Samfélagsmiðlar

Stjórnendur Play þurfa að líta upp úr WOW skjölunum

Svona kynntu stofnendur Play leiðakerfi félagsins árið 2019. Nýir eigendur flugfélagsins og stjórnendur hafa haldið tryggð við upphaflegt plan.

Það verða sex nýlegar Airbus þotur í flugflota Play næsta sumar. Á heimasíðu flugfélagsins er þó aðeins hægt að bóka flug til tveggja áfangastaða frá og með vetrarlokum. Í báðum tilvikum staðir sem aðallega Íslendingar fljúga til, Alicante og Tenerife.

Það er því ekkert á boðstólum hjá Play fyrir ferðamenn á leið til Íslands næsta sumar. Né heldur ferðaskrifstofur sem þessa dagana eru að skipuleggja Íslandsreisur fram í tímann. Keppinautar Play eru aftur á móti með mikið úrval af Íslandsflugi allt fram til haustsins 2022.

Ein skýring á þessari óheppilegu stöðu Play gæti verið sú að stjórnendur félagsins séu farnir að efast um leiðakerfið og uppstokkun sé framundan. Hingað til hefur Play nefnilega siglt á sömu mið og WOW air gerði. Jafnvel þó blómaskeið þess félags hafi verið á árunum 2015 til 2017.

Áfangastaðir Play í sumar hafa þannig verið þeir sömu og stofnendur flugfélagsins kynntu fjárfestum í hittifyrra (sjá mynd hér að ofan). Allt eru þetta borgir sem skipuðu fastan sess í leiðakerfi WOW en tveir af stofnendum Play og fyrstu starfsmenn þess félags voru áður í vinnu hjá flugfélagi Skúla Mogensen.

Samkeppni á öllum stöðum

Það var alltaf ljóst að Play myndi ekki sitja eitt að neinum af þessum áfangastöðum. Sú staðreynd og allar þær breytingar sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér breyttu engu í upphaflegu leiðakerfi Play. Nýverið var svo vetrarferðum til Kanarí og Salzburg bætt við en til þessara staða flaug WOW líka.

Play fylgir því áfram fordæmi forverans. Jafnvel þó það félag hafi verið starfandi við aðrar aðstæður en nú ríkja.

Niðurstaðan í júlí var sú að tæplega tíu þúsund farþegar nýttu sér ferðir Play og sætanýtingin var 42 prósent. Óhætt er að fullyrða að það voru ferðirnar með sólþyrsta Íslendinga til Spánar sem hýfðu þetta hlutfall upp. Farþegarýmið í þotum Play sem flugu til Parísar, Berlínar og London hefur því oft verið fámennt. Ferðunum til þessara þriggja borga hefur líka verið fækkað nú í september.

Icelandair hefur notið sumarsins á Jótlandi

Flug Play til Kaupmannahafnar hefur líklega gengið mun betur enda hefð fyrir mikilli íslenskri traffík milli Keflavíkurflugvallar og dönsku höfuðborgarinnar. Íslendingar hér heima og í útlöndum þekkja líka Play en það gera erlendir ferðamenn ekki.

Af þeim sökum kom undirrituðum á óvart að Play skildi ekki sækja á fleiri íslenska markaði núna þegar ferðalög milli landa eru takmörkunum háð. Billund á Jótlandi er dæmi um einn slíkan og þar hefur Icelandair notið þess í sumar að vera eitt um hituna.

Í júlí flutti Icelandair 2.809 farþega til og frá jóska flugvellinum samkvæmt tölum frá dönskum flugmálayfirvöldum. Ferðirnar voru samtals átján talsins og sætanýtingin 84 prósent samkvæmt útreikningum Túrista. Til samanburðar flutti Play 9.899 farþega í 130 áætlunarferðum í júlí.

Billund var hins vegar aldrei hluti af leiðakerfi WOW og því kannski ekki á radarnum hjá forsvarsfólki Play. Ekki frekar en Bergen eða Gautaborg þar sem fjöldi Íslendinga býr en enginn hefur flogið til frá Keflavíkurflugvelli í sumar.

Fimmtán þúsund Pólverjar

Það má líka flokka flug til Póllands sem einskonar íslenskan markað. Hér á landi búa um tuttugu þúsund Pólverjar og flugsamgöngur milli Íslands og Póllands hafa verið mjög tíðar. Í júní og júlí flugu til að mynda fimmtán þúsund Pólverjar frá Keflavíkurflugvelli samkvæmt talningu Ferðamálastofu.

Þarna var því risastór markaður í sumar en auðvitað hefði samkeppnin við Wizz Air verið hörð líkt og starfsmenn Play þekkja af fyrri reynslu frá WOW.

Það má vera að engar breytingar séu stórar breytingar séu framundan á leiðakerfi Play og að batamerkin verði skýr næstu flutningatölum félagsins.

Ef ekki þá ættu stjórnendur félagsins þó að vera óhræddir við að skipta um takt því regluleg uppstokkun á áfangastöðum er eitt af því sem einkennir lágfargjaldaflugfélög. Svo er að sjá hvort New York, Boston, Baltimore og Toronto verði fyrstu áfangastaðir Play vestanhafs eins og fjárfestum var kynnt í hittifyrra.

Eða mun félagið horfa til íslensku umferðarinnar til Orlando þó WOW air hafi aldrei gert almennilega tilraun þar.

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …