Samfélagsmiðlar

Streitulosun á Íslandi

Fyrsti hluti kynningarherferðar á vegum Íslandsstofu hefur litið dagsins ljós.

Skjámynd úr nýrri auglýsingu á vegum Inspired by Iceland sem Íslandsstofa hefur umsjón með.

Fyrsti hluti markaðsátaks Íslandsstofu, sem unnið er af bresku auglýsingastofunni M&C Saatchi, var settur í loftið fyrr í dag. Þar er heimsbyggðinni boðið að losa um uppsafnaða streitu vegna Covid-19 með því að láta öskur sitt hljóma hér á landi. Og til koma öskrinu til skila þá hefur hátölurum verið komið fyrir víðs vegar um landið. Í þeim mun svo hljóma öskur sem fólk hefur tekið upp með aðstoð tölvu eða síma á vefsíðunni www.lookslikeyouneediceland.com

Samtals verða það sjö hátalarar sem koma öskrunum til skila á Íslandi og getur fólk valið um staðsetningu. Hátalararnir eru staðsettir í Viðey í Reykjavík, Festarfjall við Grindavík, í nágrenni Skógarfoss, skammt utan við Djúpavog, við rætur Snæfellsjökuls, við Kálfshamarsvík og við Rauðasand á Vestfjörðum. Notendur fá svo að lokum myndbandsupptöku af því þegar öskrið þeirra „glymur“ á Íslandi. Íslendingar þurfa þó ekki að óttast að gremjuöskur útlendinga skemmi sumarfrí þeirra þar sem hljóðstyrknum er stillt í hóf eins og segir í tilkynningu frá Íslandsstofu.

Þar segir jafnframt að ferferðin sem hafi hlotið nafnið „Let It Out“ eða „Losaðu þig við það“ sæki innblástur til kenninga sálfræðinga um streitulosandi áhrif þess að öskra af öllum lífs og sálar kröftum. 

„Í könnun sem framkvæmd var á erlendum mörkuðum fyrir Inspired by Iceland í byrjun júní sögðust fjörutíu prósent aðspurðra finna fyrir streitueinkennum vegna Covid-19, og þrjátíu og sjö prósent svöruðu að ástandið hefði haft neikvæð áhrif á sálartetrið. Langvinn innivera, einsemd, endalausir fjarfundir og röskun á daglegu lífi hefur aukið streitu fólks m.a. takmarkanir á ferðalögum milli landa. Herferðinni er ætlað að draga fram kosti Íslands sem áfangastaðar,“ segir í tilkynningu.

„Það er mikilvægt að vekja athygli á kostum Íslands núna. Fólk er að láta sig dreyma um þá tíma þegar það verður hægt að ferðast aftur og jafnvel leggja á ráðin um ferðalög í náinni framtíð. Við viljum vera hluti af því samtali. Streitulosun er viðeigandi við þessar kringumstæður en gefur okkur jafnframt tækifæri á sama tíma til að sýna landið og minna á kosti Íslands,“ segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. 

Herferðin er hluti af markaðsverkefninu  Ísland – saman í sókn, sem  heyrir undir efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 og er fjármagnað  af  atvinnuvega- o g nýsköpunarráðuneytinu.

Nýtt efni

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …