Samfélagsmiðlar

Óvenju annasamur jóladagur framundan í Leifsstöð

Flugsamgöngur til og frá landinu liggja ekki lengur niðri 25. desember og að þessu sinni verða í boði fleiri ferðir en áður. Umferðin er þó lítil miðað við það sem þekkist víða annars staðar.

Það var eiginlega séríslensk hefð að gera hlé á öllu millilandaflugi á jóladag. Þennan eina dag ársins var nefnilega lengi vel ekki hægt að fljúga til eða frá landinu jafnvel þó flugvellir í löndunum í kringum okkur hafi verið opnir og flugáætlunin þar fjölbreytt á jóladag sem aðra daga ársins. En með aukinni ásókn erlendra flugfélaga í Íslandsflug þá er þetta ferðahlé á undanhaldi.

Það var breska lággjaldaflugfélagið easyJet sem rauf hefðina fyrir fjórum árum síðan með einni áætlunarferð hingað til lands á jóladag og þá þurfti að ræsa út starfsfólk Keflavíkurflugvallar til að sinna farþegum. Árið eftir var ekkert flug á boðstólum en í hittifyrra og í fyrra voru ferðirnar þrjár.

Í dag verður hins vegar sett nýtt met því þá verður flogið héðan til fimm borga. Strax i morgunsárið kemur hingað þota á vegum Delta frá New York og flýgur hún svo til baka til Bandaríkjanna rétt fyrir klukkan hálf tíu. Í kringum hádegið stendur SAS fyrir ferðum hingað frá Kaupmannahöfn og Ósló og um kaffileytið tekur á loft þota á vegum Lufthansa sem fljúga mun til Frankfurt. Upp úr klukkan níu í kvöld er svo komið að fimmtu og síðasta ferð dagsins. Er það flug Wizz Air til Riga í Lettlandi.

Icelandair og WOW air halda hins vegar í hefðina og gera hlé á sínu áætlunarflugi frá Íslandi á jóladag. Þotur félaganna tveggja sem staddar eru vestanhafs fljúga þó hingað í nótt og lenda i fyrramálið, á öðrum degi jóla.

Ef þoturnar sem lenda hér í dag verða þéttsetnar þá munu um þúsund farþegar lenda hér í dag og sá stóri hópur kallar á ýmis konar þjónustu. Bæði í Leifsstöð og hjá fyrirtækjum í kringum flugstöðina, til að mynda hjá rútufyrirtækjum og bílaleigum. Gera má ráð fyrir að nærri allir farþegarnir séu erlendir ferðamenn en ekki tengifarþegar þar sem valkostirnir fyrir framhaldsflug í dag eru varla til staðar.

Nýtt efni

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …