Samfélagsmiðlar

Fækka ferðum til Nýju Delí

Seinkun verður á afhendingu nýrra breiðþota til WOW air og því hefur félagið tekið út tvær af fimm vikulegum brottförum til Nýju Delí.

Nizamuddin moskan í Nýju Delí.

Jómfrúarferð WOW air til Nýju Delí á Indlandi er á dagskrá 6.desember og þar með verður í fyrsta sinn í boði áætlunarflug héðan til Asíu. Þetta verður jafnframt lengsta flugferðin frá Keflavíkurflugvelli því það tekur breiðþotur WOW um 10,5 tíma að fljúga alla þessa leið.

Þegar WOW air tilkynnti um þessa nýju flugleið þá kom fram að flogið yrði fimm sinnum í viku en nú hefur brottförunum verið fækkað niður í þrjár þar sem afhending á Airbus 330neo þotunum, sem nota á í flugið, hefur seinkað. „Strax og nýju vélarnar verða afhentar förum við í fimm flug í viku,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Það eru brottfarirnar á mánudögum og miðvikudögum sem detta út en áfram verður flogið héðan til Indlands á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Breiðþoturnar sem fyrir eru í flota WOW verða nýttar í flugið til Nýju Delí og af þeim sökum þarf að fella niður eina ferð í viku til bæði San Francisco og Los Angeles.

Nýja Delí er önnur stærsta borg Indlands á eftir Mumbai en eins og áður hefur komið fram þá horfir forstjóri WOW til fleiri áfangastaða í Indlandi. Í vor sagði Björgólfur Jóhannsson, þáverandi forstjóra Icelandair Group, að stjórnendur félagsins horfi til Indlandsflugs á næsta ári. Ekki hefur heyrst meira af þeim áformum Icelandair.

 

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Þess hefur verið beðið að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti um refsitolla á innflutning kínverskra rafbíla. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlilega mikinn ríkisstuðning við innlenda framleiðendur og var þetta meðal umræðuefna í Evrópuferð forseta Kína nýverið. Ný tollheimta myndi þýða milljarða evra aukalegar álögur á kínverska rafbílaframleiðendur.  Xi-Jingping, forseti Kína - MYND: Britta Pedersen/dpa-Zentralbild/dpa/Alamy Nú …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …