Samfélagsmiðlar

Beðið eftir skýrum svörum frá Ballarin og skiptastjórum

Staðan á þrotabúi WOW air, sem skilgreint var sem kerfislega mikilvægt fyrirtæki af íslenskum stjórnvöldum, er óljós miðað við fréttir vikunnar. Þeir sem svörin hafa tjá sig ekki um málið.

Eins og staðan er núna er óljóst hvort WOW taki á loft á ný undir stjórn Michele Ballarin.

Tveggja opnu viðtöl munu ekki vera algeng í Morgunblaðinu en eitt slíkt var í blaðinu á miðvikudag þar sem Michele Ballarin fór yfir fyrirætlanir sínar um endurreisn WOW air í „ítarlegu einkaviðtali.“ Í inngangi þess kom reyndar fram að þvert á fyrri fréttir af kaupum Ballarin og félaga hjá US Aerospace, á helstu eignum þrotabús WOW air, þá væri ekki búið að greiða kaupverðið. Öfugt við það sem Fréttablaðið hafði eftir skiptastjóra þrotabúsins fyrr í mánuðinum. Af lestri Moggaviðtalsins að dæma þá var viðmælandinn ekki spurður úti þetta veigamikla atriði.

Morgunblaðið tekur svo upp þráðinn í dag og segir að kaupum Ballarin úr þrotabúi WOW hafi verið rift vegna vanefnda kaupenda. Áður hefur komið fram að deilt er um möguleika þrotabússins að standa við allan kaupsamninginn. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag þá mun kaupverðið nema um 180 milljónum króna. Það er um það bil einn hundraðshluti af þeim rúmu 12 milljörðum sem Ballarin, sagði við Moggann, að hún og viðskiptafélagar hennar ætluðu að setja í endurreisn WOW air.

Líkt og Túristi hefur í tvígang fjallað um þá vöktu framtíðaráform Ballarin fyrir WOW air furðu meðal viðmælenda Túrista sem vel þekkja til flugreksturs. Eins sú staðreynd að hún fékk athugasemdalaust að halda því fram í Mogganum að krónan hefði hrunið um 30 prósent. Í viðtalinu lýsti hún því jafnframt yfir að flugmálayfirvöld í Washington borg í Bandaríkjunum væru „ótrúlega spennt“ yfir því að endurreist WOW air ætli að opna starfsstöð á Dulles flugvelli. Þar mun US Aerospace vera með skrifstofur í dag. Flugmálayfirvöld í bandarísku höfuðborginni kannast þó ekki við þessar áætlanir  líkt og Túristi hefur greint frá.

Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður US Aerospace hér á landi, hélt því hins vegar fram í gær á Vísi að „víst“ væri verið að vinna með flugmálayfirvöldum í bandarísku höfuðborginni.

Hann færði þó engar frekari sönnur á málið. Svarið var þó skýrt sem Túristi fékk í fyrradag frá Metropolitan Washington Airport Authorities, sem svarar fyrir Dulles flugvöll, varðandi þetta atriði: „The Airports Authority is not affiliated with, nor does it have any knowledge of, US Aerospace Associates or Ms Ballarin’s organization. All questions regarding their plans should be directed to them. Unfortunately, we do not have contact information.“

Túristi hefur óskað eftir nánari útskýringum frá Ballarin á nokkrum af þeim atriðum sem hún nefndi í viðtalinu en svör hafa ennþá ekki borist. Á sama hátt hefur Sveinn Andri Sveinsson, annar af skiptastjórum WOW air, ekki svarað fyrirspurnum um stöðuna. Ennþá stendur því fullyrðing hans um að kaupverðið hafi verið greitt líkt og Fréttablaðið hafði eftir honum fyrir hálfum mánuði síðan.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …