Samfélagsmiðlar

Fimm flott fríhafnarviskí

Sérfræðingar Viskíhornsins hafa lagt mat sitt á vískíið sem fáanlegt er í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og þessi fimm fá bestu meðmælin.

Það er óhætt að fullyrða að stór hluti íslenskra farþegar á Keflavíkurflugvelli kaupinn tollinn sinn við komuna til landsins. Og að sögn Jakobs Jónssonar, viskífræðings og ritstjóra Viskíhornsins, þá er úrvalið af vískí í Fríhöfninni betra nú en nokkru sinni fyrr. Og þessi fimm hér að neðan eru þau sem Vískíhornið mælir sérstaklega með þegar horft er til verðs og gæða.

Flóki – Ísland

„Byrjum á að kitla þjóðerniskenndina örlítið og skoða fyrsta, íslenska viskíið, Flóka. Nýverið kom út fyrsti einmöltungurinn (e. single malt) en hingað til hafa eingöngu verið til ungmölt (e. young malt), en ungmalt er ,,viskí” sem hefur ekki náð þriggja ára þroska í eikartunnum, heldur einungis nokkurra mánaða, Í viskíbransanum þarf áfengið almennt að hafa náð þriggja ára þroskun hið minnsta, og það eingöngu í eikartunnum til að mega vera kallað viskí.
Hafandi það í huga að Flóki er barnungur þá er það framúrskarandi vel heppnað. Fram kemur mjög mikil vanilla og hefur Flóki drukkið í sig geysimikið magn af eikinni á þessum tiltölulega stutta tíma. Viskí er oftast þroskað í endurunnum tunnum (búrbon er undantekning) og þess má geta að Eimverk, framleiðandi Flóka, svo að segja bjó til sínar eigin endurunnu tunnur en einmöltungurinn er þroskaður í tunnum sem áður innihéldu ungmaltið frá Eimverki.
Þarna hefur gríðarlega vel tekist til enda afar vel vandað til verks í Garðabænum.
Auk vanillunnar kemur fram negull, kanill, anís, greipaldin, örlítil karamella og áberandi keimur af íslensku byggi og fjallajurtum.“

Nikka – Japan

„Annað viskí sem má mæla með er frá hinni japönsku verksmiðju Nikka, sem er annar tveggja viskírisa þaðan, en hinn, og sá ögn betur þekkti er Suntory.
Nikka Coffey Grain (algengur misskilningur er að þetta komi kaffidrykknum eitthvað við, en glöggir sjá að ,,Coffey” er ekki ritað á sama hátt. Viskíið er eimað í síeimara sem er nefndur eftir þeim írska herramanni sem fann upp þá tækni, Aeneas Coffey).

Þetta viskí er ekki maltviskí, það er ekki unnið úr byggi heldur mestmegnis úr korni/maís og úr síeimara eins og áður er nefnt en ekki potteimara eins og einmöltungar eru eimaðir í. Síeimarinn framleiðir vanalega léttara viskí, sumir segja grófara réttilega, en í þessu tilviki stendur kornviskíið einmöltungum síst að baki. Það er enginn aldur tilgreindur en þetta er á bilinu 8-12 ára og er afskaplega létt, frískandi, mikill ávöxtur og minnir örlítið á búrbonviskí, sem er einmitt einnig framleitt úr korni. Það er ekki eins sætt og búrbon, það er mildara, heilmikill vanillukeimur og krydd sem minnir á kanil.
Nikka Coffey Grain er í fríhöfninni á 7990 krónur, sem er nokkuð gott verð en þess ber að geta að það fæst eingöngu í 70 sentilítra flöskum, en ekki 1000cl. eins og vaninn er í fríhöfnum.“

Ardbeg Uigeadail – Skotland

„Fyrir reykháfana er Ardbeg Uigeadail fáanlegt í flugstöð Leifs Eiríksonar á frekar sanngjörnu verði eða 8990 íslenskar krónur, en aftur er það eingöngu í 70 cl. flöskum.
Ardbeg Uigeadail (Uigeadail þýðir ,,drunga- og dularfullt” á galísku) er af náttúrulegum styrkleika eða 54.2% og að hluta til þroskað í sérrítunnum sem gefur aukna dýpt og sætu sem dansar vel í takt við reykinn sem einkennir Ardbeg. Stórbrotið viskí sem allir unnendur reyktra viskía ættu að kynna sér.“

Aultmore – Skotland

„Fyrir þá sem eru hallir undir léttari og ferskari viskí á borð við Glenfiddich, þá er Aultmore vissulega eitthvað sem er þess virði að kynna sér.
Það hefur ekki verið mikið um einmöltunga frá þeim á markaði undanfarin ár enda fer megnið af framleiðslunni í Dewar’s blöndunginn en hann er eitt mest selda blandaða viskí heimsins í dag sem og undanfarin ár. Nýverið kom út 12 ára einmöltungur og sá hefur aldeilis slegið í gegn, enda framúrskarandi viskí. Létt, ferskt, mikil vanilla, kryddað, með undursamlegan keim af rjómakaffi og karamellu.
Fæst í fríhöfnum á afar hófsömu verði eða 7699 krónur fyrir lítrann.“

Glenfarclas 18 – Skotland

„Glenfarclas er viskí sem ætti að falla vel í kramið hjá þeim sem eru fyrir þyngri viskí úr sérrítunnum.
Glenfarclas er frá Speyhéraði og er að miklu leyti þroskað í gömlum sérrítunnum sem gefa aukna dýpt. Mikill keimur af rúsínum, karamellu, vel þroskuðum plómum og hnetum auk mikillar vanillu úr eikinni eftir öll þessi 18 ár.
Pottþétt fyrir þá sem eru fyrir viskí á borð við Macallan og fæst í Fríhöfninni á einungis 9990 krónur líterinn sem er gjafverð fyrir viskí af þessu kalíberi.“

Túristi mælir með heimsókn yfir á Vískihornið fyrir áhugafólk um góða drykki.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …