Samfélagsmiðlar

Baráttan við skúrkana

„Auðvitað þarf að efla vinnustaðaeftirlit í ferðaþjónustunni, fylgjast betur með því hvernig staðið er að verki." Þetta sagði Frikrík Rafnsson, formaður Leiðsagnar, í viðtali við Túrista í haust en er rifjað upp vegna frétta af bandarískum ferðamanni sem svikinn var af einhverjum sem sagðist ranglega vera leiðsögumaður.

Friðrik Rafnsson

Friðrik Rafnsson, formaður Leiðsagnar

Banda­rískur ferða­­maður segir að hann og eigin­­kona sín hafi verið svikin um hundruð þúsunda ís­­lenskra króna þegar þau ferðuðust til landsins í septem­ber síðast­liðnum af Ís­­lendingi sem hafi gefið sig út fyrir að vera leið­­sögu­­maður.” 

Þannig hefst viðtal sem Fréttablaðið birti 2. janúar við bandaríska ferðamanninn Greg Wendel­ken sem vakið hefur mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta skipti, og tæplega í það síðasta, sem erlendur ferðamaður lendir í klóm svikahrapps sem gefur sig út fyrir að sinna ferðaþjónustu. 

Ferðamenn í Reykjavík – MYND: ÓJ

Túristi birti viðtal við Friðrik Rafnsson, formann Leiðsagnar, félags leiðsögumanna, 8. október síðastliðinn. Þar ræddi formaðurinn ólöglega starfsemi í ferðabransanum, sem leiðsögumenn hafa lengi haft áhyggjur af:

„Auðvitað þarf að efla vinnustaðaeftirlit í ferðaþjónustunni, fylgjast betur með því hvernig staðið er að verki. Við bendum lögreglu, skattayfirvöldum og eftirlitsaðilum á það sem okkur þykir undarlegt, bæði varðandi leiðsögn og akstur. Á ferðinni eru rútubílstjórar sem lenda undir ratsjánni, þykjast vera að aka með vinahópa en eru augljóslega ökuleiðsögumenn. Það er kolólöglegt.” 

Ferðafólk á Arnarhóli
Ferðahópur við Arnarhól – MYND: ÓJ

Friðrik benti sérstaklega á útlendinga sem kæmu hingað til lands með ferðahópa án lágmarks þekkingar á aðstæðum. Öryggi farþega væri teflst í tvísýnu. En svikahrappar koma ekki bara frá útlöndum. Það virðist verulega skorta á að yfirvöld hér á landi hafi sómasamlegt eftirlit með þeim sem selja ferðamönnum þjónustu sína. Gefum Friðriki Rafnssyni aftur orðið: 

„Því miður þykir okkur vera dálítið andvaraleysi í þessum málum. Eftirlit af hálfu skattayfirvalda, lögreglunnar og Vinnueftirlitsins er því miður ekki nógu gott. Við höfum unnið að því með Samtökum atvinnulífsins og Samtökum ferðaþjónustunnar að bætt verði úr en vilji til að hafa skýrar og framkvæmanlegar reglur er ekki til staðar.” 

Ferðafólk í Reynisfjöru
Ferðafólk í Reynisfjöru – MYND: ÓJ

Í októbermánuði sagðist formaður félags leiðsögumanna vilja trúa orðum ferðamálaráðherra um að standa ætti vel að málum í þessari mikilvægu atvinnugrein – ferðaþjónustunni: 

„Við eigum að setja áveðinn gæðastaðal, gera kröfur til leiðsögumanna, erlendra og innlendra. Við viljum aðhald frá yfirvöldum. Það verður að efla menntun og þjálfun, ekki bara meðal leiðsögumanna, heldur almennt í ferðaþjónustunni.”

Nýtt efni

Í fyrra batnaði lausafjárstaða Play um nærri helming frá lokum fyrsta ársfjórðungs og fram í lok júní þegar annar fjórðungurinn var að baki. Hækkunin nam 17 milljónum dollara. Nú í ár hækkaði sjóðsstaðan um 34 milljónir dollara á milli ársfjórðunga en þar af mátti rekja 32 milljónir dollara til hlutafjáraukningarinnar í apríl. Reksturinn sjálfur skilaði …

„Við ætlum að hætta ákalli um að fólk heimsæki okkur en leggja í staðinn áherslu á hvað Barselóna hefur að bjóða,“ sagði Mateu Hernández, ferðamálastjóri Barselóna, á fréttamannafundi í vikunni. Þar voru kynnt áform um róttæka breytingu á því hvernig borgin verður kynnt umheiminum. Slagorðinu Heimsækið Barselóna (Visit Barcelona), sem notað hefur verið síðustu 15 árin, …

Skemmdarvargar gerðu samræmdar árásir á hraðlestakerfi Frakklands í nótt með eldum sem kveiktir voru á nokkrum helstu leiðum í átt að París, þar sem Ólympíuleikarnir verða settir í dag.  Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amélie Oudéa-Castéra, fordæmdi spellvirkin sem eiga eftir að valda truflunum á lestarferðum fólks næstu daga á meðan verið er að hreinsa brautarteina og laga …

Play flutti 442 þúsund farþega á öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, sem er viðbót um 13 prósent frá sama tíma í fyrra. Framboð félagsins jókst álíka mikið eða um 12 prósent enda var sætanýtingin betri í ár. Sú bæting skrifast að hluta til á lægra farmiðaverð því einingatekjur félagsins lækkuðu um 4 prósent og meðalfargjaldið …

Ný ríkisstjórn í Bretlandi kynnti í síðustu viku áætlun sína um að tryggja ákveðið lágmarksverð fyrir sjálfbært þotueldsneyti (SAF) til að hvetja framleiðendur til dáða - auka vinnsluna og byggja upp nauðsynlega innviði til dreifingar. Ekki veitir af hvatningu því innleiðingu SAF miðar mjög hægt. Vissulega menga nýjar þotur miklu minna en þær eldri en …

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …