Samfélagsmiðlar

Fimm flott fríhafnarviskí

Sérfræðingar Viskíhornsins hafa lagt mat sitt á vískíið sem fáanlegt er í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og þessi fimm fá bestu meðmælin.

Það er óhætt að fullyrða að stór hluti íslenskra farþegar á Keflavíkurflugvelli kaupinn tollinn sinn við komuna til landsins. Og að sögn Jakobs Jónssonar, viskífræðings og ritstjóra Viskíhornsins, þá er úrvalið af vískí í Fríhöfninni betra nú en nokkru sinni fyrr. Og þessi fimm hér að neðan eru þau sem Vískíhornið mælir sérstaklega með þegar horft er til verðs og gæða.

Flóki – Ísland

„Byrjum á að kitla þjóðerniskenndina örlítið og skoða fyrsta, íslenska viskíið, Flóka. Nýverið kom út fyrsti einmöltungurinn (e. single malt) en hingað til hafa eingöngu verið til ungmölt (e. young malt), en ungmalt er ,,viskí” sem hefur ekki náð þriggja ára þroska í eikartunnum, heldur einungis nokkurra mánaða, Í viskíbransanum þarf áfengið almennt að hafa náð þriggja ára þroskun hið minnsta, og það eingöngu í eikartunnum til að mega vera kallað viskí.
Hafandi það í huga að Flóki er barnungur þá er það framúrskarandi vel heppnað. Fram kemur mjög mikil vanilla og hefur Flóki drukkið í sig geysimikið magn af eikinni á þessum tiltölulega stutta tíma. Viskí er oftast þroskað í endurunnum tunnum (búrbon er undantekning) og þess má geta að Eimverk, framleiðandi Flóka, svo að segja bjó til sínar eigin endurunnu tunnur en einmöltungurinn er þroskaður í tunnum sem áður innihéldu ungmaltið frá Eimverki.
Þarna hefur gríðarlega vel tekist til enda afar vel vandað til verks í Garðabænum.
Auk vanillunnar kemur fram negull, kanill, anís, greipaldin, örlítil karamella og áberandi keimur af íslensku byggi og fjallajurtum.“

Nikka – Japan

„Annað viskí sem má mæla með er frá hinni japönsku verksmiðju Nikka, sem er annar tveggja viskírisa þaðan, en hinn, og sá ögn betur þekkti er Suntory.
Nikka Coffey Grain (algengur misskilningur er að þetta komi kaffidrykknum eitthvað við, en glöggir sjá að ,,Coffey” er ekki ritað á sama hátt. Viskíið er eimað í síeimara sem er nefndur eftir þeim írska herramanni sem fann upp þá tækni, Aeneas Coffey).

Þetta viskí er ekki maltviskí, það er ekki unnið úr byggi heldur mestmegnis úr korni/maís og úr síeimara eins og áður er nefnt en ekki potteimara eins og einmöltungar eru eimaðir í. Síeimarinn framleiðir vanalega léttara viskí, sumir segja grófara réttilega, en í þessu tilviki stendur kornviskíið einmöltungum síst að baki. Það er enginn aldur tilgreindur en þetta er á bilinu 8-12 ára og er afskaplega létt, frískandi, mikill ávöxtur og minnir örlítið á búrbonviskí, sem er einmitt einnig framleitt úr korni. Það er ekki eins sætt og búrbon, það er mildara, heilmikill vanillukeimur og krydd sem minnir á kanil.
Nikka Coffey Grain er í fríhöfninni á 7990 krónur, sem er nokkuð gott verð en þess ber að geta að það fæst eingöngu í 70 sentilítra flöskum, en ekki 1000cl. eins og vaninn er í fríhöfnum.“

Ardbeg Uigeadail – Skotland

„Fyrir reykháfana er Ardbeg Uigeadail fáanlegt í flugstöð Leifs Eiríksonar á frekar sanngjörnu verði eða 8990 íslenskar krónur, en aftur er það eingöngu í 70 cl. flöskum.
Ardbeg Uigeadail (Uigeadail þýðir ,,drunga- og dularfullt” á galísku) er af náttúrulegum styrkleika eða 54.2% og að hluta til þroskað í sérrítunnum sem gefur aukna dýpt og sætu sem dansar vel í takt við reykinn sem einkennir Ardbeg. Stórbrotið viskí sem allir unnendur reyktra viskía ættu að kynna sér.“

Aultmore – Skotland

„Fyrir þá sem eru hallir undir léttari og ferskari viskí á borð við Glenfiddich, þá er Aultmore vissulega eitthvað sem er þess virði að kynna sér.
Það hefur ekki verið mikið um einmöltunga frá þeim á markaði undanfarin ár enda fer megnið af framleiðslunni í Dewar’s blöndunginn en hann er eitt mest selda blandaða viskí heimsins í dag sem og undanfarin ár. Nýverið kom út 12 ára einmöltungur og sá hefur aldeilis slegið í gegn, enda framúrskarandi viskí. Létt, ferskt, mikil vanilla, kryddað, með undursamlegan keim af rjómakaffi og karamellu.
Fæst í fríhöfnum á afar hófsömu verði eða 7699 krónur fyrir lítrann.“

Glenfarclas 18 – Skotland

„Glenfarclas er viskí sem ætti að falla vel í kramið hjá þeim sem eru fyrir þyngri viskí úr sérrítunnum.
Glenfarclas er frá Speyhéraði og er að miklu leyti þroskað í gömlum sérrítunnum sem gefa aukna dýpt. Mikill keimur af rúsínum, karamellu, vel þroskuðum plómum og hnetum auk mikillar vanillu úr eikinni eftir öll þessi 18 ár.
Pottþétt fyrir þá sem eru fyrir viskí á borð við Macallan og fæst í Fríhöfninni á einungis 9990 krónur líterinn sem er gjafverð fyrir viskí af þessu kalíberi.“

Túristi mælir með heimsókn yfir á Vískihornið fyrir áhugafólk um góða drykki.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …