Samfélagsmiðlar

Bjartsýnn á stöðu ferðaþjónustunnar eftir Covid-19

Nordic Visitor er ein stærsta ferðaskrifstofa landsins þegar kemur að skipulagningu Íslandsferða fyrir útlendinga. Þar vinna starfsmenn nú að því að betrumbæta ýmsa hluta rekstursins. Jafnframt er stefnan að bjóða Íslendingum mjög hagstætt verð í sumar á hóteli ferðaskrifstofunnar við Kirkjubæjarklaustur.

Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri og eigandi, Nordic Visitor.

„Útspil ríkisstjórnarinnar dró úr óvissu ferðaþjónstufyrirtækja og með þessum aðgerðum sjáum við, eins og margir aðrir, að við mun standa af okkur storminn. Þessi aðgerð leysir auðvitað ekki allan vanda og það er ljóst að fjöldi fyrirtækja er í mjög erfiðri stöðu og því miður komast ekki allir í gegnum þetta en það er von,“ segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri og eigandi Nordic Visitor.

„Þó að Nordic Visitor hafi verið í sterkri stöðu fyrir áfallið þá höfum við þurft að nýta hlutabótaleiðina og farið í verulegar hagræðingaraðgerðir eins og aðrir en við sögðum engum upp fyrir þessi mánaðarmót. Hjá okkur starfar mikið af mjög hæfum einstaklingum með margra ára reynslu. Það væri mjög þungbært að missa þessa starfsfélaga og þess vegna viljum við sjá aðeins lengra inn í framtíðina áður en við förum í afdrifaríkar aðgerðir,“ bætir Ásberg við.

Hann segir að þrátt fyrir að fyrirtækið sé algjörlega tekjulaust þá er næg verkefni að vinna þessa dagana. „Við erum að innleiða nýtt bakendakerfi, þróa ferðir, bæta verkferla, búa til efni fyrir vefinn og aðstoða viðskiptavini við að færa til dagsetningar. Við munum nýta tímann vel og ætlum að vera tilbúin þegar landið opnast á ný.“

Ferðamenn fá viðbótar inneign

Ásberg er nokkuð bjartsýnn á framhaldið til lengri tíma. „Umtalsverður fjöldi okkar viðskiptavina eru í rauninni bara að bíða eftir því að fá grænt ljós á að mega ferðast á ný. Viljinn er augljóslega til staðar og margir halda ennþá í vonina um að geta komið síðar í sumar. Við höfum einnig verið að bjóða öllum okkar viðskiptavinum, sem eiga ferðir bókaðar nú í vor og í sumar, að breyta dagsetningum eða fá inneign hjá okkur. Viðskiptavinurinn fær þá 15 prósent viðbótar inneign og mjög sveigjanlega skilmála á breytingum. Fólk hefur tekið þessu mjög vel og mikill meirihluti lýst yfir áhuga á að koma síðar á árinu eða á því næsta.”

Hvenær landamæri opnast og ferðaviðvaranir verða afturkallaðar liggur ekki fyrir en Ásberg segir ljóst að það muni taka sinni tíma að endurræsa allt kerfið. Hann telur að ímynd Íslands hafi styrkst í heimsfaraldrinum vegna viðbragðanna hér á landi og ferðamenn muni líta til þess þegar þeir velja áfangastað á næstu mánuðum og árum.

„Ég er í dag hóflega bjartsýnn á að geta tekið á móti ferðmönnum síðar í sumar. Umræða er hafin á fullum þunga í Evrópu hvernig eigi að opna fyrir ferðalög. Það mun auðvitað þurfa að sannfæra Íslendinga um að það sé óhætt að taka á móti ferðmönnum. En þá má benda á að ekkert smit hafi verið rakið til erlendra ferðamanna, enginn starfsmaður Isavia smitaðist í vinnunni og ekki heldur starfsmenn í verslunum eða hótelum svo vitað sé. Með réttum upplýsingum, leiðbeiningum og aðgerðaáætlunum þá tel ég að hægt verði að draga verulega út áhættunni á að erlendir ferðmenn beri smit til landsins. Ferðaþjónustufyrirtækin geta vel aðlagað sig að breyttu umhverfi til að vernda starfsmenn og viðskiptavini,” segir Ásberg.

Hótelið hefur verið fullbókað frá fyrsta degi

Eitt af þeim verkefnum sem hann vinnur að í dag er að stækka Magma Hótel sem er staðsett í Landbroti við Kirkjubæjarklaustur. „Við erum örugglega eina hótelið á landsbyggðinni sem er að stækka. Þetta er lítið gæða hótel í einstöku umhverfi sem við opnuðum 2017. Viðtökur frá fyrsta degi hafa verið gríðarlega góðar og í raun svo góðar að hótelið hefur verið svo til fullbókað frá fyrsta degi. Við höfum ekki fengið marga Íslendinga til okkar hingað til og hluti af þeirri ástæðu er að sumarið hefur alltaf verið fullbókað marga mánuði fram í tímann. Nú eigum við nóg af herbergjum laus fyrir Íslendinga hvort sem það er fyrir fjölskyldur, vinahópa eða pör.“

Ásberg segir að nú sé ætlunin að aðlaga sig að íslenska markaðinum og í undirbúningi er markaðsherferð til að kynna hótelið. „Við ætlum okkur að vera með einstaklega hagstætt verð í sumar þannig að sem flestir hafi efni á að gista hjá okkur. Þetta er verð sem ekkert hótel getur rekið sig á til lengri tíma. Við lítum á þetta að hluta til sem markaðssetningu og ekki verra ef við getum náð upp í laun og annan breytilegan kostað. Ég held að það verði líka rosalega gaman að fá Íslendinga í heimsókn og ég er nokkuð viss um að hótelið mun koma mörgum á óvart. Það kemur kannski ekki til af góðu en þetta verður sumarið sem Íslendingar fá tækifæri á því að kynnst öllu því frábæra sem íslensk ferðaþjónusta hefur uppá að bjóða.”

Nýtt efni

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðkiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …

Gistináttagjald upp á 400 krónur (2,7 evrur) verður lagt á í Færeyjum frá og með október á næsta ári. Um leið verða allir þeir sem koma til eyjanna með skemmtiferðaskipum að greiða 1.300 króna gjald (9 evrur). Allar tekjur af þessari nýju gjaldtöku renna í sérstakan náttúruverndarsjóð að því segir í tilkynningu. Sá sjóður verður …

Talning á brottfararfarþegum á Keflavíkurflugvelli gefur vísbendingu um að erlendum ferðamönnum hér á landi hafi fækkað um tvö prósent í nýliðnum maí í samanburði við sama tíma í fyrra. Þróunin var hins vegar mjög ólík á milli þjóðerna. Þannig jókst straumurinn hingað frá Kanada umtalsvert á milli ára á meðan ferðamönnum frá Ísrael og Rússlandi …

Það seldust 1.259 nýir Tesla bílar á Íslandi árið 2022 og í fyrra voru þeir nærri þrefalt fleiri eða 3.471. Veltan jókst ekki í takt við söluna því tekjur bandaríska rafbílaframleiðands af hverjum nýjum bíl hér á landi drógust saman um 17 prósent samkvæmt útrekningum FF7 sem byggja á ársreikningi Tesla Motors Iceland ehf. Þetta …

Það voru 155 þúsund útlendingar sem innrituðu sig í flug frá Keflavíkurflugvelli í maí en þessi talning er notuð til að meta ferðamannastrauminn hingað til lands. Í maí í fyrra voru erlendu brottfararfarþegarnir 158 þúsund og 165 þúsund í maí 2018 þegar þeir voru flestir. Það vantaði því sex prósent fleiri farþega til að jafna …