Samfélagsmiðlar

Milljón gesta í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja er sannarlega einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Reykjavík. Flesta daga liggur stöðugur straumur fólks upp Skólavörðuholtið og inn í þessa stærstu kirkju landsins og eitt helsta tákn borgarinnar. Túristi ræddi við Sigríði Hjálmarsdóttur, framkvæmdastjóra Hallgrímskirkju.

Nóvemberdagur á Skólavörðuholti.

Mikil starfsemi er í Hallgrímskirkju árið um kring, auk helgihalds fer þar fram margháttað safnaðarstarf og kirkjan er vinsælt tónlistarhús. Til safnaðarins teljast um sjö þúsund manns en margfalt fleiri skoða og njóta kirkjunnar. Hversu margir ferðamenn áætlið þið að skoði kirkjuna á venjulegum degi og í heild árlega? 

Sigríður Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju

„Við áætlum að á venjulegu ári heimsæki Hallgrímskirkju um ein milljón manns. Yfir sumartímann er opið fram á kvöld og það er stöðugur straumur fólks í kirkjuna allan daginn, allt upp í fimm þúsund manns á dag. Yfir veturinn er rólegra en þó á bilinu sex hundruð til tvö þúsund manns á dag.“ 

Í miðasölunni – MYND: ÓJ

Þetta er mikill gestafjöldi. Stór hluti kaupir væntanlega miða og fer upp í 73 metra háan turninn til að njóta útsýnis yfir borgina og umhverfi hennar. 

„Á bilinu 250 til 300 þúsund manns fara á ári hverju upp í turn. Það er breytilegt eftir árstíma hver aðsóknin er og getur sveiflast frá um 200 manns upp í tvö þúsund á dag. Árið 2019 endurnýjuðum við lyftuna, sú nýja er tvöfalt fljótari upp og eykur þannig afköstin töluvert. Það breytir heilmiklu að hafa ekki röð í lyftuna langt inn í kirkju.“ 

Ferðafólk í Hallgrímskirkju – MYND: ÓJ

Hallgrímskirkja var lengi í byggingu. Guðjón Samúelsson byrjaði að teikna hana árið 1937 og framkvæmdir hófust 1945, eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Söfnuðurinn notaði bæði kjallara og suðurálmu turnsins fyrir helgihald en byggingu og frágangi var ekki lokið fyrr en 1986 þegar kirkjan var vígð. Síðan hafa margskonar endurbætur verið gerðar og stöðugt þarf að sinna kostnaðarsömu viðhaldi. Eru tekjur af ferðafólki mikilvægar til að mæta þeim kostnaði? 

Einn vinsælasti myndatökustaður landsins – MYND: ÓJ

„Tekjur af ferðafólki eru í raun forsenda þess að við getum sinnt viðhaldi á kirkjunni og haldið úti öflugu starfi bæði fyrir söfnuðinn og aðra gesti. Sóknargjöldin hrökkva skammt í þeim efnum.“ 

Valda komur ferðafólks í kirkjuna einhverjum ama, truflunum eða skemmdum? Hvað með kostnað? 

„Það getur stundum verið snúið að vera sóknarkirkja með mörg hlutverk. Um leið og við tökum ferðamönnum og öðrum gestum fagnandi þá þurfum við líka að halda uppi safnaðarstarfi, helgihaldi, kirkjulegum athöfnum og tónleikum. Það getur verið heilmikil vinna að halda ferðamönnum frá við lokaðar athafnir en það hefur þó almennt gengið vel. Fólk sýnir skilning um leið og það fær skýringar. 

Gott er að hvílast á kirkjubekkjum – MYND: ÓJ

Ferðamenn sýna almennt kirkjunni mikla virðingu svo við höfum ekki orðið vör við vísvitandi truflanir eða skemmdarverk. Við þurfum auðvitað að sinna viðhaldi vel og endurnýja reglulega ákveðna hluti sem verða fyrir ágangi og álagi en það er eðlilegt þegar svo margir ganga um.“ 

Að kirkjuheimsókn lokinni – MYND: ÓJ

Hver sýnast ykkur viðbrögð gesta vera, kunna þeir að meta kirkjuna?

„Heilt yfir eru gestir mjög hrifnir af Hallgrímskirkju. Hönnun kirkjunnar heillar marga, þessi fágaði hreini stíll sem sést ekki víða í kirkjum. Við vorum að ljúka við að endurhanna alla lýsingu í kirkjunni, bæði að utan og innan, svo nú nýtur byggingin sín enn betur en áður þegar dimma tekur. Þetta er algjör bylting sem býður upp á endalausa möguleika í lýsingu og litum. Það hefur að vonum vakið mikla athygli og lukku. 

Það er gaman að sjá hversu margir gestir setjast niður og slaka á í kirkjubekkjunum, kveikja á kerti og taka inn andann í kirkjunni.“ 

Ferðamannastraumur á Skólavörðustíg á góðum sumardegi – MYND: ÓJ
Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …