Samfélagsmiðlar

Ferðamannastraumurinn þarf að þyngjast verulega til að standa undir fullri leigu

Hótel Borg, Nordica Hilton, Hótel Ísland og Hótel Natúra eru öll starfrækt í fasteignum í eigu Reita. Og frá og með fjórða ársfjórðungi reikna stjórnendur fasteignafélagsins með að leigutekjurnar af öllum hótelunum verði nálægt því sem var fyrir heimsfaraldurinn.

Þetta kemur fram í fjárfestakynningu sem birt var í síðustu viku í tengslum við síðasta uppgjör Reita.

Stærsti leigutakinn hjá Reitum eru Icelandair hótelin en þar fást engin svör um hvort raunhæft sé að fyrirtækið greiði fulla leigu frá og með þarnæstu mánaðamótum. Ekki fást heldur viðbrögð frá Keahótelunum sem leigja Hótel Borg af fasteignafélaginu.

Spurður hvort ferðaþjónustufyrirtæki séu í stakk búin til að greiða fulla leigu nú í lok árs þá segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, að staðan og horfurnar gefi ekki til kynna að öll fyrirtæki í greininni geti það.

„Ég tel augljóst að áhrifa faraldursins gæti enn verulega í fjárhag fyrirtækjanna, í hótelrekstri sem og öðrum greinum ferðaþjónustu,“ bætir framkvæmdastjóri SAF við.

Þegar horft er til fjölda gistinátta á hótelum á höfuðborgarsvæðinu þá sést hversu langt er í að tölurnar verði álíka og var fyrir Covid-19. Á síðasta fjórðungi ársins 2019 voru gistinæturnar á hótelum í Reykjavík um 645 þúsund talsins.

Í júní og júlí sl. voru þær að jafnaði 110 þúsund á mánuði. Ferðamannastraumurinn til höfuðborgarinnar þarf því að era um tvöfalt meiri á síðasta fjórðungi ársins ef hótelnæturnar eiga að verða á pari við það sem var í hittifyrra.

Það sem vinnur þó með hótelunum er að framboð á gistirými í höfuðborginni er minna núna en það var. Ennþá hafa nefnilega ekki öll hótel opnað. Hlutdeild hótelanna sem Reitir leigja út gæti því verið hærri en áður. Markaðurinn mun þó taka töluverður breytingum í árslok þegar Marriott Edition opnar 253 herbergja fimm stjörnu hótel við Hörpu. Viðbúið er að sú viðbót setji pressu á verðskrár annarra hótel í borginni.

Nýtt efni

Þegar stjórnendur Easyjet ákváðu að hefja flug til Keflavíkurflugvallar árið 2012 gerðu þeir aðeins ráð fyrir áætlunarflugi hingað yfir sumarmánuðina frá London. Viðtökurnar voru hins vegar það góðar að þeir bættu strax við vetrarflugi. Segja má að sú viðbót hafi valdið straumhvörfum í íslenskri ferðaþjónustu því í kjölfarið komu hingað miklu fleiri breskir ferðamenn yfir …

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …