Samfélagsmiðlar

Myndin af kortaveltu erlendra ferðamanna hefur skekkst

Greiðslukort eru notuð í auknum mæli innan ferðaþjónustunnar. Það hefur sín áhrif á kortaveltu á hvern ferðamann líkt og Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line, fer hér yfir í innsendri grein.

„Ljóst er einnig að kaupmáttur erlendra ferðamanna hefur ekki aukist jafn mikið og tölur RSV gefa til kynna," segir Þórir Garðarsson.

Fullyrða má að erlend kortavelta gefi ekki lengur sömu mynd og áður af eyðslu erlendra ferðamanna hér á landi. Fyrir því eru ýmsar ástæður, svo sem að erlend sölufyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að notað greiðslukort til að gera upp við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í stað þess að millifæra í banka.

Þá hefur notkun peningaseðla snarminnkað. Verulegur samdráttur hefur einnig orðið í deilihagkerfinu og þau viðskipti færst yfir til fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þetta þýðir að velta með erlendum kortum eykst en á móti dregur úr bankamillifærslum. Tekjurnar hafa þó ekkert endilega aukist.

Við sjáum þetta mjög skýrt hjá Gray Line. Eftir að heimsfaraldurinn skall á 2020 var samningum breytt á þann veg að mörg erlend sölufyrirtæki greiða nú með greiðslukortum. Þessi þróun er skiljanleg, vegna þess að greiðslukortin eru að flestu leyti þægilegri og öruggari í viðskiptum milli landa. Áhættan er minni, tæknin betri og þægilegri og greiðslurnar skila sér hraðar en með bankamillifærslu.

Greiðslukortin segja ekki sömu söguna

Þessi tilfærsla fyrirtækjaviðskipta yfir í greiðslukort segir hins vegar ekkert um kortanotkun erlendra ferðamanna eftir að þeir eru komnir hingað. Þeir áttu þessi viðskipti í heimalandi sínu, ekki hér á landi. Þessi viðskipti gefa heldur ekki rétta mynd af eyðslu eftir þjóðernum þar sem viðskipti erlendra söluaðila eru landamæralaus. Viðskiptavinir eru ekkert endilega frá því landi sem greiðslan kemur frá.

Dæmi um þetta er erlent sölufyrirtæki sem er með samning við Icelandair um vefsölu íslenskra afþreyingaferða þar sem t.d. bandarískir ferðamenn eru mjög stórir kaupendur. Greiðslur frá þessum söluaðila koma hins vegar frá Sviss og eru því væntanlega skráðar á svissneska ferðamenn, en koma í raun að verulegu leyti frá bandarískum ferðamönnum. Sama má segja um nokkur önnur stór alþjóðleg sölufyrirtæki sem gera upp í gegnum breskt fyrirtæki. Greiðslur þeirra til íslenskra fyrirtækja eru þar af leiðandi skráðar á breska ferðamenn, þó svo að kaupendur þjónustunnar komi víða að úr heiminum.

Skuggahagkerfið

Stærsta breytan er sennilega samdrátturinn í deilihagkerfinu sem ég kýs að kalla skuggahagkerfið. Þar er tekjuskráningu verulega ábótavant og skattasniðganga hefur verið umtalsverð í gegnum árin. Með stærstu söluaðilum í deilihagkerfinu er Airbnb sem hefur verið að selja gistiþjónustu á íslandi sem og ýmsa afþreyingu. Samkvæmt fréttum fækkaði leigurýmum Airbnb á höfuðborgarsvæðinu um rúmlega þrjúþúsund á síðustu þremur árum. Reikna má með að þessi fækkun á framboði í deilihagkerfinu færist yfir í betri nýtingu og meiri tekjum í gistiþjónustu, bílaleigum og hjá afþreyingarfyrirtækjum. Þær tekjur eru uppi á borðum.

Skakka myndin

Erfitt er að geta sér til um hve mikil þessi breyting á greiðslufyrirkomulaginu er í krónum talið. Miðað við það sem ég þekki til þá eru þetta meira en nóg til að skekkja myndina af kortanotkun erlendra ferðamanna og tekjum af þeim hér á landi. Full ástæða er fyrir Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) að taka þessa þróun inn í myndina í útgefnum tölum. Ljóst er að 2019 og 2021 eru ekki fyllilega samanburðarhæf þegar kemur að því að reikna út breytingar í kortanotkun eða tekjur af erlendum ferðamönnum á Íslandi.

Ljóst er einnig að kaupmáttur erlendra ferðamanna hefur ekki aukist jafn mikið og tölur RSV gefa til kynna. Hafa þarf í huga að frá 2019 hefur krónan veikst, um 9% gagnvart evru og um 14% gagnvart sterlingspundi. Erlendir ferðamenn fá því meira fyrir gjaldeyririnn sinn en áður.

Meiri tekjur í ríkissjóð

Það er engin spurning að fyrirtæki í ferðaþjónustu fagna þessu, kaupmáttur ferðamanna eykst við veikingu krónunnar. Greiðslur berast nú fyrr og þær berast örar, auk þess sem öryggi er meira. Það sem meira er, tekjur ríkissjóðs aukast enn meira við að sala fer úr erlendu deilihagkerfi inn í veltu íslenskra fyrirtækja.

Þórir Garðarsson
Stjórnarformaður Gray Line


Þú færð aðgang að öllum greinum Túrista í 30 daga fyrir 300 krónur með því að nota afsláttarkóðann „300″ þegar þú pantar áskrift. Í framhaldinu fullt mánaðarverð (2.650 kr.) en alltaf hægt að segja upp.

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …