einnig myndi ég vilja að SAF tæki sér meira pláss og taki oftar frumkvæði í umræðunni um ferðaþjónustu á landinu sem því miður á það til að vera neikvæðum nótum. Það er lífsnauðsynlegt fyrir ferðaþjónustuna að hún sé í sátt við íbúa og þeir séu sér meðvitaðir um hagrænt gildi hennar. SAF þarf að standa vörð um að rekstarumhverfi greinarinnar sé gott og samkeppnishæft  og ætti að efla samstarf og samræðu við stjórnvöld enn frekar en nú er gert. Bæði hvað varðar rekstarskilyrði fyrirtækjanna sem og mörg önnur mál eins og t.d. skipulagsmál og umhverfismál.”

Þórir Garðarsson, núverandi varaformaður, hefur áður tilkynnt að hann óski einnig eftir formannssætinu. Framboðsfrestur rennur út tveimur vikum fyrir aðalfund SAF sem fer fram þann 21. mars.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …