Samfélagsmiðlar

Rekstrartapið ríflega þrefaldaðist

Fyrsti fjórðungur ársins er Icelandair vanalega erfiður. Að þessu sinni var tapið af starfsemi mun meira en áður enda stöðvuðust flugsamgöngur í mars. Árið byrjaði samt vel en þá var Icelandair á ný með yfirburðastöðu í Íslandsflugi eftir fall WOW.

Bráðabirgðatölur úr uppgjöri Icelandair samsteypunnar gefa til kynna að tekjur hafi dregist saman um 16 prósent og rekstrartapið numið 26,8 milljörðum króna eða 208 milljónum dollara. Þetta kemur fram í tilkynning sem félagið sendi frá sér í gær. Til samanburðar þá nam tap félagsins á sama tíma í fyrra um 60 milljónum dollara eða 7,2 milljörðum króna á þáverandi gengi.

Fyrstu tvo mánuðina í ár var afkoma Icelandair í takt við væntingar og batnaði verulega á milli ára samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Marsmánuður var aftur á móti töluvert undir væntingum vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar og afleiðinga hennar.

Árið byrjaði því vel hjá Icelandair og í viðtali við Mbl.is í gærkvöld segir Bogi Nils Bogason, forstjóri félagsins, að reksturinn fyrstu tvo mánuði ársins hafi gengið miklu betur en í fyrra. Í því samhengi má rifja upp að WOW air var á fleygiferð í janúar í og febrúar í fyrra en að þessu sinni var Icelandair laust við helsta keppinautinn. Icelandair stóð þar með á ný undir rúmlega sextíu prósent áætlunarferða til og frá landinu sem var álíka og á árunum áður en Ameríkuflug WOW air hófst.

Það eru örfá flugfélög búin að birta uppgjör fyrir fyrsta fjórðung þessa árs og Finnair er eitt þeirra. Hjá því félagi lækkuðu tekjurnar hlutfallslega jafn mikið og hjá Icelandair eða um sextán prósent á þessu tímabili. Taprekstur finnska félagsins jókst líka frá fyrsta fjórðungi og nam um fimmtán milljörðum króna.

Í farþegum talið er Finnair fimm sinnum stærra flugfélag en Icelandair en rekstur þess finnska snýr þó eingöngu að flugi á meðan Icelandair samsteypan rekur einnig fjölda dótturfyrirtækja, þar á meðal ferðaskrifstofur og hótel, sem hafa sín áhrif á reksturinn. Eins og Túristi hefur áður fjallað um þá á finnska ríkið 56 prósent hlut í Finnair.

Samkvæmt tilkynningu Icelandair þá er lausafjárstaða félagsins enn yfir því 200 milljón dollara viðmiði sem stjórnendur þess vinna eftir en upphæðin gæti farið undir þessi mörk á næstu vikum. Þar hefur vafalítið endurgreiðsla á flugmiðum mikil áhrif því virði ónotaðra flugmiða nam 154 milljónum dollara um síðustu áramót. Gera má ráð fyrir að sú upphæð hafi hækkað mikið í byrjun árs því þá bóka margir ferðir sumarsins. Núna stefnir í að sumaráætlunin verði miklu takmarkaðri en upphaflega var gert ráð fyrir og þá þarf að endurgreiða stóran hluta farmiðateknanna.

Í ljósi neikvæðrar þróunar eldsneytisvarna hefur Icelandair millifært 2,6 milljarða króna inn á bundna reikninga hjá mótaðilum líkt og segir í tilkynningu. Icelandair, líkt og mörg önnur flugfélög, koma illa út úr samningum um kaup á eldsneyti á ákveðnu verði um þessar myndir enda hefur heimsmarkaðsverð hrunið og flug liggur niðri.

Icelandair sagði stórum hluta starfsfólks upp fyrir mánaðamót og nú undirbúa stjórnendur þess hlutafjárútboð sem fara á fram í næsta mánuði. Íslensk stjórnvöld tilkynntu svo fyrradag að þau væru tilbúin að kanna möguleika á að veita félaginu lánalínu eða ábyrgð á lánum til félagsins.


Viltu styðja Túrista?

Nú þegar virkilega á reynir þá stendur Túristi vaktina frá morgni til kvölds. Ef þú ert einn þeirra lesenda sem finnst gagn í skrifum Túrista þá væri ómetanlegt ef þú myndir leggja útgáfunni lið. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …