Samfélagsmiðlar

Bjartsýnn á stöðu ferðaþjónustunnar eftir Covid-19

Nordic Visitor er ein stærsta ferðaskrifstofa landsins þegar kemur að skipulagningu Íslandsferða fyrir útlendinga. Þar vinna starfsmenn nú að því að betrumbæta ýmsa hluta rekstursins. Jafnframt er stefnan að bjóða Íslendingum mjög hagstætt verð í sumar á hóteli ferðaskrifstofunnar við Kirkjubæjarklaustur.

Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri og eigandi, Nordic Visitor.

„Útspil ríkisstjórnarinnar dró úr óvissu ferðaþjónstufyrirtækja og með þessum aðgerðum sjáum við, eins og margir aðrir, að við mun standa af okkur storminn. Þessi aðgerð leysir auðvitað ekki allan vanda og það er ljóst að fjöldi fyrirtækja er í mjög erfiðri stöðu og því miður komast ekki allir í gegnum þetta en það er von,“ segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri og eigandi Nordic Visitor.

„Þó að Nordic Visitor hafi verið í sterkri stöðu fyrir áfallið þá höfum við þurft að nýta hlutabótaleiðina og farið í verulegar hagræðingaraðgerðir eins og aðrir en við sögðum engum upp fyrir þessi mánaðarmót. Hjá okkur starfar mikið af mjög hæfum einstaklingum með margra ára reynslu. Það væri mjög þungbært að missa þessa starfsfélaga og þess vegna viljum við sjá aðeins lengra inn í framtíðina áður en við förum í afdrifaríkar aðgerðir,“ bætir Ásberg við.

Hann segir að þrátt fyrir að fyrirtækið sé algjörlega tekjulaust þá er næg verkefni að vinna þessa dagana. „Við erum að innleiða nýtt bakendakerfi, þróa ferðir, bæta verkferla, búa til efni fyrir vefinn og aðstoða viðskiptavini við að færa til dagsetningar. Við munum nýta tímann vel og ætlum að vera tilbúin þegar landið opnast á ný.“

Ferðamenn fá viðbótar inneign

Ásberg er nokkuð bjartsýnn á framhaldið til lengri tíma. „Umtalsverður fjöldi okkar viðskiptavina eru í rauninni bara að bíða eftir því að fá grænt ljós á að mega ferðast á ný. Viljinn er augljóslega til staðar og margir halda ennþá í vonina um að geta komið síðar í sumar. Við höfum einnig verið að bjóða öllum okkar viðskiptavinum, sem eiga ferðir bókaðar nú í vor og í sumar, að breyta dagsetningum eða fá inneign hjá okkur. Viðskiptavinurinn fær þá 15 prósent viðbótar inneign og mjög sveigjanlega skilmála á breytingum. Fólk hefur tekið þessu mjög vel og mikill meirihluti lýst yfir áhuga á að koma síðar á árinu eða á því næsta.”

Hvenær landamæri opnast og ferðaviðvaranir verða afturkallaðar liggur ekki fyrir en Ásberg segir ljóst að það muni taka sinni tíma að endurræsa allt kerfið. Hann telur að ímynd Íslands hafi styrkst í heimsfaraldrinum vegna viðbragðanna hér á landi og ferðamenn muni líta til þess þegar þeir velja áfangastað á næstu mánuðum og árum.

„Ég er í dag hóflega bjartsýnn á að geta tekið á móti ferðmönnum síðar í sumar. Umræða er hafin á fullum þunga í Evrópu hvernig eigi að opna fyrir ferðalög. Það mun auðvitað þurfa að sannfæra Íslendinga um að það sé óhætt að taka á móti ferðmönnum. En þá má benda á að ekkert smit hafi verið rakið til erlendra ferðamanna, enginn starfsmaður Isavia smitaðist í vinnunni og ekki heldur starfsmenn í verslunum eða hótelum svo vitað sé. Með réttum upplýsingum, leiðbeiningum og aðgerðaáætlunum þá tel ég að hægt verði að draga verulega út áhættunni á að erlendir ferðmenn beri smit til landsins. Ferðaþjónustufyrirtækin geta vel aðlagað sig að breyttu umhverfi til að vernda starfsmenn og viðskiptavini,” segir Ásberg.

Hótelið hefur verið fullbókað frá fyrsta degi

Eitt af þeim verkefnum sem hann vinnur að í dag er að stækka Magma Hótel sem er staðsett í Landbroti við Kirkjubæjarklaustur. „Við erum örugglega eina hótelið á landsbyggðinni sem er að stækka. Þetta er lítið gæða hótel í einstöku umhverfi sem við opnuðum 2017. Viðtökur frá fyrsta degi hafa verið gríðarlega góðar og í raun svo góðar að hótelið hefur verið svo til fullbókað frá fyrsta degi. Við höfum ekki fengið marga Íslendinga til okkar hingað til og hluti af þeirri ástæðu er að sumarið hefur alltaf verið fullbókað marga mánuði fram í tímann. Nú eigum við nóg af herbergjum laus fyrir Íslendinga hvort sem það er fyrir fjölskyldur, vinahópa eða pör.“

Ásberg segir að nú sé ætlunin að aðlaga sig að íslenska markaðinum og í undirbúningi er markaðsherferð til að kynna hótelið. „Við ætlum okkur að vera með einstaklega hagstætt verð í sumar þannig að sem flestir hafi efni á að gista hjá okkur. Þetta er verð sem ekkert hótel getur rekið sig á til lengri tíma. Við lítum á þetta að hluta til sem markaðssetningu og ekki verra ef við getum náð upp í laun og annan breytilegan kostað. Ég held að það verði líka rosalega gaman að fá Íslendinga í heimsókn og ég er nokkuð viss um að hótelið mun koma mörgum á óvart. Það kemur kannski ekki til af góðu en þetta verður sumarið sem Íslendingar fá tækifæri á því að kynnst öllu því frábæra sem íslensk ferðaþjónusta hefur uppá að bjóða.”

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …